Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 25
Myndin að ofan er frá brezkum sjómannaskóla. Meðal fjölmargra verklegra viðfangsefna er róður talinn eitt af hinum nauð-
synlegustu skilyrðum til að skapa örugga og nýta sjómenn. Sá dagur getur komið, að líf þeirra verði undir þeirri kunnáttu komið.
framkvæmda að því er skipin snertir, en eittihvað
fáum vér alltaf af vélum. Oss er hins vegar í
fersku minni, að vér höfum orðið fyrir mjög til-
finnanlegu skipatjóni. Er þá ekki sjálfsagt að
vera samtaka og ákveðinn og reyna eftir föngum
að bæta úr því?
Það, sem virðist liggja beinast fyrir til þess að
fá rétt okkar sannaðan ótvírætt, er að láta nú
þegar hefjast handa um þá rannsókn eða skýrshi-
gerð, sem þegar hefur verið minnzt á. F.F.S.Í.
hafði í fyrra sent alþingi og ríkisstjórn áskoranir
í þessu efni. Síðar hafa enn borið slys og skips-
tapa að höndum, ástæðan er enn auðsærri nú.
Núverandi ríkisstjórn hefur tjáð sig fylgjandi því
að þessi rannsókn fari fram.
Hugsanlegt er að rannsókn sú, sem hér um
ræðir, sé hafin nú, en þó hefur þess hvergi verið
getið. En það orkar ekki tvímælis, að þetta er
eitt af því fyrsta, sem þarf að gera til þess að
sanna skýlausan rétt okkar til þess að fá byggð
mörg ný óg fuUkomin skip.
Hér hefur aðeins í stuttu máli verið drepið á
þá hliðina í þessu máli, sem snertir siglingar og
fiskveiðar, en hitt er látið órætt, hvílíka þýðingu
landið hefur haft á gang styrjaldarinnar í heild,
en það er önnur og ekki ómerk saga.
— Svertingi nokkur í Bandaríkjunum kom í
bæinn, þegar verið var að kjósa. Hann mætti
kunningja sínum á götunni, sem spurði hann
hvort hann væri búinn að kjósa.
„Já, ég er búinn að því,“ sagði svertinginn.
„Með hverjum kaustu?“
„Það er nú saga að segja frá því, kunningi.
Ég hitti Repubiikana á götu, sem gaf mér 11
dollara, ef ég kysi hann. Seinna mætti ég Demo-
krata, sem gaf mér 7 dollara fyrir að kjósa með
sér. Svo ég kaus með Demokrötum.“
„En Republikaninn gaf þér þó meiri peninga.“
„Þess vegna er það, sem ég kaus Demokratann,
mér fannst hann ekki jafn vitlaus.11
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5