Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 14
68 SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON N. Kv. Núpur í Dýrafirði i dag 1960. „Ég vildi óska, að latínuskólinn í Reykja- vík hefði haft það takmark fyi ir augum, sem hér er lögð mest áherzla á; þá liefði margt farið betur á Islandi. hessi orð síra Sigtryggs í 1. greininni eru eflaust einhver hin þýð- ingarmestu, sem nokkur skólastjóri á íslandi hefur samið á seinni árum.“ Ég hygg, að margir muni vera á sömu skoðun og B. Th. M. um þetta atriði. I sam- ræmi við þessa stefnuskrá voru svo einkunn- arorð skólans: „Fyrir guð og föðurlandiðV' Allt starf skólastjórans miðaði að því að gera okkur nemendunum ljóst, live mikilvægt það væri að trúin á guð og föðurlandið yrði lýsandi og vermandi kraftur í lífi manna. Og í þessum anda var jafnan unnið í Núps- skóla. Dagsstarfið hófst með sálmasöng og stuttri hugleiðingu um kristilegt efni og endaði með kvöldversi og bæn. Síra Sigtryggur fylgdi lýðskólafyrirkomu- laginu, sem fyrr er minnzt á. Kennslan fór mikið fram í fyrirlestrum og samtölum. Burtfararpróf voru engin, og gestum var heimilt að lilusta á kennslu að Jrví tilskildu, að trufla ekki starf nemenda. í frumreglun- um var sýslunefnd Vestur-ísafjarðarsýslu falið’ að setja tvo eftirlitsmenn, til þess að kynna sér kennsluna í skólanum og árangur hennar. \'oru þeir allajafna staddir í skólan- um 2—3 daga í lok skólatímans. Voru Jrá nemendur prófaðir í álieyrn þeirra og lagð- ar fram skriflegar úrlausnir nemenda, teikn- ingar og handavinna síðar. Gáfu eftirlits- menn svo skýrslu um starfið. Má lesa þær í skýrslum skólans hvert ár frá 1908—1929. Er dómur þeirra yfirleit sá, að kunnátta nemenda hafi verið undragóð eftir svo stuttan námstíma, umgengni öll á skóla- heimilinu ákjósanleg og að í framkomu nemenda lýsi sér hin stakasta reglusemi og háttprýði. í skýrslunni frá 1909 stendur þetta m. a.: „I stuttu máli er það álit okkar, að kennslufyrirkomulagið við skólann sé hið heppilegasta fyrir aljjýðumenntunina og að áhrif Jjau, sem skólinn hefur á nemendur sína, séu hin æskilegustu." Hér er ekki rúm til að rekja sögu skólans þó að hún sé í raun og veru snar þáttur í ævisögu síra Sigtryggs í 20 ár. En skýrt hef- ur Iiér verið frá hugsjónum síra Sigtryggs og tilgangi skólans. En ekki hefur verið minnzt á fjárhagshlið málsins. Sá þáttur má ekki gleymast, Jrví að hann geymir sögu um dæmafáa fórnfýsi Jiessa fágæta hugsjóna- manns. Ég gríp hér aftur til orða hans sjálfs í fyrrnefndu bréfi: ,,Nú vill máske einhver vita, hvernig ég fékk fé til þessa (þ. e. fyrstu árin). Kennslu- gjald var 15 kr. sveinn, 10 kr. mær á vetri (varð bráðum meira), leiga af annarlegri notkun húsanna, styrkur af landsfé (einkum til kennara) oglóðargjald eftirgjöf jarðareig- anda. Enn verð ég að geta þess, að þegar ég giftist nyrðra, gerðu tengdaforeldrar mínir dóttur sína vel úr garði, enda hafði hún verið hjá þeim 30 ár (nema 2 vetur, sem hún stundaði nám). Við áttum Jdví nokkurt bú, sem selt var, er ég fór, en ómögulegt að ná inn peningum fyrir neitt nema smátt og smátt, og komu þeir sér nú vel. . . “ Af þessu er auðséð, að skólastjórinn gefur ekki eingöngu vinnu sína við skólann, eins og skýrslur bera með sér, heldur lætur hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.