Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 19
N. Kv.
ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . .
97
og hann sneri sér við, sá hann hana og gekk
til hennar brosandi.
— Ég voiia að þér haí'ið ekkert á móti því,
þótt ég fylgist iriéð yður á heimleiðinni. Og
ég lofa að fella yður ekki í þetta sinn. í gær-
dag varð ég að vinna franr yfir á skrifstof-
unni, og í dag var ég orðinn hræddur um að
þér ætluðuð ekki að koma. Ég var einmitt í
þann veginn að halda heim á leið.
— Ef ég hefði vitað, að yður stóð ekki á
sama, hvort ég kom eða kom ekki, hefði ég
ef til vill reynt að hraða mér ofurlítið meira,
sagði Gréta hlæjandi.
Augabragði síðar roðnaði hún ákaflega
r ið umhugsunina um, að hann mundi ef til
vill halda, að Iriin héfði sérstakar mætur á
félagsskap hans. Og til þess að dylja vand-
ræði sín, pjakkaði hún skíðastöfunum fast
niður og tók síðan á rás yfir til skógarins
með þeim flýti, að ungi maðurinn átti fullt
í fangi með að fylgja henni eftir.
— Eruð þér alltaf að þjálfa yður? spurði
hann brosandi, þegar hann komst á hlið við
hana. — F.ða viljið þér forðast mig?
— Hvers vegna ætti ég að forðast yður?
spurði Gréta kímin.
— O, yður gæti til dæmis virzt ég vera
helzt til kunnuglegur við yður. Því að ef
satt skal segja, hef ég ávallt verið smeykur
við kvenfólk. En um yður er öðru máli að
gegna.
— En hvers vegna ekki mig þá? sagði
Gréta og hleypti brúnum.
— Það, sem ég á við er það, að mér virð-
ast flestar stúlkur svo viðkvarmar fyrir. Karl-
maður, sem er lítillega stimamjúkur við
kvenfólk, getur ávallt átt það á hættu, að
það gangi á það lagið, að honum veitist örð-
ugt að losna við það. En þér eruð, til allrar
hamingju, svo félagslegar, að ástæðulaust er
að óttast slíkt.
Gréta fann, að þessi orð hans voru sögð
sem hrósyrði, því að einmitt þannig vildi
hún vera, glaðleg og félagslynd.
Samt sem áður varð luin fyrir einhvers
konar vonbrigðum við orð hans. í þeim var
fólgið, að hann áleit hana á engan hátt
hættulega tilfinningalífi hans. Og í fyrsta
skipti á ævinni óskaði Gréta þess, að hún
væri ekki jafn drengjaleg eins og hún var,
heldur dálítið kvenlegri. En svo hugsaði
hún með sér, að þetta væri eintóm heimska.
Það var í sjálfu sér gott að vera skoðaður
sem góður félagi, en samt sem áður duldist
henni ekki að örlítill snefill af beiskju gerði
vart við sig hjá henni. Menn verða ekki ást-
fangnir í þeim stúlkum, sem þeir eingöngu
líta á sem góða félaga.
Áður en þau skildu þenna dag, hafði ungi
maðurinn, sem leit út fyrir að vera um þrí-
tugt, sagt henni nafn sitt, og auk þess sagðist
hann vona, að þau gætu hitzt á hverjum
morgni.
Þessu svaraði Gréta aðeins með því að
brosa, því að hún áleit ekki nauðsynlegt að
skýra honum frá því, að óskir hennar beind-
ust einnig í þessa átt.
Laugardagsmorguninn, þegar þau voru á
heimleið eftir skíðaæfingarnar, sagði Gréta
og gretti sig:
— Æi, á morgun verður engin æfing hjá
mér. Mér er sem sé boðið á dansleik í kvöld,
svo framarlega að ég finni ekki upp á ein-
hverju, sem leysir mig frá að fara þangað.
Mér er ekki unnt að bera við veikindum, ef
ég svo fer á fætur í fyrramálið til að æfa mig.
—- Ég á líka heimboð í kvöld, og ég hef
álíka löngun og þér til að fara þangað. En
þetta kom mér svo óvænt, og þar sem ég varð
að svara því samstundis, gat ég ekki þá í
svipinn fundið neitt til að afsaka mig með.
Hugsið þér yður, ef við hefðum getað kom-
ist burtu í kvöld og verið á skíðum í tungls-
Ijósinu.
— Freistið mín ekki. Ég þyrði það ekki,
hversu fegin sem ég vildi. Það mun allt af
göflunum ganga þar í lnisinu, ef húsmóðirin
kæmist á snoðir um hið sanna, og mamma
mundi aldrei fyrirgefa mér slíkt háttalag.
— Jæja, það er þá líklega ekkert við þessu