Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 57

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 57
N. Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 111 fögru og gaf prestinum hönd sína upp á að það skyldi efnt. Faðir hans var í kirkju og þau öll frá Reykjaseli, faðir lians í þröngum buxum, með velktan flibba og trosnað hálsbindi, Finna á peysufötum með sjal. Systir hans í röndóttum kjól, langröndóttum, nreð hvít- an kraga um hálsinn, sem Björg hafði gefið lrenni. Hún svitnaði á höndunum, en hafði týnt vasaklútnum sínum í þrengslunum, þegar þau voru að komast inn í kirkjuna. Presturinn hélt tvær langar ræður. Frúin sat ekki í frúarsætinu næst prédik- unarstóli. Hún var organisti í kirkjunni og hafði um sig hóp af söngfólki. Það voru sungnir margir fermingarsálmar. Þegar börnin losnuðu* úr prísundinni og komu fram til skyldmenna sinna í kirkjunni, hafði drengurinn frá Reykjaseli lit á höndunum úr nýjum vaðmálsbuxunum, sem liann var í. Hann sýndist svo fullorðinslegur í þessum nýja skrúða. Kannske var það ekki barn, sem var að fermast, heldur gamall maður, búinn að lifa nóg. Hann hafði séð allar von- ii' sínar bregðast. Hún, sem sat inn við einn gluggann að sunnanverðu í kirkjunni, stóð upp og ósk- aði til hamingju með hinn mikla dag. Hún var með ljósan stráhatt aftan á hnakkanum °g átti að fermast að ári. Hann sagði aðeins: — Þakka þér fyrir. Hann þvoði litinn af höndum sér út í læk, áður en hann kom inn og drakk kaffi hjá Prestkonunni. Hún gaf ekki nærri öllum baffi, kom ekki lögum yfir það, sagði hún. Aðrir sögðu, að hún tínrdi því ekki og að ablrei Iiefði verið jafn lítið um risnu á þessu Prestssetri og nú. Eins og það hefði verið Sott að fá kaffi eftir þessa löngu nressu. Hún var búkona. Hann var orðinn seytján ára. Hann stóð 1 mýrinni við að rista torf. Faðir hans var Þar einnig. Þeir voru með sinn torfljáinn bvor og ristu breiðar torfur og drógu þær Jafnóðúm úr flagi. Það sogaði í mýrinni, eins og jörðin tæki andköf. Þeir feðgar voru báðir bullvotir upp að knjátn og sveittir. Drengurinn hafði brotið upp skyrtuerm- arnar. Vöðvarnir á upphandleggjum hans voru grannir, en stæltir. Hann þurrkaði af ljánum sínum utan í þúfu og horfði ofan í nrókennda leðjuna. Honum leiddist að rista torf. I fyrra grófu þeir skurð og ætluðu að þurrka með því mýrina við túnið. Sá skurð- ur mistókst, lrvað sem til konr. Hvað höfðu þeir upp úr þessu? Ekki einn einasta grænan eyri, ekki túskilding með gati. Drengur- inn sagði við föður sinn: — Til lrvers fjandans erunr við að þessu, pabbi? Það vissi hann ekki. Jú, hann lrafði vonað að mýrin skánaði eittlrvað við þetta. Ekki kærði jarðareigandinn sig unr, að þeir væru að grafa skurði. — Pabbi, sagði drengurinn. Ég held ég ætti að fara að lreinran og leita mér atvinnu. Mér lrefur alltaf leiðzt öll sveitavinna. Eg gæti kannske komizt á skip. — Heldurðu það? sagði faðirinn von- daufur. — Það konrast nrargir í atvinnu núna, sagði drengurinn. Búið lrérna er ekki það stórt, að þið þurfið mín beinlínis við hér lreinra. Því svaraði faðirinn engu. Hann sagði: — Eg hef aldrei þótzt vera nraður til að ráða fyrir öðrum um dagana og ég læt þig alveg sjálfráðan, Bjössi minn. Ef þú heldur að þú hafir það betra amrars staðar, þá er sjálfsagt fyrir þig að fara. Ég veit ekki, lrvað lengi nraður lafir á þessu koti. Ég er farinn að gefa mig, finn það bezt, éf eitthvað bját- ar á. Svo þú ræður þessu alveg sjálfur. — Ég veit það, sagði drengurinn lágróma. Þeir fengu kaffi sent að lreinran og leit- uðu sér að þurrum bletti, svo að þeir gætu setzt niður. Sigga litla færði þeim kaffið. Það var á flösku, og flaskan var í sokkbol af stjúpunni, bláum nreð dekkri fit. Þeir fengu kandís nreð kaffinu, tvo kandísnrola
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.