Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 11
N. Kv. SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON 65 heitmey sinni, Ólöfu Júlíönu Sigtryggsdótt- ur frá Steinkirkju í Fnjóskadal. Reistu þau bú á Þóroddsstað. Ólöf var góð kona og mik- ilhæf, en naut sín ekki í búskapnum vegna vanheilsu. Hún veiktist af berklum og dó hinn 23. nóv. 1902 eftir langa sjúkdónrslegu og nriklar þrautir. Tregaði síra Sigtryggur hana mjög, því að hjónaband þeirra hafði verið farsælt. Þeim varð ekki barna auðið. Síra Sigtryggur var einlægur trúmaður, rækti prestsstörf sín af nrikilli skyldurækni og þótti mikið til hans komá, en alltaf var kennslan Iians áhuganrál. Fyrsta prestsskap- arárið kenndi hann börnunr, þegar hann var lieinra, og á Þóroddsstað hóf lrann unglinga- kennslu. Hann stofnaði unglingaskóla á Ljósavatni með lýðskólasniði og kenndi þar tvo síðustu veturna, sem hann var fyrir norðan. Eitt fyrsta fernringarbarn síra Sig- tryggs frá þeinr árunr minnist hans þannig: „Mér finnst hann vera eini presturinn, er ég hef þekkt, og enn stendur hann mér fyrir liugskotssjónum sem persónugervingur alls hins bezta í kenninrannastétt, allt frá upp- Iiafi kirkjunnar." Prestsstörj í Dýrafjarðarþingum. Eftir lát konu sinnar langaði síra Sigtrygg mest til þess að komast í grennd við Kristin bróður sinn, senr þá hafði keypt Núp í Dýra- firði og búið þar nokkur ár. Hafði alla tíð verið nrjög kært með þeinr bræðrum. Þá vildi svo til, að Dýrafjarðarþing losnuðu 1904. Sótti síra Sigtryggur um þau og var veitt embættið frá 7. okt. 1904, en fluttist ekki vestur fyrr en vorið eftir. Settist hann þá að lrjá bi'óður sínum á Núpi. Þar hófst það starf, sem lengst mun halda nafni hans á lofti. Prestsstörfin rækti lrann sem fyrr af mikilli alúð, og þótti hann mikilhæfur kennimaður. Ég var eitt af fyrstu fermingar- börnum hans og man vel þær stundir, sem hann var að kenna okkur undir ferminguna. Eg minnist trúaralvörunnar, skapfestunnar, einlægninnar og ástúðarinnar í svip hans. Svo rnunu og önnur fermingarbörn minnast hans. Hann var prestur í Dýrafjarðarþingum nær 34 ár; fékk lausn frá embætti frá 1. júní Ólöf J. Sigtryggsdóttir. Fyrri kona síra Sigtryggs Guðlaugssonar. 1938. Hann var skipaður prófastur í Vestur- ísafjarðarprófastsdæmi frá .12. sept. 1929. Encla þótt hann gegndi öðru starfi jafnframt prestsskapnum, vanrækti hann á engan hátt prestsstörfin. Hann var trúr köllun sinni til hinztu stundar. Ein af þremur sóknarkirkj- unr hans var að Sæbóli á Ingjaldssandi. Er þangað yfir fjallveg að fara, Sandsheiði, og alltaf farið gangandi að vetrinum. Síra Sig- tryggur mun lrafa farið um þúsund sinnum yfir heiði þessa, rneðan hann var prestur á Núpi. Af því nrá vel marka, að hann hefur ekki vanrækt kirkjur sínar, sem nær lágu. Hann vann mikið að byggingu hinnar nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.