Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 21
N. Kv. ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . . 99 ingurinn sessunautur Maryar, og þegar dansinn hófst, dönsuðu þau saman fyrsta dansinn. Þegar honum var lokið, bjóst Gréta við, að hann mundi koina til hennar, og bjóða henni í næsta dans, en hann dans- aði þá hér um bil hvem einasta dans við Mary. Þegar Einar Lind hóf fimmta dans- inn við Mary, dró Gréta sig í hlé úti í eitt hornið, til þess að komast hjá, að henni yrði boðið upp. Hún fylgdi þeim, Einari Lind og Mary eftir með augunum, en allt i einu fann hún til megns leiða á þessu öllu saman. Hvers vegna ætti hún að vera þarna kyrr, þegar hana langaði ekkert til þess, hugsaði hún fidl þvermóðsku, því að hún vildi ekki viðurkenna með sjálfri sér, að þessi skap- breyting hennar stafaði á nokkurn hátt frá Einari Lind. Hún fullvissaði sig um, að henni stæði algerlega á sama, þótt Einar Lind dansaði alltaf við Mary. Hún hafði þó álitið, að hann gæti auðveldlega séð, hvernig Mary var. En færi nú svo, að hann sæi það ekki, kom honum það einum við. Hún mundi þó hafa haft gaman af að sjá framan í hann, þegar liann færi að fara með Mary í skíðaferðir. Hún, sem var hrædd við hverja smábrekku, og þá sjaldan sem það kom fyr- m, að hún færi á skíði, var það einungis til að sýna nýja skíðabúninginn sinn. Þegar Gréta var að leita að yfirhöfn sinni frammi í anddyrinu, kom Einar Lind til henriar. — Hvað er nú á seyði? sagði hann ærið þurigur á brúnina. — Eruð þér að hugsa um að fara? — Já, sagði Gréta stuttaralega. •— En við höfum þó ekki ann dansað einn einasta dans saman. — Það virðist nú líka vera alveg vonlaust, þar sem þér hafið öðru að sinna, sagði Gréta háðslega. — Mér virðist, að þér kærið yður ekkert um að missa af félagsskajt Maryar. — En kæra ungfrú Bergmann, þér álítið þó vissulega ekki.... — Hvað var það, sem ég áleit vissulega ekki? sagði Gréta, þar sem hann hafði hætt í miðri setningu. — Nei, þetta verð ég að skýra nánara fyr- ir ýður, sagði Einar Lind ákveðið í því hann tók undir handlegginn á Grétu og leiddi hana inn í autt herbergi, sem var til hliðar við anddyrið. Þegar hann hafði látið hurð- ina aftur á eftir sér, lagði hann handlegg- inn yfir herðarnar á Grétu og sagði lítið eitt móðgaður: — Já, svo að þér haldið, að ég hafi dansað alla þessa dansa við Mary, vegna þess að mig hafi langað til þess? Já, auðvitað. Hvað ætlist þér til, að ég haldi annað um það? — Fyrsta dansinn bar mér að dansa við Mary. Eftir það ætlaði ég mér alltaf að kom- ast til yðar og dansa við yður, en í hvert skipti tók Mary föstu taki um handlegginn á mér, svo að ég neyddist til að vera kyrr, og svo þegar danslagið hljómaði á ný, komst ég ekki hjá því að dansa við hana aftur og aft- ur. En þegar ég sá yður fara, lét ég ekkert aftra mér, en hraðaði mér á eftir yður. — Eg hélt að þér væruð ástfanginn af Mary, sagði Gréta ofurlítið vandræðaleg. — Mary er þó svo inndæl. Flestallir ungir menn verða hrifnir af henni. — I kvöld, þegar ónefnd, ung stúlka, kom inn í danssalinn, var ég ekki í vafa um, hvernig tilfinninguiri mínum var farið. Ég furðaði mig einungis á, að mér skyldi ekki hafa orðið það ljóst fyrr. Hvers vegna ekki fyrr en í kvöld, Gréta, þú ert svo yndisleg í þessum kjól. Að vísu hefur það ekkert acl segja, livers konar kjólum þú klæðist. Það er einungis þú sjáli’, sem máli skiptir. Skilur þú ekki, að ég er að biðja þín? — Biðja mín? Stundarkorn liorfði Gréta á hann alveg ringluð, en skyndilega flaug henni Maiy í hug og það broslega við þetta allt saman. Mary, sem með allri sinni fyrirhöfn, þetta kvöld, liafði ætlað sér að ná tökum á Einari I.ind, skyldi bera það úr býtum, að hann 13*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.