Barnabók Unga Íslands - 01.01.1905, Blaðsíða 35

Barnabók Unga Íslands - 01.01.1905, Blaðsíða 35
UNGA ISLANOS. 35 Snotra veslingurinn er sjúk enn þá, eins og von er«. Mamma Þórðar lofaði honum að bera Snotru matinn á degi hverjum. Hann var ósköp góður við liana og hvolpana hennar, eu þorði aldrei að koma við þá. Þegar tímar liðu, f'ór Snotra að verða óstöðugri hjá þeim. Þá skriðu þeir stund- um úl úr bælinu á meðan hún var í burtu. En er hún kom aptur, tók hún þá með tönnunum og bar upp í bælið. Þetta þótti Þórði mjög merkilegt og sagði mömmu sinni frá. »Þetta er siður hundanna, er þeir vilja færa hvolpana úr stað«, sagði hi'in. Smámsaman stækkuðu hvolparnir og fóru að hlaupa lil og frá um bæinn og hlaðið. En alll ai' var Snotra einhversstað- ar á ferli eða lá í grendinni og hafði gát á þeim. Þórði var nú sagt, að liann mætti eiga einn hvolpinn, En hann vissi ekki, liver honum þætti fallegastur. Honum þótti þeir í raun og veru allir jafnfallegir og vildi helzt eiga þá alla. Svo fór hann til mömmu sinnar og bað hana að kjósa fyrir sig. 3*

x

Barnabók Unga Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnabók Unga Íslands
https://timarit.is/publication/564

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.