Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 39
Björgimarsveitin frá Sorrento var komin á
strandstaðinn. Hafði hún brotizt móti veðrinu 5
mílna vegalengd, eftir troðningum, sem að mestu
lágu um þétt skógarkjarr. Þegar komið var fram
á klettabrúnina móts við skipsflakið heyrðist
dauft óp. Var nú farið eftir einstigi niður í fjör-
una, og fundu menn þar hinn brotna björgunar-
bát og skipbrotsmennina 7.
Skipbrotsmennimir, sem voru mjög aðþrengd-
ir, voru nú ýmist studdir eða bomir upp eftir
einstiginu, upp á klettabrúnina. Þaðan vom þeir
fluttir í námumannakofa, sem voru þar skammt
frá, og veittur matur og hjúkrun. Tveir sjó-
mannanna vom mikið meiddir og var farið með
þá í vagni til Sorrento.
Samtímis því, sem hinir meiddu sjómenn komu
til Sorrento, lenti björgunarbáturinn frá Queens-
cliff þar með línubyssu-útbúnað, sem hann hafði
sótt til Point Neapen. Var línubyssu-útbúnaður-
inn þegar fluttur áleiðis á strandstaðinn á sama
vagni og sjómennirnir komu með. í birtingu var
búið að koma tækjunum fyrir á strandstaðnum
og æfð björgunarsveit tilbúin að taka til starfa.
Úr landi sáust 3 menn um borð í barkskipinu,
sem síðar reyndust vera skipstjórinn, timbur-
maðurinn og Mackenzie. Stýrimaður hafði gert
drykkjarföngum skipsins góð skil um nóttina og
neitaði nú að yfirgefa klefa sinn. Stórsiglan var
fallin og rárnar á hinum siglunum slógust ofsalega
til þegar skipið hentist fram og aftur í brimgarð-
inum. Stór rifa var komin á skipið miðskipa, og
sjórinn flæddi þar út og inn. Litlu síðar tók
skipið að síga niður um miðjuna, en jafnframt
hæbkuðu báðir endar þess. Það leyndi sér ekki
að skipið var brotið sundur í tvennt.
Björgunarsveitin tók nú til starfa. Línubyssu-
skotið heppnaðist vel. Nauðsynlegur en seinunn-
inn undirbúningur fór nú fram til þess að geta
dregið skipbrotsmennina í landi í björgunarstól.
Þeim undirbúningi verður ekki lýst nánar hér,
en hann stóð yfir í 3 klukkustundir.
Björgunarstóllinn var nú tilbúinn til notkunar
og var timburmaðurinn fyrst dreginn í land í
honum. Á meðan á því stóð, fór skipstjóri aftur í
til stýrimannsins og reyndi að fá hann til að
koma upp og láta draga sig í land í björgunar-
stóilnum. Stýrimaður neitaði að fara upp, sagði
hann að öllu væri óhætt, því að skipið mundi
ekki liðast sundur að svo stöddu. Skipstjóri
reyndi að koma vitinu fyrir stýrimanninn, en
árangurslaust. Fór hann aftur upp við svo búið,
og lét draga sig í land. Á meðan hann var á leið-
inni í land féll toppstöngin af aftursiglunni í
sjóinn.
Fór Mackenzie nú aftur í og reyndi að fá stýri-
mann til að koma upp. Hann neitaði ennþá að
yfirgefa klefa sinn, en hinn þrái Skoti neitaði að
taka svarið til greina.
„Þú fylgir mér upp með góðu eða illu,“ sagði
Skotinn, „og ef þess gerist þörf, þá slæ ég þig í
rot og ber þig svo upp.“ Þetta dugði. Það rann
af stýrimanninum og fylgdi hann nú Mackenzie
upp.
Ekki voru þeir fyrr komnir fram á skipið en
ógurlegir brestir og skruðningar kváðu við, er
stálplötur skipsins rifnuðu og flettust í sundur,
því að nú þverkubbaðist skipið sundur um miðju,
en skutur skipsins stóð lóðrétt niður á endann.
Maokenzie var kominn upp í sigluna, þar sem
dragreipi björgunarstólsins var fest. Kallaði hann
til stýrimanns og bað hann að flýta sér þangað,
því að hann ætlaði sér að láta hann fara í land í
björgunarstólnum á undan sér. Björgunarstóll-
inn var svo nálægt, að Mackenzie þurfti ekki
annað en rétta út hendina til að ná í hann, en þá
vill svo illa til, að dragreipið shtnar og björg-
unarstóllinn fellur niður á framenda skipsins.
Hafði dragreipið núizt sundur við reiða skipsins.
Voru nú ekki önnur ráð til þess að komast í
land heldur en að láta draga sig gegnum brim-
garðinn, og var það allt annað en árennilegt.
Þeir flýttu sér nú fram á skipið, og Macbenzie
reyndi að fá stýrknanninn til að grípa tækifærið,
fai'a í björgunarstólinn og láta draga sig í land,
en hann neitaði því.
„Það er þýðingarlaust,“ sagði haim og benti
með skjálfandi hendi út í hvítfyssandi brimlöðrið.
Mackenzie gerði allt, sem hann gat til að fá
stýrimanninn til að fara í stólinn, en allt kom
fyrir ekki. Hann hefði getað gert alvöru úr hót-
un sinni — slegið stýrimanninn í rot og troðið
honum í stólinn — en það hefði verið sama sem
að ganga af honum dauðum, því að engin von
var um það, að meðvitundarlaus maður kæmist
lifandi gegnum brimgarðinn.
Hróp úr landi vöktu athygli Skotans. Hann
leit upp, og í sömu svifum féllu topparnir af
báðum fremstu siglunum í sjóinn með braki og
brestum.
Var nú auðsætt, að eftir engu var að bíða. Sem
SJÓMANNADAGS3LAÐIÐ 19