Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Page 78
enda hverjum manni færari neta-
maður.
Sjálfur neitar Tjái því, að hann
hafi verið „rauður“ en ákveðinn
verkalýðssinni, og þeir menn voru
„rauðir“ í gamla daga í augum
útgerðarmanna, bolsa skrattar. En
menn þurfa nú ekki að vera bolsar
til að vera andvígir 85 klukku-
stunda samfelldri vöku við erfið
verk, og Tjái segist strax sem
krakki í vinnu hjá Edinborg hafa
orðið verkalýðssinni, sér hafi of-
boðið að sjá konur rogast með
þunga kolapoka í uppskipunar-
vinnu og þá líklega hefur kven-
fólkið haft 10—15 aura á klukku-
stund, því að fullgildir karlmenn
höfðu 20 aura.
Tjái gekk í Dagsbrún strax og
hann hafði aldur til, var orðinn 16
ára, fékk ekki inngöngu fyrr, og
síðan í Hásetafélagið þegar það
var stofnað, „en ég hef aldrei haft
mig í frammi í kaupdeilum“, segir
hann.
Gigtarkastið kom Tjáa uppá
kant við útgerðina. Hann var þá á
Snorra goða en á því skipi var
hann frá 1932 til vertíðarloka
1934. Um vorið í vertíðarlokin eða
í síðasta túrnum hafði hann fengið
slæmt gigtarkast í mjóhrygg og
síðu og var í koju tvo síðustu daga
lokatúrsins. Hann fór til læknis
strax og hann kom í land og síðan
til læknismeðferðar í nudd og raf-
magn og átti í þessum veikindum í
einn mánuð.
Nú var það í lögum, að háseti,
sem lagður væri veikur í land, ætti
rétt á kaupi í einn mánuð, og Tjái
heimtaði sitt, en útgerðarforstjór-
inn neitaði að skrifa undir reikn-
inginn.
Þá afhenti Tjái Sjómannafélag-
inu reikninginn og það fór svo, að
hann var greiddur um haustið. En
áður en það yrði og meðan stóð í
þessu stappi, fór Snorri goði á síld
og Tjái skilinn eftir. Hann hafði
ekki vitað annað en hann ætti víst
pláss á Snorra, „ég hélt ekki ég
væri lakasti maðurinn“ segir Tjái,
en nokkru áður en Snorri hélt til
síldveiðanna rakst hann af tilvilj-
un á skipstjórann, sem tilkynnti
honum þá, að hann hefði ekki
pláss fyrir Tjáa á sínu skipi á síld-
inni.
Þetta kom Tjáa algerlega á
óvart, og kom honum einnig mjög
illa, síldin gaf oft togaramönn-
unum góðan pening, og venjan
var að fullgildir menn, sem verið
höfðu vetrarvertíðina og staðið sig
gætu treyst því að sitja fyrir síld-
SMIDJUVOGI 7 - KÓPAVOGI - A3100
72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ