Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Síða 30
60
NYJAR KVÖLDVÖKUR
irassað skyldur mínar, en á ferðum mínum
hefi jeg lært ýmislegt, sem mun koma okk-
ur öllurn að góðu gagni. Jeg veit um svo
margt, sem jeg get gert. Það er yndislegt
að vera ungur og vongóður og hafa ráð á
að uppfylla vonir sínar. Fyrst og fremst er
það yndislegt að vita að til sje maður, sem
tekur þátt í metnaði og tilraunum manns.
— Jeg sje, að Ricardo er óánægður með
mig, en hann er bölsýnn. Hann trúir hvorki
á gjafmildi eða kærleika.*
»Hvaða þvaður er þetta!« mælti gamli
maðurinn önugur. »EIska jeg ekki barnið
mitt, Lucreziu? Elska jeg ekki yður, greif-
innuna og marga aðra?*
Martel hló. »Jeg ætlaði bara að stríða
yður.«
Þeir hjeldu ferðinni áfram og greifinn tók
nú í ofsagleði sinni að syngja lagstúf.
Blake reið jafn þögull sem Ferara, niður-
sokkinn í hugsanir yfir gæfu þeirri, sem
hann átti engan hlut í. Hann var þreyttur
á sál og líkama og horfði viðutan á gráan
veginn, sem leið fram hjá.
Það var í þessum svefnmóks hugleiðing-
um, að hann alt í einu reið inn í hvítgló-
andi iðu af hræðilegum atburðum.
Norvin Blake mundi aldrei nákvæmlega
röð þeirra atburða, er nú gerðust, því að
alt gerðist í of skjótri svipan til þess, að
hann gæti veitt nokkru nákvæma athygli.
Hann mundi, að vegurinn lá fram undan
eins og leyndardómsfull gjá; beggja vegna
var myrkrið biksvart eins og ókleifur vegg-
ur og hugsun hans var víðs fjarri, er hest-
ur hans alt í einu tók að prjóna og hafði
næstum því kastað honum af baki, svo að
hann kom til sjálfs sín. Jafnframt heyrði
hann, að Ricardo rak upp óp, er mest líkt-
ist hræðsluópi og skar það eins og sverð
í gegnum söng Savignos. Honum fanst
sem hjartað staðnæmdist í brjósti sjer. Eld-
leyftri brá fyrir vinstra megin við hann og
rauf næturkyrðina. Skógurinn, sem áður var
myrkur og þögull, drundi af skothríð og
lýstist af leiffrum skofanna og vegurinn
fyltist af mönnum, sem börðust upp á líf
og dauð?. Hestur Blakes reis á aftuifæt-
urna, er svört þústa á veginum reis á fæt-
ur og þreif utan um beislið. Hestur Marfels
þrengdi honum út á vegarbrún, en fjell svo
spriklandi og sfynjandi til jarðar, helskotinn.
Hestur Ricardo þaut í burfu mannlaus.
Hafði fyrirsátursmönnum tekist að sviffa
honum af baki og barðist hann nú eins og
óður maður á miðri brautinni. Norvin
heyrði, að Martel kallaði eitthvað, en svo
var hann dreginn af baki, annaðhvort af
manna höndum eða trjágrein. Við fallið
misti hann meðvitund um stund, en reis
þó von bráðar á fætur, en var þá tekinn af
grímuklæddum manni og haldið, Hann
reyndi að losa sig, en fann, að hann var
algerlega aflvana eins og ómálga barn.
Hann var gripinn af mörgum höndum og
reyndi eigi framar að sleppa. Óvissan og
það, hvað í húfi var, ef illa færi fyrir Martel,
fjekk svo á hann, að hann æpti upp eins
og maður, sem er möru troðinn.
Rödd skipaði honum að þegja og heitur
andardráttur nam við kinn honum, en hann
rjeði eigi við hræðslu sína, svo að einn af
gæslumönnunum greip fyrir háls honum.
Hann heyrði Savigno kalla og sá honum
bregða fyrir sem snöggvast; sá hann, að
annar maður rjeðist á hann og heyrði loks
að kall hans endaði í kvalastunu, sem hann
aldrei gleymdi meðan hann lifði. Það var
engu líkara en greifinn væri enn forviða á
því, að síðasta stund hans væri komin.
Ef til vill hefir Blake svimað. Að minsta
kosti gat hann hvorki hreyft Iegg nje lið,
og hið næsta, sem hann mundi, var það,
að hann var dreginn þangað, sem bjartast
var á veginum. Það var ekki batist Iengur,
þótt enn væri æsing í röddum mannanna
og hann heyrði marga þeirra stynja sáran.
Maður einn, hár vexti, þurkaði hendur sín-
ar á nýreittu grasi, sem hann reif upp við
veginn og bölvaði hástöfum.