Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 18
96
ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . .
N. Kv.
hafið það fallegasta hár, sem ég hef séð á
ævi minni. Litur þess er alveg einsdæmi.
— Já, það veit ég vel. Litur þess hefur
valdið mér leiðindum í mörg ár, sagði Gréta
lilæjandi. Ég var sem sé kölluð Rauðhetta
allan þann tíma, sem ég var í skóla, og það
kom fyrir margar nætur, að ég grét mig í
svefn vegna þess.
— En eftir því sjáið þér vissulega nú, eða
er það ekki?
— Já, en ég er alltaf kölluð Rauðhetta,
sagði Gréta og hló á ný, um leið og hún
pjakkaði skíðastöfunum fast í snjóinn til
þess að komast hjá augnatilliti hans, sem
gerði hana hvort tveggja í senn ringlaða og
feimna. Piltar voru ekki vanir að tala þann-
ig við hana. Þess konar fagurgala geymdu
þeir Mary og stúlkum af hennar gerð, en við
Iiana töluðu þeir einungis um skíði og allt
sem að skíðakunnáttu laut. Aldrei minntust
þeir á háralit hennar. En hvers vegna reidd-
ist hún þá ekki núna, varð einungis hálf-
ringluð? Fyrir hana, sem ævinlega var vön
að sýna drembilæti, var þetta ný og óþekkt
kennd, og hún var í vafa um, livort lienni
geðjaðist betur eða verr að þessari óvæntu
tilfinningu.
í úthverfi bæjarins, þar sem lystigarðarnir
tóku við, skildust að leiðir þeirra. Gréta fór
þá að hugsa um, hvað hann mundi segja að
skilnaði; hvort hann mundi mælast til þess,
að þau hittust aftur, og hverju liún skildi þá
svara. En liann þakkaði lienni þá einungis
fyrir samfylgdina, veifaði síðan til hennar
með öðrum skíðastafnum og hvarf að því
búnu eftir skíðaslóð, sem lá inn á milli
tveggja trjágarða. Grétu fannst hún hafa
orðið fyrir lítils háttar vonbrigðum, jafnvel
þótt hún Iiefði ekki ráðið það við sig að
svara því játandi, ef hann hefði spurt hana,
hvort hann mætti hitta hana aftur. Þau, sem
vissu ekki einu sinni hvors annars nafn. En
hann hafði látið þess getið við hana, að hann
færi venjulega þarna út í skíðabrekkuna.
Skeð gæti þá, að hún hitti hann þar aftur.
Og sú tilhugsun olli því, að hjarta hennar
fór að slá tíðara.
Gréta var í óvenjulega góðu skapi þennan
dag, svo að móðir hennar, sem átti ekki slíku
að venjast, leit oft undrandi til hennar. Og
þegar hún var að máta kjólinn, hjá ungfrú
Nyman, sýndi hún svo mikinn áhuga, að
saumakonan var alveg steinhissa á því,
hversu auðvelt var að gera henni til hæfis
þann dag. Eitthvert létt og lifandi efni í sæ-
grænum lit, hafði hann sagt, var alltaf í
huga Grétu á meðan hún skoðaði sig
l’rammi fyrir speglinum. Hvernig mundi
honum lítast á hana, ef hann sæi liana í þess-
um kjól? Nei, nú hagaði hún sér kjánalega;
alveg eins og þessar teprulegu stelpur, sem
hugsuðu eingöngu um kjóla, og senr hún
fyrirleit.
Morguninn eftir, þegar Gréta kom út á
skíðabrekkuna þar sem hún var vön að æfa
sig, taldi hún sjálfri sér trú um, að hún
byggist ekki við að sjá unga manninn, en
hún varð samt sem áður mjög vonsvikin,
þegar hún komst að raun um, að hann var
þar heldur ekki. Hann hafði þó sagt, að
hann væri vanur að dvelja þarna úti við
skíðabrekkuna, enda hafði hann hitt hana
þar. Þennan dag var Gréta í svo leiðu skapi,
að foreldrar hennar veittu því sérstaka at-
hygli.
— Ég hef margsinnis sagt henni, að hún
mætti ekki blístra; það væri svo ókvenlegt,
sagði frú Bergmann mæðulega. — Það fer
svo í taugarnar á mér. I gærdag lá svo vel á
henni sem framast gat verið, en í dag liggur
svo illa á henni, að ég á engin orð yfir það.
Og ef það hefði verið einhser önnur en
Gréta mín, hefði ég álitið karhnann vera
með í spilinu.
Daginn eftir, þegar Gréta kom út að
skíðabrekkunni, tók hjarta hennar til að slá
örara, þegar hún kom auga á háan mann
liæst uppi, þar sem skíðabrekkan byrjaði.
Það gat ekki verið annar en hann. Um leið