Barnabók Unga Íslands - 01.01.1905, Blaðsíða 31

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1905, Blaðsíða 31
ONGA ISLÁNDS. 31 Ofan til i þvi var sei'hey og stargresi. Sök- um hita, sem hai'ði hlanpið i heyið, hafði það sigið meira öðru megin og hallaðist því um kollinn. Var því spelkað við það langt og digurt rekatrje, svo að það skyldi eigi snarast á hliðina. Einhverju sinni ætlaði Skjalda að fá sjer góða tuggu úr lieyinu. En svo fór, að hún ruddi trjeriu um koll, og varð sjálf fyrir því og lærbrqtnaði. Henni var lógað þegar í stað. Jeg harmaði afdrif Skjöldu minnar fögrum tárum og tregaði lengi síðan. Hornin af henni, er voru bæði mikil og frið, sló jeg eign minni á og varðveitti. Seinna ljet jeg smíða úr öðru þeirra spæni og borða jeg jai'nan með einum þeirra. En hitt hornið geymi jeg vel og vand- lega eins og helgan dóm til minningar um Skjöldu gömlu.

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.