Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Qupperneq 42
120 SVEINN SKYTTA N. Kv. Riddarinn sneri sér forviða að frúnni. ,,Æ já!“ svaraði hún, „því er þannig varið.“ ,,Og litla stúlkan?" „Hún er elsku dóttir okkar,“ svaraði Ib, „og það get ég sagt yður, að sérhver faðir gæti þakkað Guði fyrir að eiga annað eins barn. Við giftunr okkur af hreinni ást, sök- um þess að frúin góð hafði aldrei fyrirhitt mann, sem væri henni betur að skapi, og bæri jafn fallegan kufl og ég. Er þetta ekki allt satt, sem ég segi, náðuga frú?“ Frúin kinkaði kolli. Hún leið svo miklar kvalir, að röddin brást henni, og varir lrenn- ar skulfu, er lrún barðist við grátinn. Karen sneri sér við og leit ásökunaraugum á Svein. „Æ, Gjöngeforingi!" sagði hún sorgbitin, „lialdið þér þannig heit yðar? Ég bjóst við meiru og betra af yður.“ „Þér skuluð heldur ekki verða fyrir nein- um vonbrigðum,“ svaraði Sveinn. „Enn er engin hætta á ferðum.“ XIXX. Guðjrœðingurinn kemur til sögunnar. í sömu svifum og riddarinn ætlaði að teyma hest frú Elsebetar með sér, hvað sem tautaði, bar félaga hans þar að, og kölluðu Jteir til lians á stuttu færi, og sleppti hann þá taumunum. Þessir þrír, senr nú komu til sögunnar, höfðu sams konar farangur og félagi þeiira, fataböggla, tinföt og diska, dauðar gæsir og hænsni. Og einn þeirra hafði fyrir framan sig stóran koparketil, er hann notaði sem bumbu. Auðséð var, að þeir höfðu ekki slegið hendi við neinum Jreim hlut, sem Ivugsanlegt var að selja mætti í Vording- borg. Allt útlit riddara þessara bar Jress glöggan vott, að Jreim hefði bragðast vel á miði og brennivíni bændanna í þessum leiðangri sínum. Og héðan af liafði Ib nánar gæt-ur á hverri hreyfingu Sveins. Var sem Iiann grunaði, að nú stæðu mikilvægir atburðir fyrir dyrum; hann rétti úr sér í söðli og lét heyrast í sverði sínu. „Hvaða fjandans selskapur er það, sem Jrú hefur nú lent í, Wentzel?" kallaði einn hinna þriggja. „Það eru ágætis náungar," svaraði Wentzel. „Litla ungfrúin þarna á að verða konan mín, og sú gamla er móðir hennar, og hana hef ég með heiðri og sóma tekið að lrerfangi, áður en þið komuð, eins og þessir góðu samfylgdarmenn vorir geta vottað.“ „Skárri eru það nú skrautklæðin, senr kerlingin er í,“ sagði einn þeirra. ,,Já, og langa silfurfesti um hálsinn með nisti í,“ sagði Wentzel. „Hvers virði held- urðu að hún sé?“ „Kápuna skal ég kaupa af Jrér Itanda kær- ustunni minni niðri í borginxri." „Eir hvaða náungar eru Jretta, sem eru ykkur samferða? Annar þein'a virðist geta verið varðstjóri úr lrernum.“ (Framhald). Til kaupenda og útsölumanna. Einlægt hækkar preirtuir og ainrað, er við kemur útgáfu bóka. Þrátt fyrir það er verð Jressa árgangs N. Kv. sama og síðastliðið ár; en jress er engiir von, að útgáfa Jreirra beri sig fjárhagslega, írema að allir stairdi í skil- unr. Verð ég Jrví að biðja kaupendur og út- sölumenn að seirda giæiðslu fyrir ritið við allra fyrsta tækifæri; og sérstaklega skora ég Jró á Jrá kaupexrdur óg útsölumenn, er skulda frá fyrra ári eða fyrri árum, að draga ekki lengur að senda greiðslu. Þá bið ég og kaupexrdur að láta mig jafirair vita, er þeir skipta um heimilisfang. Ú tgefancli.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.