Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Síða 36
114
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
korn á eftir þeim. Yngri konan var komin
dálítið á undan, og er hún sá varðstjórann,
lierti hún á hesti sínum og reið til hans.
hetta var kornung stúlka, bjartleit og
barnsleg, en háfði fertgið léttan roða í kinn-
ar af hraðri reið gegnurn skóginn. Hún lit-
aðist um dökkbláum augum, og bar svipur
hennar frekar vott um blíðlyndi en sérstak-
ar gáfur. Bar búningur hennar og reiðlag
allt, ásamt því hve þjónninn reið langt á eft-
ir, þess glöggvan vott, áð hér voru aðalskon-
ur á ferð.
Þetta voru þær frú Elsebeth Bucwald á
Höfdingsgaard og dóttir hennar Karen. Var
frúin ekkja hins fyrra lénsmanns á Jungs-
lioved, Jörgen Kaas á Gudumlund. Það birti
yfir andliti Karenar, því meir sem hún nálg-
aðist varðstjórann, og að lokum stöðvaði
hún hest sinn og hrópaði glöð:
„Ib Abelsson! Nei, eruð það virkilega
þér?“
„Náðuga ungfrú Karen! Guð blessi fall-
egu augun yðar, fyrst þér þekkið mig aftur.“
,,En hvernig stendur á þessum fallega
búningi, sem þér eruð í, herra varðstjóri?“
sagði Karen lilæjandi.
,,Æ já, finnst yður það ekki! Mér hefur
farnast vel, síðan fyrsta veturinn sem ég kom
til yðar, og við áttum kaup sarnan um
nokkra skógarfugla. — Yðar náð ætlar senni-
lega í heimsókn til Jungshoved í dag?“
sagði Ib og sneri máli sínu til frú Elsebet.
„Guð sé oss næstur, livað lreimsókn við-
víkur,“ svaraði frúin. „Við erum á flótta að
heiman frá okkar eigin herrasetri, sem Svíar
liafa nú sezt að og ráða öllu.“
„Svíar!“ enclurtók Ib forviða. „En nú er
kominn friður hérlendis, og svo er líka sagt,
að þeir séu þegar farnir yfir á Fjón og Hol-
sfein.
„Sumir þeirra, en í Vordingborg eru þó
tvær herdeildir ennþá, og á því fáum við
sannarlega að kenna, því að á hverjum degi
eru menn þeirra sendir út um sveitir til að
sækja matvæli og fóður. Þeir reka nú styrj-
öld upp á eigin spýtur og féfletta og ræna á
öllum bæjum og herrasetrum. Og er þeir
fréttu, að ég væri ekkja á Höfdingsgaard, al-
ein mc-ð dóttur mína og þjóna okkar, komu
þeir óðar þangað, höfuðsmaður einn með
sjö hermenn, og þeir hótuðu þegar að
kveikja í bænum á alla fjóra vegu, segðum
við þeim ekki tafarlaust, hvar við geymdum
silfurmuni okkar, og svo gæddu þeir sér á
bezta víninu okkar. Hverju áttum við að
svara? Ég lét þá fá lykilinn að vínkjallaran-
nm, og meðan þeir sátu að drykkju, lét ég
leggja á hesta vora, og svo flvðum við á brott
hið skjótasta.“
„zE, náðuga frú!“ mælti Ib. „Þér standið
þó allra bezt að vígi, sem hafið þennan bless-
aðan Guðs engil hjá yður.“ Hann blóðroðn-
aði yfir dirfsku sinni og ái'æddi ekki að líta
upp á Karenu.
Unga strilkan brosti. Frú Elsebeth hélt
áfram máli sínu:
„Svíar urðu þess varir, að við héldum á
burt, og lögðu þegar af stað á eftir okkur, al-
veg þangað til við komum upp í skóginn
hérna mtgin við Taageby.“
„Og hvert heftir nú náðug frúin lnigsað
sér að lialda?'1
„Til herra Jörgens á Jungshoved, fyrst
honum ber að vernda rétt okkar og halda
nppi friði í léni sínu.“
„Guð sé oss’næstur með þann lrið, sem
hann getur veitt yður,“ sagði Ib og yþpti
öxlum. „Nú fyrir skömrnu varð hann ein-
mitt sjálfur að verja sig gegn árás og inn-
broti illvirkja og leigusveina, senr fylgdu
sænska hernnm til lraka. Þeir rupluðu og
rændu efra hjá okkur, hvar sem þeir komu,
þeir brutust inn í húsin og ráku fólkið út,
meðan þeir voru að tæma allar hirzlur, kist-
ur og handraða. Hér fyrir austan er fólkið
flúið frá þremur bæjum, og fyrir norðan á
sex bæjum, og á sjö þar nærri, og í Ambæk
brenndu þeir allt þorpið. Þannig er nú um-
horfs í Jungshoved-léni.“