Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 24
N. Kv. Bækur. Jobsbók. Ásgeir Magnusson frá Ægissíðu samdi huganir og sneri bókinni í ljóð. Reykjavík 1951. ísafoldarprentsmiðja. Haraldur Nielsson: Lífið og ódauðleikinn. Gefið út að til- hlutun Sálarrannsóknarfélags ís- lands. Reykjavík 1951. Þetta var áreiðanlega nýstárlegasta og um marga hluti merkilegasta bókin, sem út kom á s. 1. ári. Jobsbók biblíunnar er löngu viðurkennd sem eitt liið ágætasta rit heims- bókmenntanna, þrungið speki og háleitum skáldskap. Á frummálinu er Jobsbók í ljóð- um, en hefur vitanlega verið þýdd í óbundið mál í íslenzkum biblíuútgáfum. Nú hefur Ásgeir Magnússon ráðizt í það stórvirki, að þýða þetta forna meistaraverk í ljóð. Færa það í íslenzkan ljóðabúnað, með stuðlum og höfuðstöfum og víða undir dýrum háttum. Við lauslegan smanburð á hinni eldri þýð- ingu er auðsætt, að efnið er nákvæmlega rakið, en sums staðar þýðir höf. eftir öðrum lesháttum en biblíuþýðingin íslenzka notar. Virðist fyrir leikmannsaugum, sem verkið sé unnið af vísindalegri nákvæmni. En ekki er nóg, að þýðingin sé nákvæm. Jafnstór- brotnu skáldverki og Jobsbók hæfir ekki lágkúrulegt ljóðaform í orðavali eða kveð- andi. Þar virðist þýðandanum liafa tekizt svo vel, að furðu sætir. Hættir eru allmarg- brotnir og víða rismiklir og falla að hinu stórbrotna efni bókarinnar, og vald þýðand- ans á íslenzkri tungu er mikið. Auk þýðingarinnar eru allmiklar skýring- ar, sem létta lesandanum lestur bókarinnar og eru til skilningsauka á lienni. Ég er ekki viss um, hversu margir lesa þessa þýðingu Jobsbókar, en engan mun iðra þess að sökkva sér niður í lestur lienn- ar. Og þýðandinn hefur unnið merkilegt bókmenntaafrek, sem lengi verður minnzt í sögu íslenzkra bókmennta. Engum, sem minnist Haralds Níelssonar prófessors, dylst, að hann er einn hinn mesti kennimaður, sem þetta land hefur alið. í ræðum hans og fyrirlestrum fór saman óbif- anleg trúarsannfæring, spámannlegur eld- móður og glæsileg framsetning í máli og meðferð. í riti því, sem hér birtist, eru prentaðir 6 fyrirlestrar sr. Haralds um sálarrannsóknir. Enda þótt miklu muni að lesa þá og heyra þá flutta af ræðumanninum sjálfum, hlýtur lesandinn þó að hrífast af efninu, og er það sama, hvort hann er því meðmæltur eða andvígur. Á orð sr. Haralds hlýtur hann að hlusta og hugsa um þau, svo framarlega sem hann er ekki andlegur steingervingur. Enda þótt hinn rauði þráður þessara fyrir- lestra sé kenningin um ódauðleika sálarinn- ar og framhaldslíf, er komið víða við og lýst fjölmörgum öðrum dulskynjunum og sál- rænum fyrirbrigðum, og þar sem í öðrum ritum sr. Haralds, er einungis skýrt frá þeim hlutum, sem kannaðir höfðu verið með vís- indalegri nákvæmni. Fyrirlestrar þessir verða mörgum kær- komin bók, og jafnvel þótt efnishyggju- menn kunni að taka henni kuldalega og láta / sér fátt finnast um kenningar hennar, rýrir það ekki gildi bókarinnar. Því að eins og fyrr getur, hún vekur til umhugsunar, hún knýr lesandann til þess að hugleiða hin dýpstu rök mannlífsins, og slíkar bækur eru góður fengur og förunautar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.