Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 6
84
VALGERÐUR
N. Kv.
hanns sonar síns. En gamli maðurinn varð
þess aldrei var.
Valgerður var oft sótt til ýmissa, sem
hjálpar þurftu og hjúkrunar. Virtist henni
þorpsbúar fremur illa upplýstir, en góð-
lyndir og lijálpsamir liver við annan, og
heyrði hún víða, að mörgum var kalt til
Jenssens kaupmanns. Ekkert kynntist hún
móður Sigvarðar né systkinum hans, en
hann færði henni oft íiskmeti og allt það
úr búð, sem erfitt var fyrir kvenmann að
bera lieim. Duldist það ekki, að liann vildi
á allan hátt liðsinna henni og varð það til
þess að lnin leitaði ætíð til hans, er hún vildi
láta framkvæma eitthvað.
Nokkrum vikum eftir meiðsli Guðlaugar
gömlu var Valgerður eitt sinn á leið til
Oddnýjar og mætti þá Maríu frænku Jó-
hanns gamla. Hún var óvenju stúrin og
spurði Valgerði þegar, hvort hún ætlaði
ekki að koma við hjá Jóhanni gamla.
„Er hann nokkuð veikari en vant er?“
spurði Valgerður áhyggjufull.
María dró við sig svarið: „O nei, en hon-
um líður samt ekki vel.“
Valgerður kvaddi fljótlega og hélt áfram.
Hvað gat hafa komið fyrir? Sigga sat með
nöfnu litlu fyrir utan húsið, og þegar Val-
gerður spurði, hvort Jóhann væri einn inni,
svaraði Sigga, að hann hefði beðið sig að
lofa sér að vera einum. Valgerður gekk inn
og lauk hægt upp hurðinni. Gamli maður-
inn lá í rúminu, og tárin streymdu niður
kinnar hans úr blindum augunum. Varir
hans bærðust, og hún heyrði aðeins orða-
sk.il: „Styrk Jrú mig, himneski faðir. Hví
skyldi ég efast um miskunn Jn'na mér til
handa, nú fremur en endranær."
Valgerður lagði hljóðlaust aftur hurð-
ina. Henni fannst luin standa á helgum
stað. Svo staðnæmdist hún við rúmið og
sagði í hálfum liljóðum:
„Guð blessi þig!“
Hann hrökk ofurlítið við, en brosti svo
gegnum tárin og mælti:
„Er einhver góður andi hér kominn til
Jaess að gleðja mig?“
Hún tók blíðlega hönd hans: „Nei, aðeins
vinkona þín, sem langar til þess að vita,
hvort hún geti ekki létt byrði Jjína á ein-
hvern hátt.“
„Æ, Jjað er þá hún Valgerður mín!“
Hann klappaði ofan á hendi liennar. „Það
er nú eitt, sem á mér hvílir og Jryngir svo
mjög að eiga bráðum ekki lengur von á að
fá að hitta J)ig oftar.“
Hún dró með lausu hendinni stól að rúm-
inu og settist niður. „Nú segir þú mér, hvað
að þér amar. Mér finnst endilega, að ég
hljóti að geta bætt úr því.“
Nú sagði hann henni með fáum orðum,
að Brandur treysti sér ekki til að hafa sig
lengur, og fyndist líka, að sér myndi líða
betur þar, sem meiri efni væru fyrir hönd-
um, og nú vildi hann segja sig til sveitar í
haust. — „En Joar þekki ég ekki nokkurn
mann,“ bætti gamli maðurinn við með titr-
andi rómi, „og Jrá er lokið Jdví yndi, sem
ég hef haft af samræðunum við þig.“
Valgerður Jrrýsti hönd hans og mælti hlý-
lega: „Ég get lofað þér því strax, að Jni skalt
ekki verða fluttur héðan úr þorpinu. En ég'
(jarf samt að tala við Brand. Það er aldrei
hægt að hitta hann, og ég hef enn ekki séð
hann, síðan ég kom hingað.“
„Hann liggur í veri til fiskjar og kemur
aðeins snöggvast heim á hálfs mánaðar
fresti. Hann verður heima í nótt, en ég
held ekki, að J>að hafi neina þýðingu að tala
við hann. Það er ekki af neinum illvilja eða
duttlungum, að hann vill, að ég fari. Hann
hefur verið mér góður, en hann er fátækur,
og fiskaflinn svo lítill núna.“
Nú var gerígið hratt úti, og hurðin opnuð
fljótlega, og í dyrunum stóð sá, sem þau
voru að tala um. Vglerður stóð á fætur og
heilsaði honum með handabandi. í örfá
augnablik virtu Jjau hvort annað fyrir sér.
1 huganum dáðist hún að svip hans, sem
var bæði greindarlegur og drengilegur.