Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Qupperneq 8
INGIMAR JÓHANNESSON: Síra Sigtryggrtr Guðlaugsson Inngangsorð. Þegar ég var beðinn að skrifa grein fyrir Nýjar kvöldvökur um síra Sigtrygg Guð- laugsson á Núpi, gat ég ekki annað en játað þeim beiðni, þó að ég þykist tæplega fær um það verk. Það er erfitt að skrifa sögu þess manns í stuttu máli, sem vann í raun og veru þrefalt ævistarf, eða réttara sagt störf þriggja manna samtímis, og liefði hvert þeirra enzt honum til frægðar. Hann var allt í senn: prestur, kennari og jarðræktar- maður. Mætti skrifa langt mál um livert starfið. En tilraun skal nú gerð í þessu efni. Vænti ég þess, að frásaga mín megi verða til þess að styðja hugmynd þá, sem fram hefur komið, að skrifuð verði bók um ævistarf þeirra bræðra, síra Sigtryggs og Kristins á Núpi, er komi út á 100 ára afmæli þeirra, sem ekki er langt undan. Ætt og nppruni. Síra Sigtryggur Guðlaugsson var fæddur 27. september 1862 að Þremi í Garðsárdal í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Guðlaugur (f. 29/3 1837, d. 7/11 1886), bóndi þar, Jó- hannesson bónda sama staðar, Bjarnasonar, og kona hans Guðný (f. 3/5 1837, d. 22/11 1883) Jónasdóttir bónda á Veturliðastöðum í Fnjóskadal Bjarnasonar. Voru þau hjónin bræðrabörn. Móðir Guðnýjar var Sigríður Jónsdóttir, ættuð frá Nesi í Fnjóskadal, en maður hennar frá Reykjum í sömu sveit. Systkini síra Sigtryggs voru: 1. Kristinn (f. 13/11 1868, d. 4/9 1950), bóndi að Núpi í Dýrafirði. 2. Friðdóra (f. 30/8 1864, d. 3/8 1928), húsfreyja að Ytra-Hóli í Kaupangssveit. 3. Valdimar (f. 27/10 1872, d. 25/8 1878). 4. Sigurlína (f. 9/11 1876, d. 28/8 1878). 5. Sigrún (f. 4/2 1881, d. 26/3 1960), hús- freyja, lengst að Arnarnesi í Dýrafirði. Foreldrar síra Sigtryggs bjuggu að Þremi alla sína búskapartíð. Um búskap foreldra sinna farast Kristni á Núpi þannig orð í grein, sem hann skrifaði um móður sína í bókinni „Móðir mín“, er út kom hjá Bók- fellsútgáfunni 1949: „Efni þeirra voru aldrei mikil, alltaf þó fremur veitandi en þiggjandi. Jörðin var samkvæmt jarðabók 1861 metin 20 hundr- uð. Túnið var að mestu þýft, fóðraði aðeins tvær kýr, engjar talsverðar, en fremur reyt- ingslegar og sumar langt sóttar, hagar víð- lendir og kjarngóðir, en snjóþungt á vetr- Síra Sigtryggur Guðlaugsson. Myndin er tekin 1906, árið sem stofnun Núpsskóla var ákveðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.