Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 50
& « l SJÁLFSÆVISAGA * J5. jg ^ Jónasar Jónassonar frá Hofdölum a « *M&yt*#*M*MVt*M*M ANNAR ÞÁTTUR 'ál Uí ' 2 Vál U* 'ú< U* U* 'ál Ólafur, mótbýlismaður pabba, náði aldrei heilsu eftir mislingana. Upp úr þeim fékk hann brjóstveiki — líklega berkla. Hjarði hann fram á síðari hluta vetrar, en svo var hans saga öll. Björg, ekkja Ólafs, sagði því lausri jörðinni að sínum hluta. Sótti þá Sigfús Dagsson, er síðar bjó alllengi í Ásgeirsbrekku, mjög fast að fá Tyrfings- staði, held ég að hann liafi þá keypt jörð- ina, en pabbi livorki haft treystu né getu að hlaupa í kapp við Sigfús, sem á þeim árum var uppgangs- og gróðamaður, en allra manna harðskeyttastur að etja við. Ég Iield að foreldrum mínum hafi liðið sæmi- lega á Tyrfingsstöðum og eitthvað fjölgaði kindum þeirra þar, en ekki var hrosseignin mikii, ein rauð hryssa og kýrin var ein. Pabbi leitaði víða eftir jarðnæði og fékk loks Úlfsstaða'kot í Blönduhfjð til ábúðar. Sár var skilnaður okkar Arnljóts. Man ég enn er ég var reiddur organdi í brott, en hann stóð skælandi eftir, undir bæjarveggn- um. Þetta sama vor fór Björg móðir hans til Ameríku með hann. F.n ótrúlega lengi tregaði ég Arnljót, sjö missira stubburinn, og heimtaði að komast til hans, eftir því sem mamma sagði mér síðar. Úlfsstaðakot er hjáleiga frá Úlfsstöðum og stendur kotið nær fjallinu, og lítið eitt utar en höfuðbólið. Á þessum tímum, er nú um ræðir, var Ulfsstaðakot rýrðar býli. Túnkraginn var allur einn þúfnakargi og stóðu stórir stein- ar upp úr sverðinum ofan við bæinn, mun heimatúnið hafa gefið af sér rúmt kýrfóð- ur. Fjárhús stóðu téði spöl suður frá bæn- um, og var dálítill töðuvöllur kringum þau, var þar mikið greiðfærara en heima. Út- Iieysslægjur voru sýnu meiri og betri en tún- in. Kotið átti engjaspildu niður að Héraðs vötnum, og var neðri hluti hennar vel gras- gefinn, en þýfður, eins og víða i Blöndu- lilíð. Nú er þessi teigur að verða sífelldur töðuvöllur og er ánægjulegt yfir hann að líta. Einnig er búið að skipta um nafn á býlinu og heitir það nú Sunnuhvoll. Eins og líkum lætur voru byggingar lield- ur litlar og lágkúrulegar á kotinu, þegar við komurn þangað. Baðstofan átti að heita þiljuð í kring, en moldargölf var í henni. Eg vil geta þess, að kominn var ég á fjórt- ánda ár er ég átti heima í húsi með fjala- gólfi. Um.þetta leyti bjó að Úlfsstöðum Bene- dikt Kristjánsson, var hann leiguliði en átti Úlfsstaðakot. Kona hans hét Ásdís Hall- grímsdóttir, gæða kona. Benedikt hafði um skeið verið Norðurlandspóstur, hann var rnaður harðger og ekki við alþýðuskap, greindur var hann, las mikið og átti gott bókasafn, kynnist ég því síðar. Benedikt rak allstórt bú á Úlfsstöðum, enda er jörðin gæðamikil. Hann hafði 7—8 nautgripi, þar af 4—5 kýr mjólkandi, og þótti það mikið á þeim árum. Hálft Úlfsstaðakot nytjaði Benedikt sjálfur fyrsta árið er við vorum þar, en næsta ár byggði hann hálflenduna Jóhanni Tómassyni, er síðar .bjó að Staðar- tungu í Hörgárdal norður. Jóhann var þá nýgiftur, röskleika maður og glaðsinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.