Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 30
Hallgrímur fónsson:
Ný menningarstofnun
Eitt greinilegasta viðreisnarmerkið með ís-
lenzku þjóðinni er það, að sýnileg peningaverð-
mæti safnast nú fyrir í landinu með ári hverju.
Aður var slíku naumast til að dreifa. Þegar frá
eru skilin gömul skjöl og skrifaðar bækur, er
næsta snautt um raunhæf verðmæti eftir allar
aldimar, sem þjóðin hefur búið í þessu landi.
Og vitað er að landið hefur sjálft versnað með
ári hverju fram til allra síðustu tíma. Það hefur
eyðst af vatnsgangi og veðrum, blásið upp. Senni-
lega er vafasamt hvort ræktunarumbætur síðustu
ára vega nema að nokkru leyti á móti þessari
náttúrueyðingu, sem svo erfitt er að hamla á
móti. En friðunar- og græðsluframkvæmdir eru
nú hafnar í allstórum stíl og varanleg viðreisnar-
merki munu víða auðsæ. Kalsár landsins eru
tekin að gróa og arður moldarinnar að aukast.
A öðrum sviðum eru viðreisnarmerkin enn
auðsærri. Merkilegum og varanlegum menningar-
setrum fjölgar ört bæði í bæjum og úti í byggð-
um landsins. Brýr, sem endast munu marga
mannsaldra, eru byggðar árlega og vegakerfið
stækkar. Orkuver, sem vinna ljós, yl og orku úr
straumvötnum landsins fjölgar einnig, en straum-
vötnin eru, sem kunnugt er, okkar „eilífðarvél-
ar“, sem enginn fær með réttu frá okkur tekið.
En miklu merkust er þó jarðhitavirkjunin, sem
hafin er í stórum stíl.
Þá hefur mörgum og myndarlegum sjóðum
verið safnað síðustu áratugina, sem eiga að koma
upp eða standa undir fyrirfram ákveðnum menn-
ingarframkvæmdum, þegar tímar líða. Allt er
þetta arður af striti íslenzkra manna og kvenna.
A niðurlægingartímum þjóðarinnar var þessum
arði sópað út úr landinu, einkum gegnum verzl-
unina, og var því ekki von að vel færi.
Eitt er þó einna mikilsverðast í þessu. Þjóð-
inni sem heild, eða öllum fjöldanum, er farið að
skiljast hvemig fjármunum er bezt varið. Hvern-
ig bezt nýtast til menningarframkvæmda þeir af-
gangsaurar, sem ýmsum faha í skaut. Umhyggjan
fyrir vaxandi viðreisn, fyrir bættri líðan kom-
andi kynslóða er orðin svo mörgum áhugamál. Á
það benda meðal annars hin rausnarlegu fram-
lög og minningargjafir til „Dvalarheimilis fyrir
aldraða sjómenn“, sem birt er í blaðinu hér á
eftir.
Það eru ekki nema fá ár síðan forgöngumenn
Sjómannadagsins hér í Reykjavík fóru að beita
sér fyrir fjársöfnun til áðurnefnds fyrirtækis, en
það er sýnilega að verða mjög aðkallandi í höfuð-
staðnum.
Tekjur af hátíðahöldum sjómanna í Reykjavík
þennan dag renna óskiptar í sjóðinn. En eins og
geta má nærri mundi það fé hrökkva skammt til
hinna fyrirhuguðu framkvæmda. Sjómannadags-
ráðið hóf því fjársöfnun, einkum meðal sjómanna
og útvegsmanna. Tókst þessi söfnun svo vel, að
jafnvel yfirsteig vonir forgöngumannanna. Og
síðan hafa byggingarsjóðnum borizt margar stór-
rausnarlegar mmningargjafir. Sýnir þetta eins
vel og bezt má verða hinn ríkjandi anda. Hér er
þá aftur ein sönnun fyrir viðreisnarvilja íslenzku
þjóðarinnar, því áformað er með þessu fé að
græða enn einn kalblettinn á menningarlífi ís-
lendinga.
Með þessari fjársöfnun er lagður homsteinn
að nýju menningarfyrirtæki fyrir ókomna tím-
ann. Fólk, sem nú lifir og vill heiðra minningu
látinna vina eða vandamanna með því að senda
þessum sjóði minningargjafir um þá, eða arfleiðir
sjóðinn að fjármunum eftir sinn dag, gerir tvennt
í senn: Það leggur stein í byggingu framtíðar-
fyrirtækis, sem verður óefað talið stórt skref í
menningarátt, er það rís af grunni. í annan stað
er þetta ein ákjósanlegasta leiðin til þess að
geyma nöfn látinna manna í heiðri meðal kom-
andi kynslóða. Dvalarheimilið mun halda skrá
yfir alla styrktarmenn sína, sem geymd verður
á öruggum stað. Auk þess sem nöfn verða skráð
10 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ