Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 47
N. Kv. FAÐIR MINN 101 þá kallað á konuna og hún beðin að bera á sængurstokkinn herta'þorskhausa og hákarl og yfirleitt allt, sem ætilegt fyndist í búinu, bæði utan húss og innan. Var þessu boðorði oftast eitthvað sinnt, en þó ekki ætíð orða- laust. Var það og misjafnlega mikið er fyrir- fannst, bæði að efni og gæðum, en þó oftast gerð góð skil. Kom þá líka kaffidrykkur að sjálfsögðu. Gott þótti þessum góða bónda að bragða í staupinu, er svona sagði frá, og er hann var orðinn hýr, minntist hann hinna fornu sælustunda hjá „fræðaranum“ og klökknaði við. Aldrei mátti nefna Eggert kennara í hans eyru, svo auvirðilegt nafn náði engri átt. ,,Fræðameistari“, minna mátti það ekki vera, ef hann var orðinn drukkinn. Kom þá fyrir, að tár glitraði af gleði minninganna. En miklu síður mun þessum mætu nenr- endum liafa komið' til hugar að þessum „fræðara“ með allsnægtir andans væri þörf á þvílíku, er þeir gætu veitt, svo ríkur var hann í huga þeirra. Þess vegna var það, nú fyrir umliðnum aldarfjórðungi, að ég hitti gamlan sægarp og frægan formann, þá ný- hættan svaðilförum. Nú er hann löngu geng- inn, sá garpur. Er harin heyrði, ltverra irianna ég væri, minntist hann fræðslu föður míns, en hennar hafði hann notið uppkom- inn eins og óðalsbóndinn, er áður er nefnd- tir. Var þá sem sólskin flæddi í huga hans, er honum opnaðist fyrst minning þeirra miklu stunda. En svo var sem ský skyggði á sól, og dapraðist honum þá hugur og klökknaði karlinn, þá er hann hugði að ævilokum þessa manns, er svo mikið hafði veitt hon- tim. Án allra orða hrukku tárin á hvarmana, sæþrútna eins og á útsel, unz hann mátti mæla: „Guð hjálpi mér og fyrirgefi, að ég skyldi hafa gleymt að gefa honum í soðið.“ # * * Eggert lét ekki mikið eftir sig í rituðu ritáli. „Tilraun", lítið kver, 32 síður, Prent- smiðja Reykjavíkur 1903, og „Hvað er mor- mónska?" tvíblöðungur frá sama tíma. Kvæði eftir Eggert eru einhver í handritum Landsbókasafns, Skrá 4265, Lbs. 1870— 1884, 8vo. Auk þess eitthvað í blöðum og tímaritum, m. a. tv.ö kvæði í vikublaoinu Dagur, útg. og prentað á ísafirði, 1. árg., 5. tbl., bls. 19, ritstjóri Guðmundur Guð- mundsson skólaskáld. Hið síðara prentað í sama blaði, Dagur, 1. árg., 22: tbl., er út kom 22. júlí 1909, en það kvæði orti Eggert á afmælisdaginn sinn (15. júlí í þeim sama mánuði), er hann varð 76 ára. Það er kvæðið „Sólin“, fjögur erindi, og er þetta þriðja vísan: Þú mikla konungs verkavél, þú vinnur nótt sem dag, og lítur yfir líf og hel í líkn með friðarbrag. Þú horfir æ með helgri ró á heimsku vora og synd, en allt hið göfga elskar þó, . svo ást þín sýnist blind. En þá er Dagur hafði birt fyrra kvæði Eggerts, er hann nefnir ,,Aðsent“, segir rit- stjórinn, Guðmundur skáld Guðmundsson, í blaði sínu, er út kom 24. marz 1909: „Eggert garnli Jochumsson, bróðir þjóð- skáldsins á Akureyri, sendi Deginum þessa vísu (vísan hét „Dagur“ og var átta ljóðlín- ur). Öldungurinn, sem nú er farinn mjög að lieilsu og sjón, styttir sér stundirnar við stefjamál í kyrrþey. Sálin lians er auðug af göfugum og góðum hugsunum og gáfurnar enn í fullu fjöri, þótt örlög óg örbirgð hafi sorlið að honum urn dagana. Eggert er nú háaldraður maður, hefur fengizt löngum við barnakennslu og leyst þar mikið starf vel af hendi við litlu gjaldi. Hann hefur aflað sér þeirrar þekkingar, sem auðið var, af eig- in rammleik og aldrei í skóla gengið. Ef hamingja hefði sett honum slík kjör og hann notið þeirrar menntunar, sem bróðir lians, er óvíst nema við hefðum átt þar annað þjóðskáld jafnsnjallt hinu. En því hafa margir fagrir kvistir aldrei orðið fagurlima,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.