Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Síða 41
Friður
Þegar blaðið var að verða fullprentað, kom
fregnin um það, að vopnaviðskiptum í hinum
ægilega hildarleik í Evrópu væri lokið. En er
nokkur raunverulegur friður kominn þrátt fyrir
það? Friður á jörðu hefur jafnan verið hið æðsta
takmark allra tíma. En stöndum vér nú nokkuð
nær því marki en áður? Fyrir 27 árum fögnuðu
menn einnig friði. Sömu aðilar fögnuðu þá sigri.
En sá sigur breytti engu eða skar ekki úr um
neitt, sem leitt gæti til meiri velfarnaðar manna
eða þjóða. Miklu fremur er ástæða til að halda
að hann hafi beinlínis orðið spíra að þeim skelfi-
lega ófriði, sem nú er aflétt.
Væri það ekki óbærileg tilhugsun, ef eins ætti
að fara nú?
Og sannleikurinn er sá, að á því er mikil
hætta, ef ekki verður algerlega söðlað yfir um
hvað snertir hugsanagang alls þorra manna.
í farvegi hins ofstækisfulla hatursáróðurs
verður að veita straumum umburðarlyndis og
fyrirgefningar. í stað grimmdaræðis og djöfuls-
skapar verður að rísa almenn mannúðar- og um-
bóta alda. Þeir, sem staðið hafa framarlega í
sjálfri vopnabaráttunni eru varla líklegir til
þeirrar forustu. Þar verða að koma til aðrir hæfi-
leikar og allt önnur þjálfun en nauðsynleg er til
að heyja stríð. Þar sem friður og réttlæti á að
ríkja eru ekki til neinir sigurvegarar og heldur
ekki neinir sigraðir. Aðeins þau viðhorf, er menn
hverfa frá villu síns vegar.
Það er ekki nema eðlilegt, og að því liggja
margar orsakir, að bæði þjóðir og einstaklingar
séu hlutlausir í ófriði, en í baráttunni fyrir frið-
inum á enginn og má enginn vera hlutlaus. Þar
á það við og hvergi annars staðar, að sá, sem
ekki er með oss, harm er ó móti oss.
Islendingar hafa verið hlutlausir í þessum ó-
friði, en í baráttunni fyrir friðinum, sem ó eftir
honum kemur, meiga þeir ekki vera hlutlausir.
Endurminningin um hina mörgu og mannvæn-
legu syni þjóðarinnar er fallið hafa af völdum
styrjaldarinnar, á að vera oss hvatning til að
hefja friðarins merki þannig, að landinu og lands-
mönnum sjálfum verði sómi að.
sennilega komizt örugglega frá landi. Engin ákæra
kom fram á hendur dráttarbátumim.
„Það var ekki hægt að sýkna skipstjórann á
Craigburn af ákærunni fyrir að neita aðstoð
dráttarbátanna,“ sagði dómsforsetinn. „Honum
bar þegar í stað að taka hvaða tilboði, sem bauðst
til að koma skipi sínu burtu af hinum hættulega
stað, sem það var statt á.“
Afsökun Kerr skipstjóra, sú, að hann treysti
því að skipið myndi afbera veðrið, jafnvel eftir
að það hafði neyðst til að leggjast fyrir akkeri,
var ekki tekin til greina.
Sakamálsrannsókn var síðan hafin til þess að
rannsaka ákærur á hendur Kerr skipstjóra fyrir
vanrækslu og drykkjuskap. Báðar ákærurnar
sönmuðust, og var hann sviftur skipstjóraréttind-
um. Einnig varð hann að greiða allan málskostn-
að vegna rannsóknarinnar.
Hins vegar var hann ekki álitinn ábyrgur
vegna mannslífa þeirra, sem fórust. Rétturinn leit
svo á, að þeir, sem fóru í bátinn og síðar drukkn-
uðu, hafi ekki aðeins gert það af frjálsum vilja,
heldur beinlínis móti ráðleggingum Kerr, því að
hann reyndi hvað eftir annað að telja þá á að
dvelja í skipinu þar til birti. Er þetta eina atriðið,
sem rétturinn hafði ekkert að athuga við í máli
skipstjórans.
Ahöfn björgunarskipsins sætti allmikilli gagn-
rýni fyrir það, að hafa haldið kyrru fyrir innan
við Höfðana, í stað þess að fara á strandstaðinn.
Hún afsakaði sig með því, að hún hefði ekki
fengið nógu glöggar upplýsingar frá merkjastöð-
inni í landi um hvernig ástatt var hjá Craigburn.
Þeir á merkjastöðdnni brugðust reiðir við og
mótmæltu þessari ásökun. Rannsókn fór fram út
af þessum ágreiningi, en engin niðurstaða fékkst
í málinu, því að hver bar af sér, en ásakaði
annan.
I ávarpi, sem einn af dómurimum flutti við lok
réttarins, komst hann þannig að orði:
„Enginn, sem kynnzt hefur málsskjölunum hér
fyrir réttinum, mun gleyma hinum óvanalega og
sorglega aðdraganda þessa slyss, sérstaklega
vegna þess, hve auðvelt var að afstýra því.“
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21