Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 24
54
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Hún fann, að hann horfði á sig og leit
einarðlega á hann og spurði:
»Hvað gengur á? Pað er eitthvað, sem
þjer vilduð segja.«
Hann áttaði sig í flýti.
»Nei! Bara — að þjer eruð svo ger-
ólíkar því, sem jeg hafði búist við.«
»Og þjer einnig,« mælti hún hlægjandi.
»Pjer eruð mikið betri en jeg bjóst við, og
mjer líst vel á yður og óska, að þjer vilduð
segja mjer alt um sjálfan yður.«
Pelta var yndislegur dagur fyrir Blake.
Sikileyiska stúlkan gerði hann þegar að
trúnaðarmanni sínum — skilmálalaust. Pað
var ekki upphaf neins kunningsskapar, held-
ur eins og þau hefðu þekst alla æfi. Hann
dáðist að henni og fegurð hennar og hlust-
aði á hana með vaxandi nautn.
Martel dró eigi dul á gleði sína yfir því,
hve fljótt hefði tekist með þeim vinátta og
miðdegisverðurinn var mjög skemtilegur —
sá skemtilegasti, er Iengi hafði verið á
Terranova.
Með því að Iangt var til San Sebastino
neyddust ungu mennirnir til þess að fara
tímanlega~af stað, en'varla voru þeir komnir
úr áheyrn kvennanna, fyr er Martel stöðv-
aði hest sinn og spurði vin sinn með ákefð:
»Nú? Pú veist að jeg er að sálast úr
forvitni. Hvað segir' þú svo?«
Blaj^e"svaraði.honum undarlega hikandi:
»Pú hlýtur að vita það, án þess að þú
þurfir að ] spyrja. Pað 'er ekkert að segja,
nema það eitt, að hún er yndisleg. — Hún
er breytileg — aðdáunarverð — jeg — jeg— «
— »Einmitt.« Savigno hló hjartanlega
ánægður. — »SIík kona er eigi til.«
Pegar Blake fór að hátta um kvöldið, fór
hann eigi strax að sofa, því að hann ótt-
aðist sjálfan sig og þeim ótta varð eigi
svo auðveldlega burtrýmt.
IV. KAFLI.
Veislan d Terranova.
Næstu daga sá Norvin Blake greifinnuna
oft, því að þeir Martel fóru daglega yfir að
Terranova.
Hann hafði að hálfu leyti sjeð sannleik-
ann. Kvöldið eftir að hann í fyrsta sinni
sá ungu stúlkuna og næstu dagar þar á eftir
höfðu fært honum heim sanninn um það,
sem hann helst hefði viljað varast. Hann
gat eigi lengur efast um, að hann væri tak-
markalaust ástfanginn í brúði besta vinar
síns og vitneskjan um þetta olli honum
þyngstu sálarkvala. Pað var ekki augna-
bliksást, því að honum fanst sem hann
hefði alt af þekt og elskað þessa ungu
stúlku. Hann hafði eigi ímyndað sjer, að
svona bráð ást væri til og hlegið margoft
að þeim hæfileika Martels, að geta orðið
bráðástfanginn á augnabliki og hætt því aft-
ur jafnskjótt, en þrátt fyrir bláköld rök og
alvarlegar sjálfsásakanir, hafðiþó ástríða þessi
algert vald yfir honum.
Petta var fyrsta sálarstríðið, er hann hafði
átt í, og af því að hann hafði meiri stjórn
yfir sjálfum sjer en alment gengur og ger-
ist, tókst honum að leyna þessu svo, að
Martel, sem var holdleg ímynd drengskapar
og göfugrnensku, grunaði ekki neitt um
sannleikann. Og unga stúikan var svo
drukkin af harpingju sinni, að hún tók eigi
eftir neinu. Hún gerðist vinur Blakes alveg
skilmálalaust eins og henni var svo eigin-
legt. Ósk hennar um að þola alt með
manni sínum olli því, að hún ásetfi sjer að
geðjast Ameríkumanninum sem best og
hafði það þegar tekist mikið betur en hana
sjálfa grunaði.
Hún ræddi um hin alvarlegustu málefni
af mesta áhuga og óttalausri hrifni; stund-
um var hún logandi af áhuga fyrir einhverju
og jafnskjótt fallin frá því aftur. Hún var
ein þeirra kvenna, sem ráða fyrir mönnum,
sem gefa þeim hugsjónir með andagift sinni,