Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 79

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1981, Blaðsíða 79
arplássi. Nú voru allir búnir að fullráða og sumir famir norður og það horfði ekki vænlega fyrir Tjáa. En líkt og hann datt af tilviljun í lukkupottinn, þegar hann unglingur fékk pláss á Snorra Sturlusyni, þá datt hann nú á ný í lukkupott fyrir einskæra tilviljun að hann segir. Af einhverjum ástæðum vantaði einn mesta síld- armann landsins háseta, þegar hann ætlaði að fara að leggja af stað norður. Það var enginn annar en Guðmundur Jónsson frá Tungu á Freyju sinni, efalaust miðað við stærð, mesta aflaskip síldarflotans fyrr og síðar. Hann lék það Guðmundur bæði á sinni fyrri Freyju, sem var 29 tonn og á línuveiðaranum Freyju, sem var 67 tonn að vera hæstur yfir síld- arflotann og ævinlega með topp- skipunum þótt sum þeirra hefðu margfalt burðarmagn á við Freyj- umar hans. Sumarið sem hann fékk á síðari Freyjunni 27 þúsund málin hlýtur hann að hafa landað um það bil annan hvem dag full- fermi. Honum gekk ekki illa að finna síldina honum Guðmundi og var þó ekki asinn á honum og Tjái segir um hann: „Freyja var lítið skip en vina- legt og skipverjar ágætustu menn. Guðmundur var heiðurskarl, ágætur stjómari og veðurglöggur með afbrigðum, hann hlóð- skip sitt eftir veðurútliti. Mér líkaði vel, það brást aldrei kast og aldrei hef ég verið með meiri rólegheitum við að ná síld. Indæliskarl, Guð- mundur. — Verið ekki með nein læti, sagði hann, það liggur ekkert á. Hann var sjálfur bassi.“ Þannig var það, að Tjái tapaði ekki á að missa síldarplássið á Snorra, efalaust haft upp meiri hýru og miklu léttari vinnu; síld- veiðamar á togurunum voru stundaðar af kröftum með erfið- um nótum á höndum og þungum bátum í róðri og það var níð að landa úr togurunum, allri síldinni keyrt langan veg upp bryggjur í handvögnum og þá tók einnig í handleggina að moka upp með göflum 2 þúsund málum eða meira í striklotu. Tjái var sem sé hinn glaðasti, þegar hann kom heim af síldinni og þurfti ekki að harma að vera skilinn eftir af Snorra goða, en skipstjórinn var ekki eins lukku- legur með að hafa skilið Tjáa eftir og á að hafa sagt oft um sumarið, þegar nótin var illa rifin „nú ætti Tjái að vera kominn, það var yfirsjón að hafa hann Tjáa ekki með.“ Tjái var nefnilega annálaður netamaður, einn sá færasti í tog- araflotanum eða svo segir Tryggvi Ófeigsson í sinni sögu, og það bera fleiri togaramenn, sem muna Tjáa sem netamann. „Ég hef alltaf haft gaman af því að bæta net,“ segir hann sjálfur. Hann var góður í reikningi, Tjái, en það var góðum netamönnum nauðsynleg gáfa. Og Tjái fékk plássið aftur á Snorra, en það átti nú ekki að verða, skipstjóranum var neitað um að hafa hann, en þá gekk sá maður í málið, sem hafði sitt að segja hjá _ útgerðinni, Ólafur nokkur Thors. Skipstjórinn fór á fund Ólafs niður i Alþingishús og bað hann aðstoðar, sér litist ekki of vel á mannalistann, sem út- gerðarskrifstofan hefði fengið sér, og hann yrði að fá Tjáa sem neta- mann, en því væri algerlega neitað. Það dugði skipstjóranum að tala við Ólaf; Tjái var ráðinn og var á Snorra í 8 ár eða allt til 1942. Hér lýkur nú að segja frá Tjáa í bili. Hann var lengi til sjós eftir þetta fór alfarinn í land 1955. Hann er enn hinn ernasti þegar þetta er ritað, þrælklár í kollinum en það er hjartað: „Sjáðu til ég tek pillur, tvær pillur á dag útaf hjartanu, ekki það, að ég hafi einhver óþægindi, heldur átti ég orðið erfitt með að sofa á vinstri hliðinni, og þá fór ég að taka þessar pillur. Eg sagði við konuna, sem er minn læknir, að ég vildi hætta að taka þessar pillur, en hún sagði ég væri ekki vel góður enn, mældi blóðþrýstinginn, svo ég ét þessar pillur tvær á dag.“ (Orðréttar tilvitnanir eru úr af- mælisrabbi Morgunblaðsins við Tjáa níræðan.) Þegar Tjái fór í land 1955, fór hann að vinna í netum og hafði í hyggju að segja sjálfur upp neta- verkstæði; hann átti lóð í Selásn- um, sem hann hafði keypt af rælni 1940. Hann byggði sér þar skúr, en hætti við netagerðina og setti upp mikið hænsnabú. Þeim búskap er hann hættur fyrir nokkrum árum og flutti þá í Hraunbæ 100, þar sem hann býr notalega og hélt þar mikla veizlu, þegar hann var ní- ræður og var þá glaður og reifur. Togarastreðið fór ekki á sinnið á honum Tjáa karlinum. Hann er draumamaður einstakur, Tjái, og á margar skrifaðar bækur með draumum sínum og er af honum mikil saga semdiaumamanni. Á.J. ^parnaður cr npphaf anðs ÍBÚNAÐARBANKI ÍSLANDS SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.