Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 33
N. Kv. SVEINN SKYTTA 111 ætt þinni á einhvern háfct. máttu vera viss um það, að ég mun ætíð telja mig standa í þakkarskuld við þig. — Þér sögðuð, þér eða ætt þinni. Og nú er tíminn kominn að halda þetta heit yðar, ekki fyrir Önnu sjálfa, held- ur fyrir mann hennar, fyrir Svein Gjönge. Það er um hann, sem ég vil tala við yður.“ Júlía spratt upp úr stólnum. „Hvað ertu að segja?“ hrópaði hún upp. „Það er þá hann, sem sendir þig hingað?“ „O nei,“ svaraði Ib og brosti raunalega og hristi höfuðið. „Sveinn myndi nú fyrr biðja Himnaföðurinn að svipta sig málinu en að senda mig hingað með boð til yðar. Þér þekkið hann ekki eins vel, og þér ættuð að gera, þykist ég heyra,.ekki eins og við vin- ir hans þekkjum hann og köllum hann rnann, eða óvinir hans, sem kalla hann hetju, eða þá konungurinn, sem kallar liann kærasta son sinn. Verðið nú ekki reiðar, en Sveinn hefur einnig gert yður góðan greiða, og á sama hátt sem þér eigið gagnvart vesl- ingu systur minni, eigið þér einnig gagnvart Sveini — ég ávið,“ stamaði hann af feimni og þorði ekki að horfast í augu við ung- frúna, sem stöðugt leit á hann rannsóknar- augum, — „ég á við, að þér eigið einnig óbætta sök gagnvart lionum — ofurlitla sök,“ bætti hann við óðamáJa, eins og til að mýkja orð sín. „Minn góði varðstjóri!" sagði Júlía, „ef þér ætlist til, að ég skilji yður, verðið þér að tala skýrara og vera stuttorður." „Eg ætla að leggja Sveini liðsyrði. Hann situr lieima og er sorgbitinn.“ „Hvað kemur mér það við?“ „Ef þér vilduð aðeins gera liann glaðan aftur.“ Þótt orð þessi væru sögð í mestu auðmýkt, tók Júlía þau upp sem móðgun: „Eg á ekk- ert saman við Svein Pálsson að sælda,“ svar- aði hún önug og stórlátlega. Ilt virti hana alvarlega fyrir sér og mælti svo: „En hefði nú Sveinn svarað þessum sömu o«ðum kvöldið góða, þegar hann gekk að því að kvænast Önnu Maríu til að bjarga heiðri yðar og frændmenna yðar?“ „Hvers krefjist þér af mér, varðstjóri? F.g er ekki enn farinn að skilja yður.“ „Ég hélt, að það gæti orðið gott á milli ykkar Sveins, eins og áður. Ef þér aðeins segðuð eitt gott orð og vingjarnlegt við hann, mundu allir fuglar syngja fyrir liann, og sól skína í hjarta hans í stað þess, að nú situr liann heima, sjúkur og rnæddur og sinnir engu.“ „Jæja! Nú loksins fer ég að skilja yður,“ sagði Júlía og brosti með greinilegum kald- hæðnissvip, sem Ib áttaði sig þó ekki á. „Þér eigið við, að ég ætti að fara til Sveins Gjönge?“ „Já, æjá, einmitt það!“ svaraði Ib með ákafa, „hann mundi verða himinglaður við það.“ „Svo ætti ég að blíðmælast við hann, biðja hann fyrirgefningar, ef ég hefði verið svo óheppin að vanþóknast honum. Er það ekki þetta, sem þér eigið við?“ Ib fipaðist í svarinu, hann starði aðeins ;i hana steinhissa. Honum skildist enn ekki fyllilega, að þessi blíði og töfrandi svipur l)jó yfir hjartalausri hæðni. „Þetta vilduð þér, að ég ætti að gera,“ sagði Júlía nú, eldheit í kinnum og með leiftrandi augu. — Ég! — Góði varðstjóri! Virðist yður ekki, að þetta sé helzt til of jnikils ætlast?“ „Sé svo,“ svaraði hann hryggur, „stafar það af því, að ég vissi ekki betur. Mér þykir svo vænt um Svein og talaði því aðeins af einfeldni hjarta míns.“ „Ég ásaka yður heldur ekki fyrir það,“ svaraði Júlía hlæjandi, „en það sem þér far- ið fram á er blátt áfram fjarstæða og ómögu- legt.“ „Æjá, það verður þá svo að vera. Ég hélt, að þér munduð komast við af bænum mín- um, og að Sveinn hefði ekki glatað allri ást

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.