Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 10
64 SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON N. Kv. Skólaár. Nú hófst nýr þáttur í ævi Sigtryggs. Þegar hér var komið sögu, liafði hann verið við nám í unglingaskóla Guðmundar Hjalta- sonar á Akureyri veturinn 1884—85 og kynnzt þar lýðskólahreyfingunni bæði af kennslu Guðmundar og félaga hans, Jens Jo- hansens, sem var danskur lýðskólakennari. Varð Sigtryggur þá strax hrifinn af lýðskóla- hreyfingunni og taldi það gæfu sína að hafa kynnzt þeirri stefnu. Nokkru fyrr hafði hann lesið ritgjörð Þorvalds Thoroddsens í Andvara um skóla í Svíþjóð. Langaði hann þá mjög til að komast í kennaraskóla, en gat það ekki vegna heimilisástæðna. Sig- tryggur hafði rætt um námslöngun sína við sóknarprest sinn, síra Jónas Jónasson að Hrafnagiii. Hann hvatti til framkvæmda, tók hann á heimili sitt og kenndi honum latínu undir skóla. Sigtryggur settist svo í 1. bekk lærða skól- ans haustið 1888. Voru 16 nemendur í bekknum það ár, þar á meðal Helgi Jóns- son, síðar grasafræðingur, og læknarnir Halldór Steinsson, Georg Georgsson og Jón Blöndal. Var Sigtryggur elztur þeirra allra. Alls voru 88 piltar í skólanum það ár. Auð- séð er, að töluverðir erfiðleikar hafa verið á því fyrir vel hálfþrítugan mann, lítt undir- búinn, að setjast á skólabekk og keppa við miklu yngri menn og suma vel undirbúna. En með óbilandi þreki, samfara ágætum hæfileikum, sóttist námið vel. Hann tók stúdentspróf 1894 með II. einkunn, eftir sex vetra nám. Um skólaár Sigtryggs ritar Bogi Th. Melsteð árið 1929 í Ársrit Fræðafélags- ins á þessa leið: „Síra Sigtryggur virðist ekki hafa verið meira en meðahnaður til náms, ef miðað er við þá, sem gengu skólaveginn, en staðfesta hans var miklu nreiri og greind og vilji til að láta gott af sér leiða. Þegar hann fór fyrst í skólann, átti hann rúmlega 100 kr. í peningunr og smjör og kæfu í kofforti. Heima í héraði átti hann 5 sauðkindur, sent hann kom fyrir í fóður. Þetta var sumarkaup lians og erfðafé. Hjálp átti hann enga vísa, en von um venjulegan styrk í skólanum. Hann fékk þar og 134.88 kr. að meðaltali á ári af fjárstyrk skólans og úr Bræðrasjóði. Það, sem á vantaði, vann hann sér inn í kaupavinnu á sumrum og með því að kenna börnum á vetrum jafn- framt náminu. Á þennan hátt tóskt honum að komast áfram með miklum sparnaði. Hann keypti aldrei nerna eina máltíð á dag, en hafði skrínukost með soðnu vatni, sætu, á málum.“ Að stúdentsprófi loknu hóf Sigtryggur nám í prestaskólanum. Sú var m. a. orsök þess, að um það leyti, sem móðir hans dó, veiktist hann af brjósthimnubólgu og var tvísýnt um bata. Þá hét hann því að' læra til prests, ef honum batnaði. Hann var þrjá vetur í prestaskólanum og útskrifaðist Jraðan vorið 1897 með hárri II. einkunn, 79 stig- um. Næsta vetur var hann barnakennari í Reykjavík og kenndi tveim deildum í vest- urbænum, sem settar voru á stofn þar, af því að barnaskólinn var of lítill. Voru 50 börn í þeim deildum. Auk þess hafði hann reikningshald fyrir Kvennaskólann þennan vetur og hafði nóg að gera og meiri tekjur en nokkru sinni fyrr. Prestsþjónusta norðanlands. Ráðgert var, að Sigtryggur héldi kennsl- unni áfram, en þá losnaði Svalbarðs- og Presthólaprestakall um haustið. Hallgrímur Sveinsson biskup bað þá Sigtrygg að fara norður og gegna prestsþjónustu þar til næstu fardaga, og játti Sigtryggur því. Hann var vígður til prests 12. okt. 1898 og fór þ/t strax norður. Þann vetur fór hann húsvitj- unarferðir um Þistilfjörð, Melrakkasléttu og Núpasveit, oft í hríð og illviðri. En hann lét það ekki á sig fá, því að hann var léttur á fæti og göngumaður góður alla tíð. Vorið eftir losnaði Þóroddsstaður í Kinn, og var síra Sigtryggi veitt það brauð frá 11 ■ marz 1899. Hinn 7. júní 1899 kvæntist hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.