Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 30

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 30
 Mý smásaga eftir Guðmund Gíslason Hagalín rithöfund Árið 1950 kom frá minni hendi smásagnasafnið Við Maríumenn. I því eru 12 sögur, tileinkaðar „félög- um mínum frá sjómennsku árun- um“ á vestfirzkum handfæraskút- um. Þeir, sem frá er sagt, eru á segl- skútu, sem heitir María. Skipstjóri er gamall og þrautreyndur hörku-og snilldarsjómaður og eigandi skút- unnar, Ari Dagbjartur, og stýri- maður hans er, þegar þessi saga ger- ist, aldraður kynjakarl, sem Markús heitir Sveinbjarnarson. Sögumaður- inn er seytján ára gamall piltur, Oddur Brynjólfsson, sem er raunar ég sjálfur, enda nöfnin Oddur og Brynjólfur algeng í ættum mínum. Við Markús vorum vildarvinir, var hann sjór af sögum og rímum og til í brellur, þótt gamall væri. Hann kallaði mig gjarnan Hvít sinn eða Hvít litla, en ég hann Mórauða karlinn eða Litla manninn. Fyrir- myndir hafði ég að öllum á Maríu, og sagan Veganestið er að mannlýs- ingum og efni sannleikanum sam- kvæm. Bjarni litlan hlaut viðurnefni sitt af því, að hann sagði, að þegar hann hefði farið í fyrsta skipti suður i Reykjavík á vetrarvertíð, hefðu skipstjórar hikað við að ráða hann, af því að „þeim þótti öllum ég vera svo Litlan.“ Þar sem vikið er að afla á Maríu, er átt við skippund af þurrkuðum saltfiski. Þess skal að lokum getið, að ég endurskrifaði nú sögukornið og breytti ýmsu í frásögn og orðalagi. Sagan sýnir ljóslega, að þó að skipverjum á handfæra- skipunum væri skipt á fastbundnar 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Guðmundur G. Hagalín, skáld og rithöfundur hlaut heiðursmerki sjómanna í fyrra á Sjómannadaginn, en fáir íslendingar hafa ritað sögur af sjómönnum af slíkri snilli og innlyfun sem Guðmundur Hagalín, enda sjómaður frá blautu barnsbeini fyrir vestan. Hagalín samdi þessa smásögu sérstaklega fyrir Sjó- mannadagsblaðið. Þá flutti Hagalín snjalla ræðu í hófi sjómanna að Hótel Sögu á sjómannadaginn 1975.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.