Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 26
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR FRÁ TORFUFELLI: Síra Björn Stefánsson, prófastur Björn Stefánsson fæddist 13. marz 1881 að Bergsstöðum í Svartárdal í Húnavatns- sýslu. Hann lauk stúdentsprófi utanskóla í Reykjavík 30. jtiní 1902 með einkunninni 90 stig. Lagði síðan stund á guðræði og lauk embættisprófi í þeini grein 16. júní 1906 með einkunninni 85 stig. Samsumars sigldi hann á kristilegt stúdentamót í Finnlandi. Björn tók vígslu 6. október 1907 og vígð- ist að Tjörn á Vatnsnesi. Kennari við Hjarð- arholtsskóla í Dölunr var hann veturinn 1911—12. Um hríð var hann aðstoðarprest- ur í Görðum á Álftanesi og unr eins árs skeið settur prestur í Reynistaðarklausturspresta- kalli. Prestur var hann Bergstaða- og Auð- kúluprestakalla frá 1914—51 og prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi í samfleytt 20 ár, 1931—51, en það ár fékk hann lausn frá embætti. Síra Björn kvæntist 1910 Guðrúnu Sig- ríði Ólafsdóttur Ólafssonar prófasts í Hjarð- arholti og konu hans Ingibjargar Pálsdótt- ur, systur sr. Jens í Görðurn. Guðrún var fædd 1890 og lézt 1918. Börn þeirra Björns eru: 1. Ólafur, prófessor í Reykjavík, kvænt- ur Guðrúnu Aradóttur; 2. Ingibjörg, hús- freyja í Glóru í Hraungerðishreppi, gift Þórarni Sigmundssyni, starfsmanni Mjólk- urbús Flóamanna; 3. Þorbjörg, bankastarfs- maður í Reykjavík, ógift, og 4. Ásthildur Kristín, ekkja Steins Steinars skálds. Síðari kona sr. Björns var Valgerður Jó- liannsdóttir frá Torfustöðum í Svartárdal, Sigfússonar. Þeirra börn eru Guðrún Sig- ríður, gift Jóni R. Magnússyni verkfræð- ingi, og Ólöf Birna, gift Jóni Ólafssyni lög- fræðingi. Ætt sr. Björns er rakin sérstaklega á eftir grein þessari, en faðir hans, Stefán Magnús Jónsson, var einnig prestur á Auðkúlu, og bjuggu þeir feðgar þar lengi í tvíbýli. Meðan sr. Björn var þar, hlóðust á hann margvísleg trúnaðarstörf í þágu sveitar og sýslu. Má óhætt fullyrða, að öllum þeim störfum gegndi hann af dugnaði og sam- vizkusemi og var fastur fyrir, ef þess þurfti með. Öllum góðum málum vildi hann lið leggja, og ef þau náðu eigi fram að ganga, var honunr það eigi sársaukalaust, því að skapið var bæði stórt og viðkvæmt. Þó var hann alla tíð manna stilltastur. „Heimþrá vor til guðs er lífsins kjarni.“ Þessi orð Einars Benediktssonar valdi síra Björn að yfirskrift að ræðu, sem birtist eftir Síra Björn Stejánsson prófastur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.