Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 11
N. Kv.
VALGERÐUR
89
finna hitt fólkið, og máske kemur góður,
þá getið er.“
■ Sýslumannsfrúin og ungu mennirnir sátu
í dagstofunni, og var þar glatt á hjalla,
hlátrar og mælgi heyrðist þaðan álengdar.
Sýslumaður gekk brosandi til konu sinnar:
„Ég held ég liafi misst af heilmikilli
skemmtun við það að vera ekki hérna hjá
ykkur. En samt hef ég nú frétt nokkuð, sem
ég hef haft gaman af.“
Sýslumannsfrúin var allmiklu unglegri
en maður hennar. Hún var fremur lagleg,
en svipur liennar var þóttafullur og ekki
sérlega greindarlegur.
„Það er þá eflaust um einhverja snoppu-
fríða drósina, sem þú hefur svo óðara orðið
skotinn í, það bregzt mér ekki!“
Jenssen hló dátt: „Skák þér, vinur!
Hvernig ferðu nú að forða þér frá máti?“
Sýslumaður settist hjá konu sinni. „Já,
víst voru fréttirnar um stúlku, en það er
ástæðulaust að gera sér neinar ýmyndanir
út af því. En þegar maður sér konu, sem
komin er af æskuskeiði, verða broshýra og
ljómandi eins og 18 ára mey við það að
tala við ungan niann, þá er sjón sögu rík-
ari, að hún muni vera hrifin af honum.“
Erúin Itnyklaði brúnir og ætlaði þegar að
svara manni sínum, en í sama vetfangi opn-
aði fröken Anna dyrnar og tilkvnnti:
„Eröken Valgerður!"
.Allir karlmennirnir risu úr sætum sín-
um, er hún bauð gott kvöld, og Jensen
heilsaði lienni með handabandi og leiddi
ltana síðan til sýslumannsfrúarinnar og sam-
kynnti þær, um leið og hann vísaði henni
til sætis. Valgerður var í ljósbláum kjól
með svarta perlufesti um hálsinn, stein-
hring á baugfingri vinstri handar og ekkert
skraut annað. Stakk það mjög í stúf við
margfalda gullfesti sýslumannsfrúarinnar,
brjóstnál, armband og marga gullhringi, er
hún bar.
Samræður hófust brátt á ný og snerust
nú um ýmsar nýjungar, innlendar sem er-
lendar. Ungu mennrinir lögðu fátt til
þeirra ntála, og sýslumannsfrúin gerði ým-
ist að anda að sér ilm rósanna, er stóðu í
blómkrukkum í glugganum við hlið lienn-
ar, eða þá að snúa hringunum á fingrum
sér. Lagði hún ekkert til mála karlmann-
anna.
Valgerður fylgdist vel með í samræðum
karlmannanna. Hún hafði nýskeð skýrt frá
einhverjum stjórnarathöfnum Breta á lát-
lausan hátt, en mjög skilmerkilega, er sýslu-
maður reis úr sæti og mælti brosandi:
„Þér hafið algerlega, fröken Valgerður,
breytt því áliti, sem ég hafði áður á hjúkr-
unarkonum yfirleitt. Ég hafði hugsað mér
þær allra beztu stúlkur, en samt fremur fá-
fróðar um allt það, sem ekki kemur starfi
þeirra við. Því að hamingjan veit, að það er
ekki fræðandi né menntandi að sitja við
sjúkrabeð dag eftir dag, telja dropa, hag-
ræða bökstrum og hlusta á umkvartanir
sjúklinganna." Sýslumaðurinn fór að ganga
um gólf, en Valgerður svaraði ekki strax.
Hún horfði út í bláinn, eins og sæi hún eitt-
hvað í fjarska, en síðan mælti hún:
„Ég hef ekki sótt neina skóla, nema þar
sem hjúkrun er kennd, en ég held, að eng-
inn skóli göfgi meira né styrki huga manns
betur, en að „sitja við sjúkrabeð“, eins og
þér orðið það. En hvað viðkemur þekkingu
á ýmsum öðrum vettvangi, þá hefur allt
hjúkrunarfólk sínar frístundir, sem það
getur notað eftir eigin vild og áhuga.“
Sýslumaður nam staðar og liorfði á Val-
gerði: „Þér hafið eflaust rétt að mæla, og
ég viðurkenni fáfræði mína. F.n viljið þér
nú gera þá bón mína að leika nokkur lög
á orgelið þarna.“
Valgerður roðnaði: „Ég er hrædd um, að
kunnátta mín í þeirri gi'ein sé heldur léleg;
en fáir neita fyrstu bón, þótt ég'viti, að eng-
inn muni hafa skemmtun af því.“ Hún reis
úr sæti, og sýslumaður færði stól liennar að
hljóðfærinu og staðnæmdist bak við hann.
Hinir karlmennirnir gengu einnig þangað.
12