Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 58

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 58
mílu út í sjóinn, og á enda hams var „J“ mynduð trébryggja. Stór og stæðilegur maður kom um borð. Nafn hans var Maude og sagðist hann vera hafnsögumaður. Hann sagði okkur jafnframt að hann væri dómari, lögregluþjónn, hafnarstjóri, borgarstjóri og birgðastjóri borgarinnar Tormen- tine, og að í borginni væru 200 timburhús og rækjuverksmiðja. Hafnsögumaður og skipstjóri fengu sér nú 2 rommstaup, en síðam var haldið áfram með skipið inn í höfnina. Það gekk illa að fá skipið til þess að fljóta upp að bryggjunni. Tvær tilraunir voru gerðar, en það tókst ekki. Hafnsögumaður og skipstjóri fengu sér þvi eitt eða tvö rommstaup til viðbótar. Gerðu þeir svo þriðju tilraunina og tókst þá með miklu blóti og formælimgum að koma skipinu upp að bryggju- endanum. Þaðan var það svo fært á sinn stað inn okkar voru við vindumar. Þeir voru skjálfandi í krókinn. „Bindið skipið með öllu því, sem þið eigið til, drengir,“ kallaði Maude. „Það er mesta veðravíti hér um slóðir.“ Að því búnu reikaði hann ásamt skipstjóranum upp bryggjuna áleiðis til borgar- innar, og virtust þeir vera í bezta skapi. Eins og allt annað um borð hjá okkur voru landfestamar mjög lélegar. Eg lét því lása úr einum lið af keðju og batt skipið með henni til öryggis. Morguninn eftir var byrjað á því að ferma skipið með timbri. Var það tekið af jámbrautar- vögnum, sem stóðu á bryggjunni. Verkamenn komu timbrinu fyrir í lestinni, en viðvaningarnir af kulda og fyrst í stað vom þeir mestu klaufar við þetta, en eftir að búið var að leiðbeina þeim rækilega, gátu þeir leist verkið sómasamlega af hendi. Einn daginn vildi það til, að „bóma“ losn- aði og slóst með miklum krafti í reiðann á fram- siglunni. Reiðinn slitnaði um „splæs“, rétt fyrir ofan reiðaþvingumar. Við Slater tókum til við að lagfæra skemmdimar, en okkur vannst verkið seint, því að frostið var svo mikið, að við urðum alltaf að vera að hætta öðru hvoru til þess að hlýja okkur á höndunum. Loksins eftir vikutíma var verkinu lokið. Það fer ennþá hrollur um mig þegar ég minnist þessa kuldaverks. Þegar rok var, gengu öldumar yfir bryggjuna og skipið, svo að mikill klaki myndaðist og tafði hann mjög fyrir vinnunni, enda varð hleðslunni ekki lokið fyrr en eftir 12 daga. Timbur var látið í þilfarsbrunnana og þeir fylltir jafnhátt borð- stokkunum. Var það síðan bundið niðrn- með /írum, sem voru strengdir fastir með vindunum. Þegar allt var orðið fullt, var 1 járnbrautarvagn fullur af timbri eftir á bryggjunni, en þrátt fyrir mótmæli mín var timbrið úr honum einnig flutt um borð. „Þið látið það bara fara fyrir borð við fyrsta tækifæri,“ sagði umboðsmaðurinn, „og fær- ið það inn í dagbókina sem sjótjón.“ Hafnsögumaður og Gamble skipstjóri komu saman um borð á síðustu stundu, og tókst þeim slysalaust að koma skipinu frá bryggjunni. Var nú haldið til Sydney á Cape Breton eyju til þess að taka kol. Nokkrum klukkustundum eftir að við létum úr höfn skall á með blindhríð. Uppgötvuðum við brátt að gufuflautan var frosin föst, einnig var dýptarmælirinn eitt klakastykki og því ónot- hæfur. Var því lagst til akkeris og legið í 12 klukkustundir, en þá birti til. Sáum við þá, að við vorum aðeins V2 sjómílu frá klettóttri strönd, en 10 sjómílum norðar heldur en við áttum að vera eftir stefnunni, sem við höfðum stýrt. Rann- sókn leiddi í ljós að spíritusinn á áttavitanum var frosinn, og áttavitinn því ekki nothæfur. Var nú farið með áttavitann aftur í eldhús og spíritusinn á honum þýddur þar. Var síðan haldið áfram til Sydney án þess nokkuð bæri til tíðinda. Þegar til Sydney kom, fóru þeir skipstjóri og yfirvélstjóri í land „til þess að athuga kolin“. Var síðar hent allmikið gaman að þessari rannsóknar- för þeirra, því að 4 klukkustundum eftir að Cali- ban var tilbúin til brottferðar komu þeir dauða- drukknir um borð, og því næst voru þeir 2 klukkustundir að kveðja vini sína, sem fylgdu þeim um borð. Loksins létum við úr höfn, en landgöngumennimir gengu til náða. Áður en skipstjóri yfirgaf okkur, sagði hann við mig: „Þú setur stefnuna á Fastnet, og lætur mig svo vita hvemig gengur.“ Fengum við nú vestan storm og úfinn sjó, svo að skipið valt afskaplega, en okkur miðaði vel áfram. Þegar við vorum um það bil á miðju At- lantshafinu náði veðrið hámarki með ofsaveðri, svo að við ætluðum að fara að andæfa upp í vind og sjó. Vitum við þá ekki fyrr til en skipið tekur mikla veltu á stjómborða, svo að brunn- farmurinn aftur á skipinu losnaði úr skorðum. Víramir héldu, en mest af timbrinu þjappaðist saman út í stjómborðahlið, svo að skipið tók að hallast. í sama mund hrópaði Stanley, — sem var við stýrið, — að stýrisútbúnaðurinn væri bilaður. 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.