Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Síða 55
Versta sjóferðin mín
Fyrir 30 árum var ég sem ungur maSur staddur
í Liverpool, með stýrimannkírteini upp á vasann
í leit að skiprúmi. Mig vantaði tveggja mánaða
siglingatíma til þess að geta farið á sjómanna-
skóla og lesið undir skipstjórapróf.
Það var lítið um lausar stýrimannsstöður, og
tíu fyrir einn um hverja stöðu, sem losnaði, en
eftir nokkurra vikna leit og mikil vonbrigði, þá
rakst ég á skipsrúm, sem að minnsta kosti hvað
tímalengdinni viðkom hæfði mér. Hvernig það
reyndist að öðru leyti, því komst ég seinna að.
Það vantaði stýrimann á gufuskipið Caliban,
sem nú lá í Maryport. Ferðinni var heitið til
Barry Dock, þar sem ferma átti kol til Bermuda.
Þaðan var ferðinni heitið til Northumberland
Straits í Austur-Canada, og skyldi ferma þar
timbur til Glasgow. Gert var ráð fyrir að ferðin
tæki 2 mánuði.
Umboðsmaður skipsins í Liverpool skoðaði mig
í krók og kring, athugaði meðmælabréf mín og
sagði: „Þér eruð maðurinn, sem okkur vantar.
eftir f. G. Bisset, yfirforingja
Launin eru 8 sterlingspund á mánuði. Þér farið
um borð í kvöld. Skipið siglir í fyrramáilð.“
Eg þaut heim, tók saman pjönkur mínar og
innan tveggja klukkustunda ók ég í gömlu vagn-
skrifli áleiðis til jámbrautarstöðvarinnar. í suð-
austan roki og hellirigningu sté ég út úr lestinni
á jámbrautarstöðinni í Maryport, kaldur og illa
til reika klukkan 11 um kvöldið. Þar var skugga-
legt um að litast og fátt um manninn. Brautar-
verðinu-m tókst löks með ópum og óhljóðum að
ná í gamlan mann, sem bauðst til að flytja pjönk-
ur mínar um borð í Caliban fyrir 2 shillinga.
Þegar þess var gætt að leiðin var alllöng og
veðrið slæmt, þá var flutningsgjaldið ekki ósaim-
gjamt.
Þegar ég kom að skipshliðinni brá mér heldur
en ekki í brún, því að ömurlegri ryðkláf heldur
en Caliban hafði ég aldrei augum litið. Ég fór
um borð og fann gamlan mann hálfsofandi í eld-
húsinu. Reyndist þetta vera vökumaður. Hann
hjálpaði mér til að koma dóti mínu niður í
Áætlað er að skip eins og þetta rnuni kosta um
milljón dollara, en þeir, sem hugmyndina eiga
að framkvæmdinni, telja að það muni borga sig
niður á þremur árum, þó með 100 000 dollara
nettó-hagnaði á ári, og eftir það skila 400 000 doll-
ara hagnaði á ári, miðað við núverandi markaðs-
verð á fiski.
Hér hefur í lausu formi verið dregið fram það,
sem fylgdi mynd þessari í hinu ameríska blaði,
sem þetta er þýtt úr. Fljótt á litið virðist þetta
vera fjarlægur framtíðardraumur, að slík skip
komi almennt á fiskimiðin, en margt undraverð-
ara hefur þó skeð nú síðustu ár og mánuði á
sviði tækninnar.
Fyrir þá, sem horfa fram og trúa á framtíðina,
hafa orð eins og „nýbyggingaráform11 undraverð-
an rnátt, en fyrir þá, sem sautlast og hika í
hverju spori, og sífellt horfa aftur, hefur sama
orðið hrellandi áhrif. Það, sem í dag var talið
ómögulegt, er oft sjálfsagður hl-utur á morgun.
íslenzkir sjómenn eru þjálfaðir í andviðrum,
og því eðlilegt að horfa fram og hika hvergi.
Þeim er bölvanlega við að hjakka í sama farinu
og alvanir að fórna miklu til þess að komast
ófram. Islenzkir sjómenn og sjávarútvegsmenn
ha-fa ávalt átt við áhættusama atvinnu að etja,
-og eiga nú framundan stórkostlega samkeppnis-
bará-ttu við aðrar þjóðir í fiskveiðimálum, þess
vegna þurfa þeir að hafa vel opin augun fyrir
öllu-m nýjungum í smáu og stóru í þessum efnum.
Halldór Jónsson.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35