Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 36

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 36
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON: Böðvar Bjarkan lögfræðingur Undir lok fyrri heimsstyrjaldar, einmitt um það leyti sem flumæði nútímamennsk- unnar var í greinilegri uppsiglingu, var það haft eftir einum af höfuðklerkum Winni- pegborgar, að komandi kynslóðir rnyndu sáröfunda okkur, sem fengjum að vera uppi á slíkum umbrota- og viðburðatímum. Og jafnvel nú á tíð, eftir aðra heimsstyrjiild, sýnu voðalegri hinni fyrri að áróðri, grimmd og villimennsku, og allt það of- stækis- og upplausnar-brjálæði sem vaðið hefur uppi í skjóli hóflausrar skrumtækni í þágu valdasýki og fégræðgi allsháttar upp- skafninga, heyrir maður því sama haldið fram. Hér mun þó vera um allhæpna og vanhugsaða ályktun að ræða. Því hvort tveggja er, að fæstir þeir atburðir og umsvif, sem mótað hafa framvindu tíðarandans um hálfrar aldar skeið, voru þess eðlis, er miðað gæti til þroska og fullkomnunar, og mun hitt heldur hóti nær, að aldrei hafi voveif- legri tízkur riðið húsum jarðarbúa varðandi lífræna menningu og sálræna heilbrigði þegna og þjóða. Hitt má vel vera, að slíkt aldarfar geti á vissan hátt knúið fram til hins ýtrasta þroska og manndóm þeirra, sem eru nógu vel að manni frá skaparans hendi til að þola það án þess að glata sálu sinni, og geta sniðgeng- ið tízkurnar sem slíkar, að öðru en því, sem af þeim kann að mega læra, og þess vegna megi til sanns vegar færa, að sannþroskaður nútímamaður sé fortíðarbetrungur í þess orðs víðustu og beztu merkingu. Einn slíkur maður var Böðvar Bjarkan. Hann ólst upp samferða hinni hægu leys- ingu, sem gekk yfir þjóðlífið á ofanverðri síðustu öld, og mun óefað hafa tileinkað sér þau lífrænustu verðmæti, sem ltún hafði að bjóða, en jafnframt hafnað þeim gögur- dómi, sem hún og allar leysingar hafa á tak- teinum, svo sem guðsafneitunarfarganinu og öðrum hliðstæðum oflátungaheimskuin. Og þannig var sífellt viðhorf hans gagnvart aldarfarinu, að hans skarpa og meðfædda dómgreind stóð þar alltaf á verði. Hann var einn af þeim fáu, sem aldrei lét svokallaða skynsemi gera sig að flóni. Meðál annars var hann einlægur trúmaður og ræddi þau mál af svo djúpum skilningi og miklum sann- færingarkrafti að unun var á að hlýða. Ann- ars lýsti sér sama rólega festan og öryggið hvar sem hann kom við sögu, enda var hann mjög eftirsóttur til hvers konar ábyrgðar- og trúnaðarstarfa. Böðvar Jónsson Bjarkan var fæddur 12. nóv. 1879 að Sveinsstöðum í Húnavatns- sýslu. Voru foreldrar hans Jón Ólafsson, bóndi á Sveinsstöðum, og kona hans, Þor- björg Kristmundsdóttir, bónda að Kolugili Guðmundssonar. Ólst hann upp í foreldra- húsum og mun snemma hafa kynnzt þeim þjóðfélagslegu vandamálum, sem þá voru efst á döfinni, með því að heimilið var gest- risið og liggur mjög í þjóðbraut, en Böðvar var snemma námfús og athugull. Um 17 ára aldur mun hann hafa innritazt í Latínuskól- ann í Reykjavík, og lauk hann þar stúdents- prófi vorið 1901, en las síðan læknisfræði í Kaupmannahöfn um fjögra ára skeið, fann sig þar þó ekki á réttri hillu og hvarf heim til íslands 1905. Þann 31. maí 1906 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Jóns- dóttur, bónda á Auðólfsstöðum Þórðarson- ar. Hófu þau búskap í Einarsnesi á Mýrum og bjuggu þar til vorsins 1908. En það ár innritaðist Böðvar í lagadeild Háskólans og lauk þar prófi vorið 1912 með þeim vitnis- burði þeirra, er til þekktu, að hann væri einn hinn skarpvitrasti og bezt mennti lög- fræðingur á íslandi. Fluttust þau hjón sam- sumars til Akureyrar, og gerðist Böðvar þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.