Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 18
72 SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON N. Kv. liæfur gáfumaður og gæddur ríkri list- lineigð, hafði yndi af skáldskap og var sjálf- ur vel skáldmæltur, þótt hann héldi því lítt á lofti. Skap hans var mikið og heitt, en vel tamið. Sjálfur taldi hann, að skap sitt hefði valdið sér örðugleikum, en ekki urðum við nemendur hans varir við það, að ég hygg. En síra Sigtryggur var maður, sem hafði kjark til að viðurkenna veikleika sinn, ná tökum á honum og beygja sig í auðmýkt og lotningu fyrir guði sínum. Myndi þar ekki vera ástæðan fyrir því, að ævistarf hans varð 'svo mikið og heilladrjúgt? Séra Sigtryggur var uppalinn við kröpp kjör og mundi vel hörðu árin eftir 1880, er hrossleggir, sem legið höfðu úti á hlöðu, voru til miðdegisverðar og síld, þurrkuð í flekk, ásamt mjólkursopa, var höfð til matar dögum saman. Sú reynsla varð lionum dýr- mætur skóli. Þá lærði hann að meta efnisleg verðmæti, enda var hann bæði sparneytinn og hagsýnn í hvívetna. Hann þótti stundum nokkuð kröfuharður, en mest lreimtaði hann af sjálfum sér. Öll eyðsla í þágu skaðnautna var honum andstæð. Þess vegna var hann bindindis- maður alla ævi. Síra Sigtryggur var búmað- ur góður og virtist oft geta gert mikið úr litlu með liagsýni, verklagni og dugnaði, því að hann var verkmaður góður að hverju sem hann gekk. Ég vann stundum með hon- um á æskuárum mínum og dáðist að hon- um, hvort sem hann vann við moldarverk í Skrúð eða skrautmálaði hliðið þar. Ég hef fáa menn þekkt jafn fjölhæfa. Síra Sigtryggur var skemmtilegur í við- ræðum og ákaflega fróður um margt. Oft var hann spaugsamur og glaðvær, en gætti jafnan hófs. Með honum — og þeim Núps- bræðrum — var jafnan gott að vera. Þeirrar ánægju naut ég um nokkur ár sem lieimilis- maður á Núpi. Ekki má gleymast hér að minnast þess, hve síra Sigtryggur unni Dýrafirði og vildi heill hans í öllu. Hann var jafntryggur son- ur hans og ættbyggðar sinnar. Hann orti kvæði um Dýrafjörð og samdi lag við, því að hann vildi, að Dýrafjörður ætti sinn eig- in söng. Hann átti frumkvæði að því á fyrstu árum Núpsskóla, að Guðmundur skólaskáld orti kvæði það um Dýrafjörð, sem oftast er sungið. Síra Sigtryggur var ágætlega ritfær og rit- aði margar greinar í blöð og tímarit. Sumar ræður lians og fyrirlestrar liafa verið sér- prentaðar. Eru rit hans talin í Guðfræðinga- talinu og því sleppt liér. Hann var ræðu- maður góður, rökfastur og mjög áheyrileg- ur. Hann var ágætur íslenzkumaður og vandaði málfar sitt mjög bæði í ræðu ogriti, en fór ekki alltaf alfaraleiðir í þeim efnum. Síðustu árin. Síra Sigtryggur var yfirleitt heilsugóður um ævina, en síðustu árin var liann sjóndap- ur mjög og lieyrn tekin að bila. En sannar fregnir hef ég af því, að liann gat slegið gras- blett í Skráð 95 ára gamall, og síðasta sum- arið, sem hann lifði, mun hann hafa getað gengið fram í reitinn, sem var hans óskabarn og aðalstarf hans tvo síðustu áratugina, eftir að liann lét af prestskap, að vinna að þessum reit. En jafnframt var framtíð reitsins hon- um mikið áhyggjuefni síðustu árin. Hann takli óvissu ríkjandi í því efni. Er til ræki- leg ritgerð eftir hann um það mál, sem verð- ur ef til vill birt síðar og því sleppt hér. En nú hefur skólanefnd Núpsskóla tekið málið að sér, og verður að álíta, að þar með sé mál- ið leyst og framtíð Skrúðs tryggð. Annað væri ósamboðið minningu síra Sigtryggs. Síra Sigtryggi var sýndur margs konar sómi á efri árum, sem skylt var. Alþingi veitti honum heiðurslaun, liann var sæmd- ur riddarakrossi Fálkaorðunnar 1930, og brjóstmynd af honum var gerð og gefin skólanum. Myndina gerði gamall nemandi Núpsskóla, Kristinn Pétursson mynd- höggvari. Sóknarbörnin gáfu þeim hjónum raflýsingu í íbúðarhúsið, samsæti voru liakl- in honum til heiðurs o. fl. Andlegum kröftum hélt síra Sigtryggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.