Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 29
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
59
»Ippolito hefir sýnt mátt vínsins yfir hold-
inu. Hann sefur úti í hesthúsi.«
»Fullur! Ó, asninn sá arna! Jeg ætti
að hressa upp á hann með svipunni,« mælti
Savigno reiður.
»Vertu góður við hann. Jeg held að
Lucrezia viiji hvorki sjá harvn nje heyra,
veslings manninn. Hann er veikur af ógæfu-
samri ást.«
»Oott! Við látum hann sofa úr sjer vím-
una. Jeg gæti heldur ekki verið harðbrjósta
við hann í dag. Og nú skulum við fara að
kveðja, þótt mjer sje mjög á móti skapi að
verða að fara.«
V. KAFLI.
Miðnæturreið.
Hinir þrír menn riðu burt út úr garðin-
um bakdyramegin til þess að spilla eigi
gleðinni.
»Petta er þá síðasta ferðin,« sagði Nor-
vin, þegar þeir voru komnir að fjallinu, sem
aðskildi þá frá Martinello.
sJá, framvegis spörum við hestana. I
fyrramálið förum við með morgunlestinni.
Helmingur íbúa San Sebastiano mun fylgja
okkur, allir í sparifötunum. Hann Ricardo
hjerna kemur í nýju, brúnu fötunum sín-
um. Er það ekki, Ricardo?«
»Jeg held það væri best að þegja,« mælti
ráðsmaðurinn hvatskeytislega. »Vegurinn
er skuggalegur. Hver veit hvað kann að
bíða okkar.«
»Vitleysa! Við erum þrír saman, vopn-
aðir. Jeg ímynda mjer, að Narcone og tæp-
lega sjálfur Cardi þyrði að ráðast á okkur.«
Ferara glotti, en hjelt uppteknum hætti,
að ríða spöl á undan. Norvin tók eftir því,
að hann ljet riffilinn hvíla á hníkknefinu,
svo að hann leysti ósjálfrátt reimina af byss-
unni sinni, svo hún yrði til taks, ef til þyrfti
að taka.
Pað var tunglsskinslaust, en stjörnubjart,
svo að þeir sáu þolanlega til vegar, þótt
dimt væri til beggja handa. Nokkrir hljóm-
ar frá veislunni á Terranova bárust enn að
eyrum þeirra og Ijósin skinu milli trjánna
niðri í dalnum.
»Æska! Ó, hve þú ert indæl!« hrópaði
Martel, sem árangurslaust hafði reynt að
þegja. »Ricardo vili að við læðumst eins
og ræningjar, enda þótt hjörtu vor sjeu svo
full af gleði, að fögnuðurinn bergmáli í
eyrum vorum. Pað er ekkert ilt til í ver-
öldinni í kvöld, því að allur heimurinn er
ástfanginn og í fyrramálið kveður hann upp
úr með ást sína! Og jeg er konungur
alls þessa!«
»Samt sem áður mun mjer þykja stórlega
vænt um, þegar jeg hefi skilað yður heil-
um á húfi,« mælti gamli maðurinn.
»Þeir eru byrjaðir að skjóta flugeldunum,«
mælti Blake. »Pað var leiðinlegt, að þú
gast ekki verið við, Martel, til að sjá það.«
Hann sneri sjer við í hnakknum og hinir
námu staðar til að horfa á flugeld, er Ieið
til himins og sprakk þar og varð að ótelj-
andi eldsgneistum. Fleirum var skotið og
heyrðust daufar þrumur.
»Veslingarnir!« sagði greifinn innilega.
>Jeg heyri að þeir kaila: Ó, ó! Petta er
engill frá himnum!*
»Jeg þori að veðja um, að þeir enda á
því að hrópa: »Þetta er engill frá San Se-
bastiano!* Þú hefir haldið þeim dýrðlega
veislu.*
Oreifinn hló. »Já. Þeir hafa fengið nóg
til að tala og dreyma um. Líf þeirra er
ömurlegt, eins og þú veist, en jeg vona, að
okkur Margheritu auðnist að bæta kjör
þeirra, þegar tímar líða. Heldurðu það ekki?
Þegar þeir hafa kynst mjer, þegar þeim hefir
þótt nógu vænt um mig og eru farnir að
íreysta mjer, mun rísa upp ný öld yfir
Terranova og San Sebastiano.*
»Jeg er viss um, að þeim er þegar farið
að þykja vænt um þig.«
»jeg er þeim of ókunnur enn. Jeg hefi
8*