Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 35
N. Kv. SVEINN SKYTTA 113 vegis. Það var ekki á þann hátt, sem ég liafði hugsað mér að telja um fyrir yður.“ „Hvað hefirðu þá Itugsað þér að gera við þessi bréf?“ „Eg ætla að geynra þau vandlega,“ svaraði hann, „og í hvert sinn sem mér verður litið á þau, mun ég minnast þess, að bilið okkar á milli er enn styttra, lieldur en þér hyggið.“ „Gott og vel,“ mælti Júlía, og var nú ró- legri, „þessum sigri máttu gjarnan hrósa, en gleymdu þá ekki heiti þínu. Kænn ertu og sniðugur, það hef ég tengið að reyna í dag. Þú munt því sjálffær um að komast að þeirri niðurstöðu, hvort sé meira r irði, líf þitt eða þögnin, því að þetta er hvort öðru háð.“ „Þér getið verið alveg rólegar,“ sagði Ib. „Tunga mín hefur aldrei ratað leiðina til hjarta míns. — Á ég þá alls enga kveðju að bera Sveini frá yður, ekki eitt einasta vin- gjarnlegt orð?“ „Jú! Biddu hann að bera konu sinni kveðju mína.“ Er Ib gekk út, rakst liann á Körbitz, sitj- andi á stól rétt fyrir framan í forsalnum, og lézt hann vera niðursokkinn í að lesa í Arild Hvitfeldts Krönikubók; en auðvitað hafði það ekki girt fyrir, að hann hafði heyrt hvert orð, sem talað var í næsta herbergi. Þegar riddarinn fylgdi Ib inn til Júlíu, hafði hann gætt Jress vel að skilja hurðina eftir í hálfa gátt og þannig gat hann hlerað samtalþeirra og njósnað frekar um leyndarmál það, er hann hafði þótzt grilla í af bréfi Kai Lykkes. Og hér hugðist hann fá tækifæri til að ná sér niðri á keppinaut sínum og auðmýkja hann, án þess þó að gruna, hve mikilvægt leyndar- mál þetta kynni að reynast. „Jæja, varðstjóri!" sagði hann, er j>eir voru komnir fram í forsalinn, „fenguð þér nú lokið erindi yðar? Þér eruð sannarlega vel mælskur og töluðuð vel máli yðar.“ „Þér hafið þá heyrt allt, sem sagt var?“ „Það varð ekki hjá Jdví konrist. Ég gat varla lesið eitt orð í hinni fróðlegu Kröniku- bcík sökum Jress, hve ])ið voruð hávær." Ib leit riddarann tortryggnisaugunr. „Ég heyrði Jrví, að varðstjórinn hefur í fórum sínum nokkur bréf frá kærum vini mínum, Lykke höfuðsmanni. Oghans vegna Jrætti mér miður, að J)au lentu á glámbekk." „Ég býst heldur ekki við, að það væri heppilegt fyrir hann,“ svaraði Ib. „Eigum við ekki að gera dálítil kaup, varðstjóri góður, eins og tveir gamlir og góðir félagar gera sín á milli?“ „Hvers konar kaup óskar hinn náðugi herra, að við ættum að gera?“ „Um bréf vinar míns. Þér látið mig fá ])au öll saman, og ég greiði einn gullpening fyrir hvert þeirra.“ „Náðugi herra. Þér eruð alltof göfuglynd- ur og mynduð tapa miklu á Jreim kaupum, og annars hef ég ákveðið að láta bréf Jresst aldrei frá mér.“ „Hvers vegna?“ „Og hvers vegna viljið þér kaupa þau?“ „Til þess að girða fyrir þá óhamingju, er J)að myndi valda höfuðsmanninum, að þau lentu í annarra manna höndum.“ „Nei, þá-lízt mér betur á að varðveita þau sjálfur." „En hvers vegna, varðstjóri góður og gamli félagi?“ „Til þess að girða fyrir þá óhamingju, er það mundi valda höfuðsmanninum, ef Jtau lentu í yðar höndum." Að svo mæltu kvaddi Ib riddarann virðulega og gekk ofan hallar- þrepin. XX VIII. Strid og friður. Varðstjórnn var ekki eins hnakkakerrtur, er hann hélt burt aftur frá höllinni, og hann liafði verið er ltann kom þangað, og von- brigðin í svip hans sögðu sína sögu. Hann stefndi nú ofan að Gjerderöd til að hitta þann, sem átti að færa Inger bréfið. Hann hrökk upp úr hugleiðingum sínum við hófatak inni í skóginum. Að vörmu spori komu þar í ljós tvær hefðarkonur með þjóni sínum til fylgdar, og reið hann spöl- 15

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.