Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Page 38
116 SVEINN SKYTTA N. Kv. undir bagga með þeim, svo að erindinu varð vel lokið.“ „Æ, móðir mín góð!“ sagði Karen í blíð- um bænarróm, „við skulum fara með Ib Abelssyni ofan til Sveins. Og við skulum fara vel að honum og ávarpa hann blíðlega," mælti hún og leit á Ib og kinkaði kolli, „og \ ið skulum muna, að það eru ekki yfirboð- arar hans heldur tvær nauðstaddar konur, sem leita á náðir hans um hjálp.“ Frú Elsebeth þagði og var jafn hissa á um- mælum hinna beggja. „Mér virtist yðar náð vera eitthvað að segja,“ sagði Ib íbygginn. „Hvar á hann heima, þessi skytta, sem svo mjög þarf að dekra við?“ „Já, við skulum þá halda áfram,“ svaraði Ib og kinkaði kolli ánægjulega. „Nú skil ég, hvað náðug-frúin á við.“ Rétt á eftir beygðu þau út af skógarstígn- um og stefndu upp að Roneklint-þorpi. „Nú er ég búinn að ná tökum á þeim,“ lnigsaði Ib hreykinn, er hann skálmaði á undan þeim og var drjúgur í spori. „Og ég hef þá afrekað eitthvað til góðs í dag, þótt dagurinn byrjaði illa. Eg er viss um, að hann segir þegar já, er litla ungfrú Karen kemur og biður hann hjálpar með blíðu röddinni sinni, og á þann hátt fáum við hann meðókkúr til nýrra dáða,.og þá gleym- ir hann um hríð sorg þeirri, sem liann býr yfir og kvelur sjálfan sig á heima.“ Síðdegis sama dag sáúst nokkrir menn í smáhópum koma frá Gjerderöd og Rekinde, en í þessum tveimur þorpum höfðu Gjönge- menn sérstaklega liaft aðsetur, meðan stríð- ið stóð yfir. Nú stefndu þeir í áttina til Höfdingsgaard. Þeir voru allir vopnaðir hermannabyssum og breiðum stuttsverðiun. Daainn áður Iiafði Sveinn stefnt saman o mönnum sínum og skipt peningum á milli þein'a. Þetta hafði orðið körlunum mikils- verður atburður og minnisstæður og Sveini mikill virðingarauki í þeirra augum. Þeir töldu sig heiðraða með þessu, þótt þetta annars væri fyllsti réttur þeirra. En svo var þetta líka í fyrsta sinn, sem þeir höfðu þegið laun fyrir þjónustu sína. Er þeir voru komnir að skógarsvæðinu mikla, sem um þær mundir náði frá Neble í sveig utan um Höfdingsgaard og síðan beint ofan að Úlfssundi, klifu þeir þar yfir girðinguna og hurfu í skóginn. Rétt á eftir komu þar ríðandi sömu leið tveir menn og tvær konur. Það voru þær mæðgurnar frú Elsebeth og Karen dóttir hennar, og í fylgd með þeim Sveinn Gjönge og Ib. Sveinn reið við hlið Karenar. Öðru hvoru brá vingjarnlegu brosi á fölt andlit hans með angurværan svip, er unga stúlkan ávarpaði hann, og það gerði hún í sífellu. Frúin sat aftur á móti borginmannlega og hnakkakerrt í söðli og fáorð mjög: Hún starði framundan sér og lét sem veslings varðstjórinn, er reið við hlið hennar, væri alls ekki til. Sveini hafði farið, eins og Ib hafði búizt við. Það glaðnaði yfir honum, og fjör og áhugi færðist yfir hann á ný að vanda. Hann rétti úr sér og lyfti höfði og tók að velta fyr- ir sér viðfansfsefninu, hver hættan væri, oí>' hvernig bezt væri að afstýra henni. Um lníð féll þögn á þennan litla hóp, og notaði þá Karen tækifærið til að svala for- vitni sinni og athuga Svein í laumi, hálf- smeyk og hikandi, og bera saman raunveru- leikann við mynd þá af Gjöngeforingjanum, er hún hafði fyrir löngu skapað í huga sér, er oft og rnikið hafði verið rætt um hann og alrek hans á heimili hennar. „En viljið þér nú ekki trúa mér fyrir áætl- un þeirri, sem þér hafið nú svo lengi velt fyrir yður,“ sagði Karen, er þau komu inn í skóginn, þangað sem Svíarnir höfðu elt þær mæðgur um morguninn. „Þér hétuð okkur því að fylgja okkur frjálsum og lieil- tun á húfi heim aftur til Höfdingsgaard, og það er sagt um yður, Gjöngeforingi, að þér séuð sá maður, er ætíð efnir heit sín. Ég skil

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.