Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 57

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 57
var að sjá, sem skipstjóri áliti þetta sjálfsagðan hlut og var hann þegar sofnaður. Ég átti næturvökuna, svo að Slater leysti mig af verði klukkan 4 um nóttina. Það var suðvest- an kaldi, talsverð undiralda og loftvogin var fall- andi. Fiskimönnunum okkar gekk illa að stýra skipinu og var ég mestalla vökuna að reyna að koma þeim á lagið með það. Klukkan 8 um morguninn kom ég aftur á vöku. Var þá komið suðvestan rok. Skipið hjó mikið og hraðinn var aðeins 4 sjómílur. Skipið var fullhlaðið og sjór- inn brotnaði á því eins og á blindskeri, svo að hættulegt var að fara um þilfarið. Það eina góða við þetta var, að kolarykið hreinsaðist burtu af skipinu. A þriðja degi breyttist vindáttin og sjór varð mjög ruglingslegur og slæmur. Um hádegisbilið féll brotsjór á skipið og bra'ut hann lúkuhlerana á framlestaropinu. Ég snéri skipinu undan vindi, lét vekja alla hásetana og hófum við svo viðgerðina. Sem betur fór áttum við til nokkra vara-lúku- hlera. Tókst okkur brátt að loka lestinni og skálka hana, Til frekara öryggis hlóðum við laus- um plönkum yfir lestaropið og bundum þá síðan fasta. Þegar þessu var að verða lokið, lenti skipið ofan í öldudal, brotsjór féll yfir það og þilfars- brunnurinn fylltist alveg af sjó. Hver maður reyndi að bjarga sér sem bezt hann gat. Róberts gamla skolaði inn undir járnstiga og festist hann þar. Þegar við komum honum til hjálpar var hann kominn að því að drukkna, og auk þess hafði hann lærbrotnað ofanvert við hægra hnéð. Með miklum erfiðismunum tókst okkur að koma honum í rúmið, en til þess urðum við að bera hann niður 2 bratta stiga. Ég, Slater og timbur- maðurinn bjuggum þvínæst um beinbrotið eftir reglum þeim, sem gefnar voru í lækningabók skipsins. Nú voru aðeins eftir 2 viðvaningar á hvorri vöku, og annan þeirra þurfti til þess að stýra. Veður fór nú batnandi og hélzt síðan gott nokk- um tíma. Einn góðviðrisdaginn varð einn kynd- arinn óður og munaði minnstu að hann gerði út af við annan vélstjóra. Kyndarinn hafði skóflu að vopni og hótaði að gera út af við okkur alla. Eftir harða viðureign — því að kyndarinn var hraustmenni hið mesta — tókst okkur að koma böndum á hann, og var hann því næst lokaður inni í áhaldageymslu timburmannsins. Annar vélstjóri varð nú að leggjast í rúmið. Hafði hann í viðureigninni við kyndarann hlotið hættulegt höfuðsár og auk þess fengið snert af heilahrist- ing. Féll það nú í minn hlut að annast báða sjúk- lingana, því að ekki þurfti að reikna með Gamble skipstjóra, sem oftast lá í rúmi sínu og stundi af gigtarverk j um. Á 17. degi komum við til Bermuda og var skipinu lagt í flotahöfnina. Dvöldum við þar í 10 daga í ágætis veðri og gleymdum við því brátt áhyggjum okkar. Skipstjóranum varð vel til vina. Bjó hann allan tímann í landi og skemmti sér prýðilega. Annar vélstjóri hresstist og gat farið að stunda vinnu sína, en Róberts var fluttur á sjúkrahús. í hans stað réðum við á skipið uppgjafasjómann að nafni Stanley. Þurfti hann að komast til Englands og því greip hann þetta tækifæri. Þegar lokið var við að afferma kolin, yfirgáf- um við hina fögru Bermudaeyju með miklum söknuði og héldum í áttina til Cape Tormentine í Northumberland Straits og lá leið okkar gegn- inn hið þrönga Gut of Canso, sem aðskilur Cape Breton Island frá Nova Scotia. Caliban var svo létt að skrúfan stóð hálf upp úr sjónum, en við vorum vongóðir. I 4 daga gekk allt að óskum, en þá skall á okkur norð- vestan hvassviðri og skipið hætti að láta að stjóm. Frost var mikið, svo að mikill klaki hlóðst á skipið og jók það mjög á krankleika þess. Við áætluðum stöðu skipsins yera 50 sjómílur norð- vestur af Sáble Island, en hún var illræmd meðal sjófarenda. Rak okkur nú í áttina þangað. Eftir 36 klukkustunda rek, eða að morgni annars dags, sáum við stór brot á bakborða. Kom okkur sam- an um að þau mimdu vera á yztu grynningum. Okkur bar framhjá, en það munaði mjóu að illa færi fyrir okkur. Þegar veðrið lægði sáum við suðdrströnd eyjarinnar og settum nú stefnu til Gut of Canso. Þangað komum við morguninn eftir og héldum nú inn Sundin. Var nú norðan stormur og okkur leið illa vegna hins mikla kulda. Einkum kom kuldinn hart niður á hásetunum, sem áttu lítið af hent- ugum kuldafötum. Við vorum svo heppnir að eiga til um borð talsvert af þykkum strigapokum. Ur þeim gerðum við okkur skjólgóð utanyfirföt, sem komu að mjög góðum notum, þótt þau væru ekki eftir nýjustu tízku. Síðla dags 12. nóvember var komið til Tormen- tine. Var þar hafnargarður, sem náði um 1 sjó- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.