Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 26

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 26
56 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að ef tekið sje tillit til þeirra, muni þeir einungis færa sig upp á skaftið og koma aftur, þegar við sjeum komin heim, en — hann þekkir ekki La Mafia eins og jeg. Pjer gerið þetta fyrir mig.« »Auðvitað, ef þjer viljið, enda þótt jeg sje viss um, að hann virðir ráð mín að vettugi. Hann getur ekki Ieikið lyddu. Pað eru aðeins tveir dagar þar til brúðkaupið á að vera. Hvernig getur hann tilkynt allri sveitinni forföll nú, þegar öllum undirbún- ingi er lokið? Hvaða afsökun getur hann gert án þess að viðurkenna ótta sinn og eiga með því á hættu framtíðarárásir?« »Menn þurfa ekki að fá að vita ástæð- una. Látum þá einungis koma og skemta sjer. Hann getur í kvöld farið til Messina og við hitt hann þar.« Norvin hristi höfuðið. »Jeg skal gera það sem jeg get, fyrst þjer óskið þess, en jeg er þess fullviss, að hann breytir ekki ákvörð- un sinni. Jeg er Iíka viss um, að þjer bak- ið yður óþarfa áhyggju!« »Ef til vill,« viðurkendi hún efablandin, »En faðir Martels — .« »Já, en aðstaðan er ekki liin sama nú og fyrir 15 árum. Þetta er bara tilraun til fjár- kúgunar og láti hann sig hana engu varða. mun hann látinn óáreittur.« Hún leit rannsakandi á hann og hugsanir hans rugluðust við það, hversu alvarlega hún horfði á hann. Hann fann einungis til þess, að hann vildi alt fyrir hana gera og fórna henni öllu. Hann var útlendingur, sem hataði eyna og íbúa hennar og þó — ef hann hefði verið í sporum Martels, mundi hann hafa með gleði látið eftir henni að búa þar. Hann skyldi verða Sikileyingur í húð og hár. Hún bar í sjer það afl, sem breytt gat gömlurn veujum hans, geðfeldni og ógeðfeldni og breytt honum að fullu. »Jeg vona, að þjer hafið á rjetíu að standa,« mælti hún að Iokum. »Og þó, það er sagt, að engin sleppi undan La Mafia.« »Petta er ekki La Mafia. Pað er einhver brigant.« »Hvaða munur er á því? Pað er eitt og hið sama. Pað er búið að úthella blóði og óöld af stað komið.« Alt í einu þreif hún í hendi hans og augu hennar gneistuðu. »Heyrið þjer,« hrópaði hún, »ef eitthvað skyldi verða að Martel, ef menn þessir skyldu voga, — öll Sikiley skyldi ekki geta falið þá. Ekkert afl skyldi geta frelsað þá, enginn felustaður svo ör- uggur, engar lygar svo flóknar, að jeg skyldi eigi ráða fram úr þeim. Skiljið þjer?« Blake varð mjög hrærður og svaraði að- eins: »Jeg skil. Mjer gat ekki dottið í hug, að yður þætfi svo vænt um hann.« Alt í einu skifti hún skapi og fór að brosa. »Ef til vill er það vitleysa að vera svona hreinskilinn, en það er eðli mitt. Pjer vild- uð þó ekki, að jeg skyldi breyfa því?« »Pjer gætuð það ekki, þótt þjer reynduð.« »Martel hefir ætíð vitað að jeg elskaði hann. Jeg gat aldrei leynt því. Jeg vildi heldur aldrei gera það. Hefði hann eigi sagt mjer það, mundi jeg hafa sagt honum það. Og nú, þegar jeg heyrði, að lif hans væri í hætlu, já, þá —.« »Ippolito hafði ekkert ieyfi til að minnast á þetta. En menn verða lausmálgir, þegar þeir eru ástsjúkir.* »Hann fær eigi Lucreziu.« »Hvers vegna ekki? Hann er snofur maður.« »Já, en Lucrezia er honum miklu fremri. Jeg hefi kent henni rnikið. Hún er í mín- um augum miklu fremur systir mín en þjónustukona og jeg vil ekki, að hún gangi að eiga óbrotinn verkamann. Hún gefur fengið miklu betri mann en Ippolito.« »Það binda kærleikann engin bönd,« mælti Ameríkumaðunrin af svo mikilli til- finningu, að Margherita leit á hann. »Svo þjer vitið það. Jæja, vinur minn. Þjer hafið þá elskað?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.