Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 38
92
BÖÐVAR BJARKAN
N. Kv.
nokkru leyti eða kæmi henni á réttan kjöl,
sem kannske er réttara að orði komizt. Einn-
ig ritaði hann þaulhugsaða tillögu til úr-
lausnar á gjaldeyrismálum, sérprentaðan
bækling um lögskráð dagsgengi miðað við
fasta stofnkrónu. Er það frumlegt og raunar
stórmerkilegt rit.
En þó að Böðvar væri mikill lagamaður
og ekki síður framsýnn og hugkvæmur varð-
andi atvinnu- og framfaramál þjóðarinnar,
beindist hugur hans mjög ákveðið að list-
rænum og heimspekilegum efnum, og hygg
ég, að ekkert hafi verið honum hugstæðara
en að gerast rithöfundur, enda var honum
létt um að rita og rímhagur var hann í
snjallasta lagi. En með þá gáfu fór hann svo
dult, að um hana vissu ekki aðrir en nánir
vinir, enda tók hann sig aldrei hátíðlega sem
Ijóðasmið og iðkaði þá list einungis sér til
hugarhægðar, en af engu kappi, og mun því
ljóðagerð hans ekki hafa verið mikil að
vöxtum. Þar var þó vissulega til staðar bæði
bragsnilld og hugmyndaauðgi, og væri þess
vegna freistandi að birta sumt, sem eftir
hann liggur á því sviði. Verður því þó
sleppt hér að mestu, bæði af nýgreindri og
ýmsum öðrum ástæðum. En til að láta það
á sannast, að ég sé hér ekki í neinu reykjar-
kafaldi, get ég ekki stillt mig um að til-
greina tvö eftirfarandi sýnishom:
SVANALJÓÐ
Eg hlusta fanginn á svanasönginn,
hans seiður angar af vötnum blám,
sem bárur hrynji, sem bylgjuþröngin
og brjóstin stynji af duldum þrám.
Ég hlusta fanginn á svanasönginn,
hans seiður angar af vötnum blám.
Ó, sorg, þú ómar í svanaljóði,
með silfurhljóm yfir vötn og jörð.
Við kveldaglóðir, í geislaflóði,
er glituð blóði hin hvíta hjörð,
og sorgin ómar i svanaljóði
með silfurhljóm yfir vötn og jörð.
Þar svífur andi á vatnavogum,
sem vængi þandi um loftin blá.
Og eldur logar í unnarsogum,
en óma vogar af himinþrá,
er svíftir andinn á vatnavogum,
sem vængi þandi um loftin blá.
MANNAMUNUR
(Sléttubönd)
Annar:
Valdur sára aumra er,
aldrei fárin smækkar,
kaldur báru sorgar sér,
sjaldan tárum fækkar.
Hinn:
Fækkar tárum, sjaldan sér
sorgar báru kaldur,
smækkar fárin, aldrei er
aumra sára valdur.
Fyrir víst tvö Ijóð önnur eftir Böðvar liafa
komið á prent, en aðeins sem söngtextar, og
á þessum tónmenntatímum er slík útgáfa
eitthvað viðlíka til athyglis og að hengja
myndlistarverk upp í gluggalausu húsi.
Tvennt var það, sem mér fannst sérstaklega
athyglisvert við hið litla, sem ég kynntist af
ljóðagerð Böðvars, í fyrsta lagi: livað hann
hafði náð miklum séreinkennum, jafn lítið
sem hann í rauninni iðkaði þessa list, og
svo hitt: hve létt honum var um að setja
saman gagnræðar sléttubandavísur, enda
hafði hann eins konar nautn af því.
Annars var listhneigð hans býsna marg-
hliða, svo að jafnvel garðurinn kringum hús
þeirra hjóna jaðrar við að vera listaverk.
Raunar grunar mig, að frú Kristín liafi þar
komið allmikið við sögu, og man ég ekki
betur en Böðvar eignaði henni ríflegan
bróðurpart af þeim framkvæmdum, enda
var margt sameiginlegt með þeim hjónum,
og voru þau samrýmd í bezta lagi.
Böðvar Bjarkan var í hærra meðallagi.
fremur grannvaxinn, en svaraði sér þó vel.
Framkoma hans út á við var hógvær og yfir-
lætislaus, en þó eitthvað við hana, sem vakti