Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Blaðsíða 54
'á< 'á( ’áí *áí ‘áí ’áí ‘áí‘á< *áf *á» *áí 'áí ‘áí ’áí 'át ‘áí*áí »áí »áí »á( »á< ‘át S. 15 * DALURINN OG ÞORPIÐ * s. , ^ ^ Framhaldssaga eftir Þórdísi Jónasdóttur ^ 5 15 ‘á< *á< ‘á< *á< ‘á< ‘á< ‘á< ‘á< *á< SJÖUNDI HLUTI »á< ‘á< ‘á< *á< ‘á< »á< *á< ‘á< ‘á< Síðar var kallað á börnin inn og nú rann upp hin lengi þráða stund. Kennarinn rétti hverju barni sijin prófmiða. Síðan kvaddi liann sér hljóðs og las upp nöfn barnanna, hvar þau hefðu verið í röðinni og aðal- einkunnirnar. Drengurinn frá Reykjaseli var sá þriðji í röðinni. Það var þögn, eftir að kennarinn hafði lokið lestrinum. Sum börnin litlu til Bjössa, eins og til að gá að því hvernig lionum yrði við. Hann sat enn með próf- miðann í hendinni og starði á kennarann og kennarinn brosti á móti, einkar hlýtt og viðfelldið, meðan hann hagræddi gleraug- unum sínum. Svona hæversklega hafði drengnum aldrei verið ýtt til hliðar. Þá dimmdi allt í einu fyrir augum hans, ekki af tárum, heldur af ofsareiði hins minni máttar. Hann sá rautt. Hið kúgaða blóð í æðum hans rann til heilans í heit- um, logandi straum. Drenginn verkjaði í hnakkann, hann vildi hefna sín, vildi sparka þeim út, troða á þeim, kremja þá sundur, alla þá sem forsmáðu viðleitni hans, bönnuðu honum að njóta sín, stálu því af honum, sem hann átti með réttu. Kennarinn hrökk undan þessu augnaráði, eins og það væri logandi járn, hann sem ekki vissi sig þó sekan um neina óhæfu, sannkristinn maðurinn. Drengurinn virtist hækka við reiðina, eins og fötin stæðu hon- um á beini. Börnin störðu öll á hann, sum glottu, önnur voru hrædd. Þannig hafði ekkert þeirra séð hann áður. Hann gekk up að prófborðinu fram fyrir kennarann og hélt á prófmiðanum sínum milli langra titrandi finganna. Hvar svar- aði ég skakkt, spurði hann og hvessti aug- un á kennarann. — Hvar svaraði ég skakkt, endurtók drengurinn, þegar hann fékk ekkert svar. Rödd hans var undarlega köld og róleg, saman borið við augu hans. Kennara og prófdómara kom þessi bí- ræfna spurning svo á óvart, að það stóð í þeim svarið. Þeir voru óvanir að vefengd- ur væri réttur þeirra til að ráða og kveða upp dóma. Börnin stóðu á öndinni af ótta og eftirvæntingu. Hvað mundi gerast næst? Það heyrðist skrjáf í pappír og námsveinn- inn tætti sundur prófskírteinið fyrir allra augum. Hann reif það sundur ögn fyrir ögn og tróð síðan á sneplunum á gólfinu, frammi fyrir kennurum sínum og öllum heiminum. Að því búnu þaut hann frarn gólfið, burt. Hurðin féll á hæla honum og svo var þögn, þögn þar til hljóður grátur rauf hana og nú litu allir þangað. Það var systir afbrotamannsins sem grét. Hún hafði setið hrædd og titrandi, síðan hann stóð upp og þegar hann fór, svona reiður og vondur, gat hún ekki lengur dulið ótta sinn. Kennarinn tók að sér að hugga hið grátandi barn. Hún þurfti ekkert að óttast, sagði hann, bróðir hennar mundi skila sér og manna fúsastur skyldi hann verða til að fyrirgefa honum frumhlaupið, enda efaðist hann ekki um að drengurinn sæi að sér með tíð og tíma. Hún hafði ekki verið að hugsa um það, heldur hitt, að hann fór svona reiður, það var ómögulegt að vita upp á hverju hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.