Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 47
Fulltrúi ríkisstjórnarinnar dr. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. sjómannadagsins. Helga Guðlaugs- syni sjómanni og Jóhannesi S. Sig- urbjörnssyni skipstjóra, en báðir hinna síðasttöldu eru starfandi á skipum Hafrannsóknastofnunar- innar. Þá hlaut Guðmundur G. Hagalín rithöfundur gullkross Sjómanna- dagsins, en það er sá sjöundi í röð- inni sem hefur hlotnast þessi heiður frá upphafi Sjómannadagsins. Loks afhenti form. sjómanna- dagsráðs Tómasi R. Hannessyni Fjalarbikarinn svonefnda, sem veittur er þeim nemanda í Vélskól- anum sem bestan árangur hlýtur í prófi í vélfræði á 3ja stigi. Afreksverðlaunabikarinn var ekki afhentur að þessu sinni. Að loknum ræðuhöldum og heiðrunum hófst kappróður, sigl- ingakeppni og koddaslagur. f kapp- róðri tóku þátt fO sveitir, þar af ein kvennasveit. Af sjómannasveitum varð róðra- sveit af m.b. Stíganda RE — hlut- skörpust og réri 400 m. vegalengd á 1:41,8 mín. en tækjamenn Eimskips voru fræknastir af landsveitum og réru fyrrgreinda vegal. á 1:46,1 mín. Mikið fjölmenni var í Nauthóls- vík á meðan hátíðahöldin fóru fram. Má segja að langt hafi verið síðan jafnmargir sjómenn voru saman komnir í landi á þessum degi a.m.k., hér í Reykjavík, enda stóð yfir verkfall á hinum stærri togur- um. Á hátíðasvæðinu fór fram veitingasala að vanda og önnuðust kvenfélagskonur sjómannskvenna sölu veitinganna, en allur ágóði veitingasölunnar rann til barna- heimilis Sjómannadagsins að Hrauni í Grímsnesi. Þá var gamall háttur upphafinn á ný varðandi veðbanka í sambandi við kapp- róðurinn. Það vakti ánægju for- svarsmanna sjómannadagsins hve þessi frumraun veðbankans vakti mikla athygli og jók áhuga hátíðar- gesta á kappróðrinum. Að venju var haldið hóf að Hótel Sögu um kvöldið og var þar glatt á hjalla. Sjómannadagsblaðið kom út að vanda, og var selt ásamt merki dagsins um land allt. 39. sjómanna dagurinn 13. júní 1976 ★ Sjómannadagsblaðið Lltyefandi: SJÓMANNADAGSRÁÐ RitstJ. og ábyrgðarm.: Guðm. H. Oddsson. Jónas Guðmundsson Rltnefnd: Guðlaugur Gíslason, Júlíus Kr. Olafsson, Guðm. H. Oddsson. Setning og umbrot: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun og bókband: isafoldarprentsmiðja Pétur Sigurðsson, alþingismaður formaður sjómannadagsráðs heilsar forseta ís- lands, dr. Kristjáni Eldjárn við dyr Dómkirkjunnar í Reykjavík. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.