Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 38
Óskar og Þóra.
skýrðum hann síðan Emmu og bátinn
höfum við gert út saman í tæp 10 ár.
Þetta skeði þannig að ég labbaði út í
Útvegsbanka til þess að tala við Björgvin í
Glettingi, var að huga að bát, en í leiðinni
hitti ég Jón í Bólstaðarhlíð Björnsson og
fer að rabba um málin við hann. Hann
spurði hvað ég ætlaði að láta bátinn heita
og ég sagði honum að ég væri að velta fyrir
mér Þóru nafninu, móðurnafni mínu.
Hann benti mér þá á Emmu nafnið og
sagði það hafa verið mikinn happabát,
Emmuna sem pabbi sinn hefði átt hlut í.
Ég veit ekki hvort hann vissi að konan mín
heitir Emma, en það nafn varð úr og það
er einnig tilviljun hvernig Addi Palli
gerðist meðeigandi minn. Emma var að
fara til þess að færa konu Adda Palla,
Arnórs Páls ValdLmarssonar, á sængina og
þá datt mér hann í hug. Ég rauk af stað til
hans þar sem hann var að múra í húsinu
sínu og bar upp erindið. Honum leist vel á
þetta, sló til og siðan hefur þetta gengið
stórvel með tíu ár að baki.“
„Þrautseigari en andskotinn“
Matthías er elztur þeirra bræðra, fer ser
hægt, en er þrautseigur eins og aðrir af
þessari ætt, þrautseigari en andskotinn
eins og sagt er í öllum ærlegum verstöðv-
um. Hann byrjaði í útgerð upp úr 1973,
keypti þá Metuna með Björgvin Ólafssyni
og þeir félagar endurbyggðu hana vendi-
lega, byggðu nýtt þilfar og nýja brú, en þá
komast Mangi bátabani í skipið og dæmdi
það úr leik. Þar féll Stóridómur þótt oft
hafi dyntir þótt ráða í meðferð skipa
gagnvart grun um fúa. Þessir ungu menn
fóru illa út úr upphafinu, en réðust í að
láta byggja nýtt skip. 150 tonna stálskip
sem var skýrt Bylgjan. Þeir voru með þeim
fyrstu sem lentu í hinum nýju lánakjörum
sem hafa verið dragbítur og draugagangur
á alla uppbyggingu útvegs í landinu og
það má heita undravert hve þessir ungu
rnenn hafa staðið af sérdrottnun kerfisins
og misbeitingu, en um langan tíma má
segja að lánasjóðirnir hafi þjóðnýtt þessa
ungu athafnamenn og aðra í sömu spor-
um, kreist út úr þeim ágóða af þeirra
dugnaði umfram öll eðlileg mörk.
Matthías byrjaði seint á þessari vertíð,
en var kominn með 1000 tonn i maíbyrj-
un. Kippir í kynið, drengnum þeim.
„Ég kyngi, en með
frekjunni hefst það“
Ég spjallaði við þá feðga stundarkorn
saman, en það var auðvitað ekki hægt að
ná þeim öllum saman í landi, því Kristján
var á sjó á Emmu og veiddi á línuna sem
hann hefur haldið sig við í vetur þrátt fyrir
aflahrotu og æðandi fisk um allan sjó. Þeir
hafa fiskað jafnt og þétt á línuna og verka
aflann sjálfir og það hefur gengið vel. Það
þarf bein til þess að halda sínu striki á línu
þegar mokað er upp í önnur veiðarfæri, en
það er skiljanlegt af þessari ætt.
I spjalli við þá feðga, Óskar. Matta,
Iðnir við kolann. Óskar Matthíasson jr„ 6
ára, sonarsonur útvegsbóndans og afia-
klóarinnar, búinn að kvitta fyrir sínum
fyrsta hlut fyrir innlagðan fisk hjá
Vinnslustöð Vestmannaeyja g.kr. 5715.
32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ