Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 8
86 VALGERÐUR N. Kv. eftir að pósturinn var farinn. Það var vani hans að lesa aldrei nokkurt bréfa sinna nema í næði, og allra sízt póstbréf. Þegar liann tók við bréfunum, sá hann þegar, að eitt þeirra var frá sýslumanni N. N. sýslu, og nú var hann dálítið forvitinn, hvað hann myndi vilja sér. Þeir höfðu aðeins sézt tvisvar og máttu heita ókunnugir. Hefði bréfið aftur á móti verið frá sýslumannin- um hérna, þá liefði liann ekki orðið neitt hissa, því að þeir höfðu átt ýmislegt saman að sælda, og taldi Jenssen sig ekki betri vin eiga. Hefði hann átt dóttur, þá hefði Skúla verið borgið, en því miður var nú ekki svo vel. Jenssen lagði bréfið til hliðar, hann ætl- aði að lesa það síðast. Eftir skamma stund var drepið létt á dyr, og fröken Anna opn- aði hurðina. Hún var vön að færa honum kaffið sjálf inn á skrifstofuna, og setti það nú brosandi á borðið. „Eg kem máske of snemma?“ „Nei,“ og hann greip til sýslumannsbréfs- ins. „Aðeins eitt eftir.“ Hún gerði sig lík- iega til að ganga burt, en liann bandaði með hendinni: „Þú drekkur með mér,“ og hann leit fljót- lega yfir bréfið. Anna settist og starði forviða á hann. Fyrst eldroðnaði hann í andliti og fölnaði síðan, og loks þeytti hann bréfinu frá sér á borðið, stökk upp og gekk hvatlega um gólfið fram og aftur. „Eru þetta einhverjar slæmar fréttir?" spurði hún gætilega. Hún hafði ekki af lionum augun. Hann staðnæmdist frammi fyrir henni, þrútinn af reiði. „Slæmar fréttir? Það er alltof vægt að orði komist. Skammarlegar, já, svívirðilegar eru þær! Geturðu lnigsað þér, — ég er orðinn afi!“ Hann rak upp kuldahlátur og fór aftur af stað um gólfið. Anna leit undan. „Og tilkynnir sýslumaður þér það?“ „Já, það er að bíta höfuðið af skömminni. Stelpugægsnið kennir Skúla krakkann og hefur bréf í höndum, þar sem hann viður- kennir Jrað, en svo álítur faðir hennar tryggilegra að eiga við mig um meðlagið og fær sýslumann til að skrifa mér um þetta. Hún er nú þarna í kaupstaðnum hjá honum. „Já, er ég nú ekki aldeilis hissa. — Og hver er svo sem snótin?“ „Gunna Karls, sem var hérna í fyrra og fór í vetur.“ Fröken Anna hristi höfuðið. „Já, það var eftir henni. Það er annað en gaman fyrir blíðlynda og saklausa unglinga að standa af sér þess háttar drósir. — Ég hef stundum verið að hugsa um að þjóna Skúla sjálf, en ég kemst bara ekki til þess.“ „Það er nú ekki von, og ég ætlast lieldur ekki til þess. En þetta er voðalegt áfall, ekki aðeins vegna peninganna, heldur mannorðsins. Skúli þarf að giftast strax, áð- ur en liann lendir í fleiri snörum.“ „Ég held Jrað séu nú engin vandræði með Jrað,“ sagði fröken Anna um leið og hún hellti í bollann. „Ég hefði gaman af að sjá Jjá stúlku, sem neitaði bónorði Skúla, þessu glæsimenni, meiri vandinn að finna þá, sem væri honum samboðin.“ Jenssen brosti einkennilega, hóf augna- brúnirnar og mælti síðan: „Þú mátt ekki gera mig afbrýðisaman, Anna.“ Hún hló glaðlega. „Eins og ég sjái það ekki alltaf, að hann hefur allt sitt bezta frá }:>ér.“ Jenssen klappaði vingjarnlega á herðar henni. „Ég er nú heldur ekkert hræddur um jjað. En ég er búinn að ákveða, hverja hann á að eiga.“ Anna leit á hann stórum augum. „Hún er víst ekki hér í grennd?" „Jú, einmitt hér mjög nálægt." „Það get ég ómögulega skilið. Og hver svo sem ætti })að að vera, mætti ég spyrja?“ „Ætli J)að sé ekki sú nýkomna," og Jens-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.