Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 44
98
FAÐIR MINN
N. Kv.
að Helgastöðum í S.-Þing. og Grímsey,
kenndur við þann stað sem „Grímseyjar-
prestur“. Þjónandi prestur þar full 40 ár.
Kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur úr
Eyjafirði. Áttu mörg börn og fjölda afkom-
enda.
Elías, f. 9. ágúst 1867, d. 5. ágúst 1901.
Kvæntist Guðrúnu Bjarnadóttur frá ísa-
firði. Drukknaði af fiskiskipi frá ísafirði.
Guðmundur, f. 10. júní 1869, tekinn ung-
ur í fóstur af Jóni Halldórssyni og Guðrúnu
Þórðardóttur, Laugabóli á Langadalsströnd.
Dáinn 10. júlí 1876.
# # #
Seinni kona Eggerts var Guðrún Krist-
jánsdóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðar-
dal, fædd að Steindyrum í sömu sveit 10.
febrúar 1864, dóttir Kristjáns Jónssonar,
bónda þar, Jónssonar bónda á Hrísum í
Vallasókn, Þorfinnssonar bónda á Litlu-Há-
mundarstöðum á Árskógsströnd. Kristján
faðir Guðrúnar var fæddur 7. júní 1836, d.
9. júní 1894. Móðir Guðrúnar, en kona
Kristjáns, var Sólveig Jónsdóttir, Jónssonar
bónda á Syðra-Garðshorni og konu hans
Guðlaugar Gunnlaudsdóttur.
Guðrún lifði mann sinn og andaðist 3.
sept. 1919 að Breiðamýri í Reykjadal í S.-
Þing. hjá Önnu dóttur sinni og manni
hennar, Sigurmundi lækni Sigurðssyni.
Börn Eggerts og Guðrúnar eru þessi:
Guðbjörg Baldvina, f. 1. júlí 1891, d. 14.
apríl 1951, giftist Sæmundi Jónssyni, norð-
lenzkum, eignuðust fimm dætur, allar á lífi
(1955).
Kristján Guðmundur, f. 1. febr. 1893,
kennari. Útibússtjóri K.E.A. í Grímsey frá
stofnun til ársins 1952. Kvæntur Guðrúnu
Jóhannesdóttur frá Krossdal í N.-Þing.
Anna Kristjana, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ág.
1932, giftist 2. ág. 1913 Sigurmundi Sigurðs-
syni héraðslækni, eignuðust sex börn, er
upp komust.
Ástríður Guðrun, f. 24. nóv. 1894. Giftist
2. ág. 1922 Þórarni Víking Grímssyni frá
Garði í Kelduhverfi. Eignuðust 5 syni.
Jochum Magnús, f. 9. sept. 1896, búfræð-
ingur frá Hvanneyri 1917; lærði ostagerð og
mjólkuriðnað á íslandi og Norðurlöndum.
Vann við þau störf frá 1921—29. Rithöfund-
ur. Kvæntur 21. des. 1929 Soffíu Jóhannes-
dóttur Sigurjónssonar frá Laxamýri. Nú
skógræktarmaður að Skógum í Þorskafirði.
Helga, f. 26. apríl 1898. Ólst upp að
nokkru á Akureyri hjá föðurbróður sínum,
Matthíasi skáldi Jochumssyni. Útlærð
hjúkrunarkona og stundaði hjúkrunarstörf
mörg ár hér á landi og erlendis. Giftist 1929
Ludvig Kaaber, bankastjóra í Reykjavík. •
Eggert Lúther, f. 4. sept. 1900, d. 31. júlí
1943, ógiftur og barnlaus.
Árný María, f. 15. ágúst 1902, d. 23. okt.
1944, ógift og barnlaus.
# * #
í eftirmælum um Eggert Jochumsson seg-
ir blaðið Þjóðviljinn 19. júlí 1911, 32—33.
tbl., ritstjóri Skúli Thoroddsen:
„Eggert sál. ólst upp hjá foreldrum sínum
í Skógum við Þorskafjörð, og var hann elztur
þeirra Skógasystkina. Hann naut undirbún-
ingsfræðslu að Stað á Reykjanesi, en fluttist
kringum 1860 að Haga á Barðaströnd og var
um árabil sýsluskrifaði hjá Jóni Thoroddsen
sýslumanni.
Bjó síðan fimm ár á Melanesi á Rauða-
sandi, en fyrir 1870 fluttist hann að Djúpi
og síðan á ísafjörð og var þar, þar til hann
kvæntist í annað sinn. Eftir það var hann
nokkur ár norður í Þingeyjarsýslu við
kennslustörf í Reykjadal, en 1899 fluttist
hann vestur aftur og stundaði síðan vita-
gæzlustörf á Naustum gegnt ísafjarðarkaup-
stað.
Snemma mun Eggert sálugi hafa farið að
stunda barnakennslu, fyrst sem heimilis-
kennari og síðan við barnaskólann á ísafirði.
Er viðbrugðið þar vestra, hve umhyggju-
samur og vinsæll kennari hann var. Hann