Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 78

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 78
enda hverjum manni færari neta- maður. Sjálfur neitar Tjái því, að hann hafi verið „rauður“ en ákveðinn verkalýðssinni, og þeir menn voru „rauðir“ í gamla daga í augum útgerðarmanna, bolsa skrattar. En menn þurfa nú ekki að vera bolsar til að vera andvígir 85 klukku- stunda samfelldri vöku við erfið verk, og Tjái segist strax sem krakki í vinnu hjá Edinborg hafa orðið verkalýðssinni, sér hafi of- boðið að sjá konur rogast með þunga kolapoka í uppskipunar- vinnu og þá líklega hefur kven- fólkið haft 10—15 aura á klukku- stund, því að fullgildir karlmenn höfðu 20 aura. Tjái gekk í Dagsbrún strax og hann hafði aldur til, var orðinn 16 ára, fékk ekki inngöngu fyrr, og síðan í Hásetafélagið þegar það var stofnað, „en ég hef aldrei haft mig í frammi í kaupdeilum“, segir hann. Gigtarkastið kom Tjáa uppá kant við útgerðina. Hann var þá á Snorra goða en á því skipi var hann frá 1932 til vertíðarloka 1934. Um vorið í vertíðarlokin eða í síðasta túrnum hafði hann fengið slæmt gigtarkast í mjóhrygg og síðu og var í koju tvo síðustu daga lokatúrsins. Hann fór til læknis strax og hann kom í land og síðan til læknismeðferðar í nudd og raf- magn og átti í þessum veikindum í einn mánuð. Nú var það í lögum, að háseti, sem lagður væri veikur í land, ætti rétt á kaupi í einn mánuð, og Tjái heimtaði sitt, en útgerðarforstjór- inn neitaði að skrifa undir reikn- inginn. Þá afhenti Tjái Sjómannafélag- inu reikninginn og það fór svo, að hann var greiddur um haustið. En áður en það yrði og meðan stóð í þessu stappi, fór Snorri goði á síld og Tjái skilinn eftir. Hann hafði ekki vitað annað en hann ætti víst pláss á Snorra, „ég hélt ekki ég væri lakasti maðurinn“ segir Tjái, en nokkru áður en Snorri hélt til síldveiðanna rakst hann af tilvilj- un á skipstjórann, sem tilkynnti honum þá, að hann hefði ekki pláss fyrir Tjáa á sínu skipi á síld- inni. Þetta kom Tjáa algerlega á óvart, og kom honum einnig mjög illa, síldin gaf oft togaramönn- unum góðan pening, og venjan var að fullgildir menn, sem verið höfðu vetrarvertíðina og staðið sig gætu treyst því að sitja fyrir síld- SMIDJUVOGI 7 - KÓPAVOGI - A3100 72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.