Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 66

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 66
Myndir frá Sjómannadags- hótíðahöldunum ó Ákranesi Hámark hátíðahaldanna á Akranesi var það, er sjómannasamtökin þar og ýmsir aðrir, er að því unnu, afhentu Akraneskaupstað veglega sundlaug að gjöf. En þessir aðilar voru stjórn Minningarsjóðs Bjarna Ólafssonar skipstjóra, skipstjórafélagið „Hafþór“, Sjómanna- og vélstjóradeild Verkalýðs- félags Akraness, er höfðu bundizt samtökum til þess að koma upp fullkominni sundlaug með til- heyrandi böðum og útbúnaði. Var fjársöfnun hafin í sambandi við Sjómanna- daginn og gekk hún ákaflega vel, þar sem almenn- ur og ríkur áhugi var fyrir því að þetta mætti takast sem fyrst. Ofannefndir aðilar kusu fram- kvæmdanefnd, sem þessir menn áttu sæti í: Frá Menningarsjóði Bjarna Ólafssonar: Ól. B. Björnsson, Níels Kristmannsson* Þórður Ás- mundsson ag síðar Júlíus Þórðarson. Fyrir sjómannadeildina: Guðmundur Svein- björnsson. Fyrir vélstjóradeildina: Gunnar Guð- mundsson og fyrir skipstjórafélagið „Hafþór“: Axel Sveinbjörnsson. Nefndinni fannst tímabært að hefja bygging- una vorið 1943. Laugin var vígð á Sjómannadag- inn 4. júní kl. 4 e. h. að viðstöddu mjög miklu fjölmenni. Laugin var vígð með því, að 3 sjó- menn í fullum sjóklæðum stungu sér og syntu yfir hana. Það, sem sérstaklega einkennir laug þessa er það, að hún er fyrsta laug hér á landi, sem hefur áhorfendasvæði. Myndirnar sýna vígslu laugarinnar og annað , sambandi við þessi hátíðahöld. 46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ J

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.