Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 44
98 FAÐIR MINN N. Kv. að Helgastöðum í S.-Þing. og Grímsey, kenndur við þann stað sem „Grímseyjar- prestur“. Þjónandi prestur þar full 40 ár. Kvæntur Guðnýju Guðmundsdóttur úr Eyjafirði. Áttu mörg börn og fjölda afkom- enda. Elías, f. 9. ágúst 1867, d. 5. ágúst 1901. Kvæntist Guðrúnu Bjarnadóttur frá ísa- firði. Drukknaði af fiskiskipi frá ísafirði. Guðmundur, f. 10. júní 1869, tekinn ung- ur í fóstur af Jóni Halldórssyni og Guðrúnu Þórðardóttur, Laugabóli á Langadalsströnd. Dáinn 10. júlí 1876. # # # Seinni kona Eggerts var Guðrún Krist- jánsdóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðar- dal, fædd að Steindyrum í sömu sveit 10. febrúar 1864, dóttir Kristjáns Jónssonar, bónda þar, Jónssonar bónda á Hrísum í Vallasókn, Þorfinnssonar bónda á Litlu-Há- mundarstöðum á Árskógsströnd. Kristján faðir Guðrúnar var fæddur 7. júní 1836, d. 9. júní 1894. Móðir Guðrúnar, en kona Kristjáns, var Sólveig Jónsdóttir, Jónssonar bónda á Syðra-Garðshorni og konu hans Guðlaugar Gunnlaudsdóttur. Guðrún lifði mann sinn og andaðist 3. sept. 1919 að Breiðamýri í Reykjadal í S.- Þing. hjá Önnu dóttur sinni og manni hennar, Sigurmundi lækni Sigurðssyni. Börn Eggerts og Guðrúnar eru þessi: Guðbjörg Baldvina, f. 1. júlí 1891, d. 14. apríl 1951, giftist Sæmundi Jónssyni, norð- lenzkum, eignuðust fimm dætur, allar á lífi (1955). Kristján Guðmundur, f. 1. febr. 1893, kennari. Útibússtjóri K.E.A. í Grímsey frá stofnun til ársins 1952. Kvæntur Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Krossdal í N.-Þing. Anna Kristjana, f. 24. nóv. 1894, d. 20. ág. 1932, giftist 2. ág. 1913 Sigurmundi Sigurðs- syni héraðslækni, eignuðust sex börn, er upp komust. Ástríður Guðrun, f. 24. nóv. 1894. Giftist 2. ág. 1922 Þórarni Víking Grímssyni frá Garði í Kelduhverfi. Eignuðust 5 syni. Jochum Magnús, f. 9. sept. 1896, búfræð- ingur frá Hvanneyri 1917; lærði ostagerð og mjólkuriðnað á íslandi og Norðurlöndum. Vann við þau störf frá 1921—29. Rithöfund- ur. Kvæntur 21. des. 1929 Soffíu Jóhannes- dóttur Sigurjónssonar frá Laxamýri. Nú skógræktarmaður að Skógum í Þorskafirði. Helga, f. 26. apríl 1898. Ólst upp að nokkru á Akureyri hjá föðurbróður sínum, Matthíasi skáldi Jochumssyni. Útlærð hjúkrunarkona og stundaði hjúkrunarstörf mörg ár hér á landi og erlendis. Giftist 1929 Ludvig Kaaber, bankastjóra í Reykjavík. • Eggert Lúther, f. 4. sept. 1900, d. 31. júlí 1943, ógiftur og barnlaus. Árný María, f. 15. ágúst 1902, d. 23. okt. 1944, ógift og barnlaus. # * # í eftirmælum um Eggert Jochumsson seg- ir blaðið Þjóðviljinn 19. júlí 1911, 32—33. tbl., ritstjóri Skúli Thoroddsen: „Eggert sál. ólst upp hjá foreldrum sínum í Skógum við Þorskafjörð, og var hann elztur þeirra Skógasystkina. Hann naut undirbún- ingsfræðslu að Stað á Reykjanesi, en fluttist kringum 1860 að Haga á Barðaströnd og var um árabil sýsluskrifaði hjá Jóni Thoroddsen sýslumanni. Bjó síðan fimm ár á Melanesi á Rauða- sandi, en fyrir 1870 fluttist hann að Djúpi og síðan á ísafjörð og var þar, þar til hann kvæntist í annað sinn. Eftir það var hann nokkur ár norður í Þingeyjarsýslu við kennslustörf í Reykjadal, en 1899 fluttist hann vestur aftur og stundaði síðan vita- gæzlustörf á Naustum gegnt ísafjarðarkaup- stað. Snemma mun Eggert sálugi hafa farið að stunda barnakennslu, fyrst sem heimilis- kennari og síðan við barnaskólann á ísafirði. Er viðbrugðið þar vestra, hve umhyggju- samur og vinsæll kennari hann var. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.