Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 20
EINAR BJARNASON: ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR aaa. Greipur Sigurðsson er staddur við dánarbeð föður síns, væntan- lega í Haga, enda hefur hann gefið fyrr- greinda yfirlýsingu um veru sína þar. Hann var fæddur um 1405. 30. maí 1459 votta það 6 menn á Eyri í Tálknafirði, að síra Greipur Sigurðsson hafi handlagt Þórði bróður sínum hálfan sinn þriðjung í jörð- inni Haga.34) bbb. Þórður Sigurðsson 27. nóvember 1439 er í Bæ á Rauðasandi skrifaður kaupmáli þeirra Þórðar Sigurðs- sonar og Ingibjargar Halldórsdóttur, sem gerður var á brúðkaupsdegi þeirra, en ekki er sagt hva'r eða hvenær brúðkaupið var. Varla hefur það þó verið löngu fyrir ritun kaupmálans. Þórður hafði til kaups við Ingibjörgu hálfan Haga á Barðaströnd fyr- ir 60 hundruð, en hún hafði jörðina Þor- finnsstaði í Valþjófsdal og jrar til sex liundruð, fyrir 30 hundruð. Oddfríður Ara- dóttir kjöri Ingibjörgu dóttur sína mála- konu í garð Þórðar.35) 21. febrúar 1438 fór í Haga á Barða- strönd fram gerningur um það af annarri liálfu Þórðar Sigurðssonar og Ingibjargar Halldórsdóttur konu hans, en af hinni hálfu Halldórs Hákonarsonar, hálfbróður Ingi- bjargar, að þau gáfu Halldóri alla þá til- tölu, sem þau áttu til Kirkjubóls í Valþjófs- dal.36) Halldór var sonur Hákonar Jóns- sonar og konu hans, Oddfríðar Aradóttur, móður Ingibjargar, og var Hákon síðari maður Oddfríðar, sem var óskilgetin dóttir Ara sýslumanns á Reykhólum Guðmunds- sonar, en fyrri maður hennar, Halldór Jóns- son, var faðir Ingibjargar. 34) D. I. V, bls. 179. 35) D. I. IV, bls. 602-603. 36) D. I. V, bls. 159-160. Það er líklega Þórður frá Haga Sigurðs- son, sem er vottur í Berufirði 4. maí 1442 og undirritar gerninginn, sem hann vottaði, á Brekku í Dýrafirði 17. júní s. á.37) 30. maí 1459, á Eyri í Tálknafirði, hand- leggur síra Greipur, bróðir Þórðar, honum til fullrar eignar helminginn af sínum þriðj- ungi í Haga.38) 11. júní 1463 er Þórður meðal dómsmanna í Hvestu í Arnarfirði.33) Þórður Sigurðsson er meðal þeirra lög- réttumanna, sem eru í dómi Brands lög- manns Jónssonar á Torfustöðum í Miðfirði 4. sept. 1467 og undirrita dómsbréfið á Þing- eyrum 6. s. m., og er líklegast, að um Þórð frá Haga sé að ræða. 22. apríl 1473 votta það 4 menn í Vatns- firði, að þeir hafi verið í Haga á Barða- strönd 24. maí 1472 og heyrt og séð orð og handaband Gísla Filippussonar og Sigríðar Þórðardóttur, að Sigríður seldi Gísla lögveð upp í fjórðunginn í jörðinni Haga, sem Þórður faðir hennar og Ingibjörg Halldórs- dóttir, móðir hennar, gáfu henni á gifting- ardegi hennar til kaups við Orm Bjarna- son.40) Ekki hefur þessi gerningur Sigríðar við Gísla fallið í góðan jarðveg, með því að 2. maí 1473, á Eyri í Arnarfirði, seldi Sigríð- ur Þórði föður sínum fjórðunginn í Haga, eflaust þann sama sem hún hafði veðsett Gísla, og lýsti Sigríður yfir því,' að faðir sinn hefði á brúðkaupsdegi hennar skilið sér aft- ur fjórðunginn í Haga til kaups. Gegn þessu áskildi Sigríður börnum sínum |rremur framfæri hjá Þórði föður sínum og móður sinni.41) 3. ágúst 1473 selur Þórður Sigurðsson með samþykki Ingibjargar Halldórsdóttur, 37) D. I. IV, bls. 628. 38) D. I. V, bls. 179. 39) D. 1. V, bls. 380. 40) D. I. V, bls. 667-668. 41) D. I. V, bls. 695-696.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.