Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 7
N. Kv.
VALGERÐUR
85
„Þetta er víst Brandur," sagði hún góð-
látlega. „Ég geri ráð fyrir, að þér þekkið
alla, sem voru liér í þorpinu á undan mér,
og þá er ég ein aðkomandi, sem allir þekkja.
En ég verð að biðja yður að fyrirgefa, hve
oft ég hef dvalið hér á heimilinu án þess
að leita samþykkis yðar og leyfis. En það
hefur heldur ekki verið hægt um vik fyrir
ntig, þar sem ég hef ekki hitt yður fyrr en
þetta.“
,,Það er ekkert að fyrirgefa,“ svaraði
Brandur. Rödd hans var sterk, en ekki
óþýð. „Þér hafið ekki verið neinum hér til
meins, og kona mín og dætur halda mikið
af yður.“ Hann greip vettlinga sína og gerði
sig líklegan til að ganga burt.
„Viljið þér unna mér viðtals dálitla
stund,“ sagði \7algerður, „eða tef ég yður
of mikið?“
„Nei, engan veginn. En ég fer nærri um,
hvað þér viljið tala við mig, eftir því sem
María hefur sagt mér, hvað þér hafið verið
Jóhanni umhyggjusöm. En það er alls ekki
af neinum illum hvötum, sem ég hef tekið
þessa ákvörðun, og mér þykir fyrir að þurfa
að lirekja hann burt, úr því hann langar til
að vera kyrr.“
„Þetta er Jóhann búinn að segja mér, og
ég hefði nú líka vitað það, hvort sem var,
eftir að ég er búin að sjá yður. En nú skul-
um við hjálpast að, svo að hægt sé að bæta
úr þessu."
Brandur hristi höfuðið. „Ég er búinn að
hugsa oft um þetta og kemst ekki að ann-
arri niðurstöðu. Jóhann er ekki eins þungur
ómagi, og hann sýnist, því að hann er nægju-
samur og þurftarlítill. En mér finnst það
óbærilegt að vita hann svangan og kaldan
í mínurn húsurn, ef honum gæti liðið betur
annars staðar."
Valgerður leit til Jóhanns. Tárin voru
aftur farin að seytla niður kinnar hans, en
þau höfðu þornað, meðan þau töluðust við.
Hún mælti:
„Ef þér viljið lofa honum að vera, legg
ég honum til 300 krónur árlega, meðan
hann þarf þess með.“
Brandur leit á hana forviða og mælti:
„Mér lízt s\o á yður, að þér meinið það,
sem þér segið; en þetta er of mikið, 100
krónur hefðu verið góður styrkur."
\;algerður brosti: „Þér eruð ekki fégjarn
maður, þetta er þó ekki ein króna á dag.
En er þá dvalarstaður hans tryggður hér
með þessu?“
„Já, ftdlkomlega,“ svaraði Brandur. Og
lofið mér nú að þakka yður fyrir, að ég
neyddist ekki til að hrekja hann burt.“
„Ég skal gefa yður skriflega tryggingu
fyrir þessu í kvöld, og eitthvað af peningun-
um getið þér fengið, hvenær sem þér vilj-
ið,“ sagði Valgerður. Síðan gekk Brandur
burt, en liún settist aftur við rúm Jóhanns
og tók hönd hans.
Hann brosti: „Þú ert mér alltof góð,“
sagði hann, „ertu nú ekki snauð eftir?"
„Nei, Jóhann minn. Og ég er miklu glað-
ari, en þótt mér hefði verið gefnar þessar
krónur.“
„Þá get ég ekki annað en lofað Guð fyrir
náð lians að senda mér þig, og má ég svo
ekki þakka þér, eins og þú liefðir verið dótt-
ir mín?“ Tárin stóðu í augum liennar, er
lnin laut að honum og kyssti hann innilega.
Hann lét hönd sína líða yl’ir andlit liennar
og mælti síðan hrærðum rómi:
,,Ég vissi það alltaf, að þú værir fríð, eins
og þú ert góð! Guð blessi þig ævinlega!“
Nú komu systurnar inn, og Valgerður
tók nöfnu sína á fang sér og spjallaði síðan
við þau dálitla stund, og á meðan kom móð-
ir systranna inn. Hún var glöð í bragði og
svo gerbreytt frá því, er Valgerður mætti
henni á leiðinni, að auðséð var, að hjónin
hefðu talazt við. Og þegar Valgerður fór,
þakkaði María henni innilega komuna í
dag og sagði, að luin liefði létt af sér þung-
um steini.
Jenssen sat inni í skrifstofu sinni stundu