Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 48
Friðrik Halldórsson
um að hann hafði áhuga fyrir því að þýða fleiri
bækur, sem bæði vonu til fróðleiks og skemmt-
unar og þá sérstaklega er snertu líf og baráttu
sjómanna. Hefði honum enzt aldur, mátti vænta
frá hans hendi fræðandi og örvandi greina, jafn-
vel stærri ritverka um líf og baráttu íslenzkra
sjómanna á síðari tímucm. Hann brann af áhuga
fyrir því að verða að liði á þessu sviði, — því
þau eru svo nauða fá skáldin okkar, sem kunna
að lýsa sjómannalífi, það er helzt hann Guðm.
Hagalín, sagði hann eitt sinn við mig, er við
ræddum um þesis mál. Friðrik var maður hins
nýja tíma, glöggur á menn og málefni, skýr í
hugsun með Ijósa dómgreind. Hann studdi af
einlægni félagsmálahyggju þeirra tíma, er hann
lifði og studdi þá menn, er fyrir henni börðust.
Ofgastefnum og einræðis var hann andvígur.
Hann var maður lýðræðisins í orðum og athöfn-
um og trúði á rétt og þroska hins stritandi
manns til þess að verða herra hinna tímanlegu
gæða.
Með Friðrik Halldórssyni er horfinn einn þeirra
28 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
manna, sem líklegastur var til þess að nota penn-
ann sem málsvari hinnar íslenzku sjómannastétt-
ar á næstu árum, ef hans hefði notið við. Að
honum er sjónarsviptir og skarð fyrir skildi. —
„f>eir, sem guðirnir elska, deyja ungir,“ segir
fornt spakmæli. Um riðrik rnátti segja það. Hann
átti marga vini en enga óvini eða öfundarmenn,
og virtur og metinn að verðleikum af þeim, sem
þekktu hann bezt.
Fráðrik var fæddur 19. marz 190 í Hafnarfirði,
sonur Halldórs Friðrikssonar skipstjóra og konu
hans, Önnu Erlendsdóttur. Var Friðrik 4. barn
af 6 þeirra hjóna. Halldór er Breiðfirðingur að
ætt og uppruna, en kunnur skipstjóri hér syðra
á þilskipaöldinni, en kona hans Anna er sunn-
lenzkrar ættar. Friðrik kvæntist árið 1936 Helgu
Stefánsdóttur, ættaðri úr Húnavatnssýslu. Eign-
uðust þau 3 dætur. Um líf og starf hans er áður
getið. Við andlát hans kom ljóslega fram hve
mætan mann var verið að kveðja. Stéttrbræður
hans loftskeytamennimir kostuðu útför hans og
gerðu hana á mjög veglegan hátt. Minningar-
gjafir streymdu til Slysavarnafélagsins hvaðan-
æva og til ekkju hans. Slysavamafélag Islands
stofnaði sjóð til minningar um hann, og sé hon-
um varið til björgunarverðlauna.
Sýnir þetta og sannar, að vinsæll og góður
maður var kvaddur.
Minning hans lifi.
Sigurjón A. Ólafsson.
Ólíkt höfumst við að
Um leið og Danir fögnuðu frelsi sínu undan
áþján og kúgun, skeði sá hörmulegi atburður, að
nokkrir ofsætkisfullir „frelsissinnar“ í Kaup-
mannahöfn drápu einn af mikilhæfustu íslenzku
rithöfundunum, Guðmund Kamban, án dóms og
laga. Á sama tíma hefir íslenzku landsstjóminni
þóknast að náða danska landráðamanninn Gott-
fredsen, er mest hefir svívirt Islendinga og þá
sérstaklega íslenzka sjómenn.