Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 24
ÍSLENZKIR ÆTTSTUÐLAR N. Kv. Grænlandsbiskupi, umboðsmanni Skálholts- biskups.78) Hann er einn þeirra, sem til- nefndir voru til skipta eftir Björn hirðstjóra Þorleifsson í Vatnsfirði 23. október 1467.7°) 4. febrúar 1468 er hann vottur í Hvammi í Vatnsdal að jarðakaupum Þorleifs Björns- sonar og Egils Grímssonar og undinitar hann kaupbréfið á Þingeyrum 6. s. m.80) Árið 1471 hefur Gísli sýsluvöld milli Gils- fjarðar og Langaness og tekur eiðfestan vitn- isburð 19. og 20. febrúar þ. á. á Reykhólum. 24. maí 1472, í Haga á Barðaströnd, seldi og handlagði Sigríður Þórðardóttir, bræðr- unga Gísla, honum lögveð upp í fjórðung- inn í jörðinni Haga, sem foreldrar hennar hiifðu gefið henni til kaups við Orm Bjarn- arson á sínum tíma. Var svo til skilið, að fjórðungur þessi kæmi til tryggingar þeim v málnytukúgildum, ,,er Gísli átti undir áð- urnefndri Sigríði og hún meðkenndist þar fyrir oss nefndum mönnum, með þeim skil- mála, að hvað sem af færist fyrrsögðum kú- gildum eða öðrum peningum þeirn, sem Gísli fengi henni, skyldi það allt koma upp í fyrrgreint jarðarverð og lögveð þar til hún hefur fullar tölur fyrir greindan jarðarpart. Skyldi áðurgreind Sigríður kaupa að Gísla fyrstum hvað hún þyrfti með og hann hefði til, og hún skyldi hafa af honum kúgildi fyrstum til leigu, en engum rnanni öðrum. Skyldi þessir peningar oftnefnds Gísla með engu öðru leysast en þráttnefndum fjórð- ungi jarðar, er Sigríður átti í Haga á Barða- strönd, hundrað fyrir Inmdrað.“81) 7. ágúst 1473, í Haga á Barðaströnd, seldi Þórður Sigurð'sson með samþykki Ingibjarg- ar Halldórsdóttur konu sinnar og Sigríðar dóttur sinnar Gísla hálfan Haga á Barða- strönd. Fyrir það gaf Gísli með samþykki Ingibjargar Eyjólfsdóttur, konu sinnar, xl hundruð, 24 hundraða jörð, Botn í Patreks- firði, og þar til xx fríð kúgildi og skip fyrir hálft fjórða-hundrað, kúgíldishest og þar til 78) D. I. V, bls. 369-370. 79) D. X. V, bls. 499. 80) D. I. V, bls. 515. 81) D. I. V, bls. 667-668. hálft annað hundrað, Og skyldi Gísli svara kirkjureikningum.82) í fyrirsögninni að bréfi þessu segir, að Þórður hafi selt Gísla jarðarhelminginn fyrir níutygi hundraða alls, en það mun vera misskilningur. í bréf- inu stendur ,,xl“, sem líklega er svo að skilja, að átt sé við helming bóndahlutans í jörð- inni, sem metinn er 80 hundruð eftir jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Hinsvegar hefur verið gefið samtals 50 hundraða virði í fasteign og lausafé fyrir þennan helming, eins og upp er talið í bréf- inu. Gísli er orðinn ncíndarmaður 1478 og er þá í alþingisdómi.83) Þá er hann einnig nefndur af hirðstjóra til að virða Guðmund- arpeninga ásamt 11 öðrum mönnum.84) 21. janúar 1479 vottar Gísli það ásamt 3 öðrurn mönnum í Hvammi í Hvammssveit, að hann hafi verið í Hjarðarholti í Laxárdal 24. september 1478 er samningur var gerður milli Magnúsar biskups Eyjólfssonar og Guðna Jónssonar um hluta úr Hjörsey á Mýrum.85) 3. október 1478 er Gísli vottur að því á Helgafelli, að Magnús biskup gaf manni jörð.8G) Daginn eftir, á sama stað, gaf 'biskup Gísla og Ingibjörgu systur sinni jörðina Höskuldsstaði í Laxárdal og 18 hundruð í Miðhlíð á Barðastönd.87) Á Alþingi 1479 gekk dómur um víg, sem Gísli Filippusson veitti meðgöngu, að hann hefði „ófyrirsynju í hel slegið“ Bjöm Vil- hjálmsson, en Einar Þórólfsson hafði áður Jýst víginu á hendur sér. Dómsmenn segja bæturnar hafa verið að fullu luktar og grið hafi verið sett og færa fram afsökun fyrir því, að Gísli lýsti ekki víginu strax á hend- ur sér. Gísli var dæmdur löglega ferjandi til Noregs „og þar á kirkju og komi svo til míns herra kóngsins náða.“88) Á sama Al- 82) D. I. V, bls. 712-713. 83) D. I. VI, bls. 138. 84) D. I. VI, bls. 141. 85) D. I. VI, bls. 160-161. 86) D. I. VI, bls. 164. 87) D. I. VI, bls. 166-167. 88) D. I. VI, bls. 212-213.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.