Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 46
100 FAÐIR MINN N. Kv. „f Eggert Jochurnsson, vitavörður héi» á Naustum, faðir sr. Matthíasar í Grímsey, Samúels skrautritara í Reykjavík og þeirra systkina, andaðist hér 27. f. m., óð í sjóinn fram undan húsi sínu og steypti sér í straum- iðuna, náðist þó brátt aftur, en var þá ör- endur að sögn læknis, er vitjað var. Eggert sálugi var unl áttrætt. Lífsins áll of kaldur lyrir gamla manninn og fæturnir teknir að þreytast, en hjartað ó- bilandi og þráði því meiri hlýleika, svo sem æsku og elli er títt. Seinni kona Eggerts, Guðrún Kristjáns- dóttir, er reyndist honum liin bezta, lifir mann sinn ásamt mörgum börnum. Eggert sál. var alltaf trúr þjónn þjóðar sinnar, bæði við barnafræðslu og annað, er hann gerði, þótt engin fengi hann heiðurs- launin úr landssjóði, enda taldist hann allt- af til alþýðunnar.“ Vestri, 10. árg., 31. tbl., 14. júlí 1911. Eggert mun líklega eitthvað hafa svipað til Sókratesar, sífræðandi aðra með fögru fordæmi, lífsreynslu og viti, en liirti minna um eigin hag. Vitavarðarlaunin voru lítil, eitthvað um 35 aurar á dag, auk íbúðar og Ijósmetis. Yngstu börn hans tvö, er lieirna voru, náðu ekki mannvænlegum þroska sak- ir örbirgðar. Það mun honum liafa fallið sárast. Kona lians var einnig heilsulítil. En lietja var hún mikil og seigla hennar og kjarkur með eindæmum. Matthías segir í Söguköflum, bls. 52—53: „Efnu sinni hittumst við bræður þrír (elztu), og spurði ég um fjárhag Eggerts. Magnús var fljótur til svars og segir: Eggert hefur nú sleppt sleifinni og eys nú með ausu — örbirgðina." Og þar sem Mattliías minnist á „örlög systkina og ævistríð“, segir hann í Söguk., bls. 54: ,,Og nú (1912), þegar ég yfirfer aftur þetta, sem komið var af bernskusögu minni, hefur annar, og sá elzti okkar þriggja bræðra, lokið lífsstríði sínu, ég meina Egg- ert. Átti hann ærið erfið kjör sín síðustu ár, svo að ég óskaði hann liðinn og látinn fyrir löngu. Nú er sem ekkert hafi verið. Hvað verður af élinu, þegar aftur lygnir í lofti?“ * * * Eitt er það atriði, sem flestum hefur láðst að minnast á, þeim er um Eggert haf'a ritað og kennslustörf hans, en það er sá þáttur þeirra, að fræða fullorðna. Hann kenndi fjölda ungra manna og fullorðinna skrift og reikning ásamt íslénzku og dönsku máli og fleiri fræðum. Fjöldi ungra manna og efni- legra komu til hans illlæsir en óskrifandi, og hann bætti þeim það á fáum vikum, svo að þeim entist allt lífið. Margir þeirra urðu síðar merkismenn, hreppstjórar eða oddvitar í sínum sveitum, skrifuðu sjálega rithönd og sæmilegt mál og urðu sjálfbjarga í reikningsfærslum þeirn, er þeir þörfnuðust í viðskiptum sínum og ann- arra. Þessir ungu menn lærðu oft meira á þrem vikum en aðrir nema nú á þrem árum. Auk þess var nám þeirra miklu farsælla fyrir lífið. í inni sínu fögnuðu þeir kennara sínum og kennslustundum allt til æviloka. Vikapiltur var ég eitt sinn hjá einum þess- ara fyrrverandi nemanda föður míns, er þá var látinn. Nemandinn var þá orðinn merk- ur óðalsbóndi og höfðingi í sinni sveit. Tví- tugur var hann, er hann hóf námið. Það stóð þrjár vikur. Fræðslu hafði hann enga aðra fengið. Með honum voru nokkrir fleiri að námi, allir á líkum aldri. Um tímafjöldann var lítt talað eða kanp við kennsluna. Það var vani kennarans, þá er þessi efnilegu ung- menni voru mætt, að hann háttaði sjálfur niður í rúm, hafði tóbaksbaukinn við hend- ina, tók í nefið og lét fara vel um sig eftir föngum. Nemendum sínum raðaði hann hið næsta sér, hringinn í kring. Var svo kennt og frætt og rætt, en allir gleymdu stund og stað, unz komið var fram yfir miðnætti eða meir. Stundum varð að vísu hlé á umræðum. Var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.